Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 11
171 Að þeir sem hindri útbreiðslu guðsorSs, unni eigi mannkyninu farsældar. Því auk þess sem kristindóminum er sjer i lagi ætlaS að efla sálarvelferð mannanna, er honum líka ætlað að efla þeirra jarðnesku velferð með útbreiðslu framfara og frelsis. Þótt vegir forsjónarinnar sjeu opt huldir, þá eru þeir þó augsýnilegir í þessu efni. Þess vegna var kristindómurinn fyrst fluttur hinum mennt- uSustu þjóðum, Grikkjum og Rómverjum, og þess vegnaerhann nú á dögum í löndum hinna mestu siðmenningarþjóSa heimsins. Á þennan hátt hlytur það jafnan aS verSa, aS þeir sem hafa skyld- una aS flytja hann, megi til, nauðugir viljugir, aS færa með hon- um menntun og allskonar líkamleg gæði; en svo er rjett skilinn kristindómur líka sjálfur frjóvgandi fyrir vísindi og menningu, því hann leysir fjötra hjátrúar og hindurvitna af mannsandanum, og því standa þær þjóðir er lifa undir hans áhrifum á hærra stigi en hinar. , TrúboðiS hefir aukiS enska ríltiS meira en nokkur annar hlut- ur. ÞaS hefir leitt til verndar Englendinga yfir afarstórum land- flákum og þó er hitt meira vert að fyrir áhrif þess hafa margir ósiSir og ymislegt ranglæti horfið úr lífi Indverja og fleiri þjóða. AllsstaSar flytur það með sjer menningu og frelsi fyrir hinar undir- okuðu stjettir. Og þessar hagsbætur í siSferði og þjóðlífi ná einn- ig til þeirra er eigi taka trvi. Þetta hafa kristniboðendurnir verið fyrstir til að koma upp meS og hinir ötulustu til að fá því fram- gengt. Þar hafa hinir menntuðu vantrúarmenn og hinir illa kristnu fjárgróðamenn ekkert gjört, heldur fremur spillt en bætt, enda er eigi von að aðrir en sanntrúaðir menn hafi þann áhuga og kær- leik aS leggja líf og eignir í sölurnar fyrir fjarlægar þjóðir, Þá má nefna hiS mikla gagn, sem trúboðið hefir gjört vísind- unum, sem eru heiður vorrar aldar. Víst eru nöfn kristniboSanna rituS með gullnum stöfum x árbækur mannkynsins sem skoðenda ókunnra hjeraða, lýsenda náttúruviðburða, fráskýrenda þjóðsiða, málfræðinga útdeyjandi tungna, þjóðfræðinga óheimsóttra mann- flokka, finnenda merkilegra læknilyfja og þýðenda afargamalla bókmennta. Leibnitz óskaði eptir aðstoS þeirra til að ná augna- miSi sínu, og landfræðingurinn Karl Ritter sagSi að án þeirra hefði bók sín aldrei orSiS rituð. ÞaS er eigi einskis virði aS fyrir starf þeirra aS þýðingu ritningarinnar geta tungnafræSingarnir haft fyr- ir framan sig málfræði og orSabók 250 tungumála. Hver skapaði vísindagrein mannfræSinnar ? Hverjir gerðu auðiS aS hin merki- lega samberandi trúbragSafræSi varð til ? Hver fann hinn mikla vatnahóp í Afríku, sem forlög landanna framvegis hvíla á? Hverjir lxafa verið helztu landkannarar Ástralíu, Asíu ogAmeríku?

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.