Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 9
169 landsmanna, var kristnin nokkrum sinnum, samkvæmt anda þeirr- ar tíðar, valdboðin og lögskipuð öllum landsbúum, er þá urðu að nafninu lcristnir, en samt gekk útbreiðsla trúarinnar yfirleitt alls eigi betur þá en nú. Lightfoot biskup sýndi 1873 með nákvæmum reikningi að í lok þriðju aldar hefði engan veginn meira en 1 af hverjum 150 mönnum í heiminum verið kristinn, en um 1870 hefði að líkindum fimmti hver maður verið það. Á áratugnum 1861—71 óx tala kristinna manna á Indlandi um 60 fyrir hundr- aðið, en frá 1871—81 um 86 fyrir hundraðið, svo væri nú allir kristnir og heiðnir menn komnir í einn hóp yrði líklega þriðji hver í honum kristinn. Kristniboðið er því langt frá að vera heimsku- fyrirtæki, að það þvert á móti í samanburði við hina alkunnu örðugleika sem því eru til tafar, hefir sýnt undraverðan árangur. Þetta skilst betur með þvl að virða fyrir sjer nokkur lönd. Lítum á Ljónaströndina í Afríku. I byrjun þessarar aldar hefir naumlega nokkurstaðar sjezt meiri spilling, siðleysi og hjátrú, I þeirri hvítra manna gröf dóu 56 trúboðar ásamt konum þeirra á 20 árum. En nú ríkir þar friður og kristilegt líferni, þar er svertingjabiskup og undir honnm stórar lendur af nýkristnuðum mönnum, er enska kristniboðsfjelagið hefir snúið og svo eru þar margir aðrir kristnir söfnuðir. Eða Madagaskar. Frakkneskur landsstjóri á Bourbon sagði 1784: »Haldið þjer að hægt sje að kristna Madagaskunga, það er ómögulegt því þeir eru hrein villidýr og hafa eigi fremur skyn- semi en vitlaus skepna«. Á þessari ey hafa orðið einhverjir hinir frægustu píslarvottar vorra tíma. Þar eru nú mörg hundruð kirkna og margir skólar. Landið er nálega alkristið. Lítum á Austurströnd Afríku. Þar sem fyrir skemmstu eigi heyrðist annað en óp þrælasölumannanna, hljóma nú söngvar Guði til dýrðar, og á hinu fyrveranda mansalstorgi í Zanzibar gnæfir nú fögur kirkja með stórum söfnuði. Lítum á Japan. Allt til 1872 var þar enginn kristinn maður, en nú eru þar mörg hundruð kristinna safnaða og margar kirkjur reistar upp úr rústum Búddahofanna og skólar konmir um allt rlkið, sem lítur út fyrir að brátt verði alkristið. Og Kína. Þegar Morrison kristniboði var þar fyrir 50 árum, sagði skipstjórinn, er flutti hann, við hann: »Hyggur þú að þjer takist að hafa áhrif á hinar 100 miljónir Kínverja ?« »Nei«, svar- aði trúboðinn auðmjúkur, »en Guð getur það«. Og nú eru í Kína um 100 þúsundir kristinna manna. Lltum á Nýja-Sjáland og Polynesíu. Fyrir rúmum 20 árum var barizt við jncð litlum árangri að kristna þessi lönd, en nú á

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.