Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 15
Álllangar umrícð'ur. urðu um fyrirlestur prófastsíns og fjelíst fundurinn í einu liljóði á niðurlagsatriði hans: að prestarnir gjöri sjer allt far um að koma meiru kristi- legu lífi og fjöi’i í safnaðarfundina, t. d. meS því aS halda stutta fyrirlesta um kirkjuleg málefni til umræðu, að safnaSarfundirnir verði settir í nánara samband við hjer- aðsfundi en hingaS til, og þeir búi út árlega eitthvert kristi- legt áhugamál til hjeraðsfundar, að hjeraðsfundir vísi þessum málum til nefnda, er semji tillögur, er ræddar sjeu og afgreiddar, að á hverjum hjeraðsfundi sje þaS viðtekin regla, aS einn eSa fleiri prestar prófastsdæmisins haldi fyrirlestur eða inn- gangsorð til umræðu um ákveðið mál, er sje auglýst með hj eraSsf undarboðinu. Enufremur samþykkti fundurinn 2 áskoranir, aðra til löggjaf- arvaldsins: að taka lögin um safnaðar og hjeraSsfundi til nýrrar meS- ferðar þannig að starfsvið hjeraðsfunda verði miklu fyllra og þýðingarmeira; og liina til biskupsins: að meira verði gjört en liingað til aS uppörfa kirkjulífið og koma á stað andlegri hreyfingu í landinu. Barnapróf höfðu fram farið í flestöllum sóknunum og alls próf- uð yfir 100 börn. Rætt var um stofnun deildar í hinu íslenzka dýraverndunar- fjelagi á Seyðisfirði. 2. Hjeraðsf. Norður-ísafjarðarprófd. var 4. júlí, viS voru 5 prestar og 6 fulltrúar. Skýrslur um barnapróf voru lagðar fram úr 3 sóknum, um- gangskennurum hafSi fjölgað í prófastsdæminu. Fund. áleit barna- próf óþörf í þeim sóknum þar sem eru reglulegir barnaskólar. Samþykkt var að kirkjan á StaS í Aðalvík væri færð að Hest- eyri, svo framarlega sem þar fengist heutugt kirkjugarðsstæði að áliti hlutaðeigandi prests og sóknarnefndar. 3. Hjeraðsf. Norður-Þingeyjarpróf.d. var 30. júníjvið voru 3 prestar og 4 fulltrúar. Fund. samþykkti kaup á orgeli í SkinnastaSakirkju. 4. Hjeraðsf. Suður-Múlapröf.d. var 24. júní; við voru að eins 5 prestar og 3 fulltrúar, og fundur því ólögmætur. Með 5 atkvæðum gegn 2 var það álit fundarins að aðskilnað- ur ríkis og kirkju væri ótímabær og óheppilegur; safnaðarfulltrúi

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.