Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 5
165 í áhyggjum og sorgum hins veraldlega lifs. Og þegar hinn helgi dagur Drottins rennur upp, sem reglubundinn berst að oss eptir hvern ákveðinn tíma, þá kallar bæði húsið og hin helga stund til vor og býður oss að koma á Drottins fund. Þau hvetja oss til hins hæga og unað- arfulla áforms: Látum oss ganga í hús Drottins. Hjeð- an í frá berst hljómur klukknanna um hádegisbil helgi- dagsins út um þetta pláss, heim að húsunum, sem vjer búum í og hljómar fyrir eyrum vorum. Hann færir þjer þau skilaboð frá húsi Drottins, að allt sje þar til reiðu og að þú eigir að vera reiðubúinn til að hefja göngu þína og koma fram fyrir Guð með likama þinn, hug og hjarta. Lát þann hljóm aldrei berast þjer til eyrna án þess þú alvarlega spyrjir sjálfan þig: Á eg nú ekki að yfirgefa mín daglegu störf og faila til fóta frelsara míns, velja hið góða hlutskiptið, túlka honum tilfinningar minar og þarfir í tilbeiðslu og lofgjörð, og hlýða á orð hans sem fram eru flutt í hans húsi? En þó eg nefni þessar ytri hvatir, sem eru sjerstakar fyrir oss, þá eru það eigin- lega ekki þær 'sem aðallega eiga að örfa oss, að koma sem optast fram fyrir Guð í húsi hans. Engin ytri, held- ur innri hvöt á að knýja oss til þess. Það eru hinar innri andlegu þarfir vorar sem eiga að hvetja og sem einar olla því að oss veitist unun og gleði af göngunni í guðshús. Þær eru innrættar eðli voru af hönd hins al- góða, sem bundið hefir oss við sjálfan sig með sterkum böndum. Hver óspilltur maður hefir i innsta eðli sínu þrá eptir Guði og getur tekið sjer þessi orð í munn: »Eins og hjörturinn leitar eptir lifandi vatni, eins þráir mín sál, Guð, til þin«. Á móti þessari þrá og hverjum andlegum þörfum hvers manns kemur Guð með orði sínu og anda í hans helga húsi. Þar á maðurinn og Guð að mætast til heiiags samtals. Og margar eru þær innri þarfir, sem maðurinn þarf að túlka Guði sínum, margt sem hann þarf með til leiðbeiningar, styrks og huggun- ar frá hinum himneska föður. í hinum margbreyttu byltingum og breytingum kjara vorra þurfum vjer að heyra um handleiðslu hans og stjórn, í hættunum hjálp hans, í villunni aðvörun hans. í mótlæti og andstreymi

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.