Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 6
þurfum vjer hina mildu rödd hins góða hirðis, er býður oss að koma til sín svo hann veiti hjarta voru hvíld. í syndunum þurfum vjer hans sáluhjálplega orð um hans sonar blóð, sem úthellt var hverri iðrandi sálu til rjett- lætingar. I ótta vorum fyrir dauðanum og áhyggjunni fyrir öðru lífi þurfum vjer ljós hans lifsins orða er lifgi og glæði von vora, svo vjer ókvíðnir getum andazt og falið anda vorn í föðursins hönd. Þessar innri þarfir verða að búa í brjósium yðar, kæri söfnuður, til þess að sannar hvatir sjeu hjá yður til að sækja þann stað, þar sem orð Guðs er boðað, evangelíið um Krist hinn kross- festa er prjedikað. Ur öllum þessurn þörfum þínum bæt- ir Guðs bliða orð, þegar því er veitt viðtaka í trúnni. Ef þú í sannri alvöru finnur til þessara þarfa þinna, þá mun sæti þitt í guðs-húsi sjaldan standa autt. Þá munt þú þar að einhverju leyti allajafna finna bætur böls þins. Guðs-hús þitt mun þá standa fyrir þínum innra manni sem yndislegur bústaður Drottins allsherjar. Þjer mun þá að einhverju leyti þykja inndælt eptir erfiði og volk vikunnar að eiga þar skjól, eptir stímabrak, ys og þys hins daglega lifs að eiga þar næði og kyrð. Áform vort sje að vekja og glæða þessar innri þarfir vorar, svo þær verði oss öllum hvöt til þess að eiga sem opt- ast stundir með vinum vorum og vandamönnum í þessu húsi, svo það sjáist og vottist, að það er ekki ófyrir- synju reist. . . . . . . Nýtt guðs-hús höfum vjer eignazt á nýjum stað þar sem það ekki hefir áður staðið. Að líkindum mun það standa lengi á þessum stað. Vjer sjálfir hverfum smátt og smátt burt, hver á fætur öðrum. Mikil breyting mun verða í húsunum kringum kirkjuna, en hún standa óbreytt og óhögguð. Einn tíminn rekur annan. Ný öld rennur upp og hún mun að mestu njóta hússins og niðj- ar hennar. Það er ekki eingöngu reist fyrir oss, heldur börn vor og barnabörn. Vjer getum eigi sagt, hvernig kristindóminum muni háttað í framtíðinni, hvaða trúar- öldur muni liða yfir þetta land, hvernig þeir munuverða til sinnis, sem á komandi öldum koma í heilagt hús á þessum stað. Eitt er vfst, að trú guðssonar mun þó

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.