Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 13
endurgjald í þeím hyítasunnuanda er kom yfir hana á ny. í>essí guSslogi rak vítiskvalirnar úr fangelsunum, afnam hið djöfullega athœfi þrælahaldsins hjá einni þjóö eptir a'öra, og kveikti dyröar- ljóma af elsku Krists í þúsundum af dimmustu heimkynnumeymd- arinnar, sem eigi höfðu sjeð þann geisla fyrr. Af hinum mörgu ástæðum er gjöra kristniboðsskylduna knyj- andi fyrir oss má nefna þessar : Þrátt fyrir allt hið marga og mikla sem gjört hefir verið til úthreiðslu kristindómsins heimsskautanna á milli, umhverfis alla jörðina, og þrátt fyrir að þessi öld hefir verið hinn mesti kristni- hoðstími, er sagan þekkir, svo að vöxtur kristninnar hefir verið feykimikill, þá hafa samt heiðingjarnir fremur fjölgað en fækkað, sakir hinnar náttúrlcgu mannfjölgunar er eigi síður á sjer stað í heiðnum löndum en annarsstaðar. Það er því þörf á að halda trú- boðinu áfram með auknum krapti. Það var skylda kristinna menntaþjóða að útbreiða trú og sið- gæði í heiminum, en því miður hafa margir af þeirra mönnumeigi að eins verið aðgjörðalausir, hcldur það sem verra er, spillt fyrir framgangi trúboðsins á allar lundir, með síuu óguðlega athæfi hjá heiðnum þjóðum, aukið trvileysið og siðleysið svo að hatur hefir vaknað til kristinna manna og trúarinnar með. Þegar Tyrry fór fyrst að boða Indverjum trú 1016, sögðu innlendir menn: »Kristna trúin er djöflatrú, kristnir menn þjóna myrkvavaldinu, þeir drekka mikið, fremja margt ranglæti, berja fólk og gjöra aðrar óhæfur, sem leiða mann afvega. Afskipti grimmra og ágjarnra mammonsd/rk- enda frá Norðurálfu, sem hafa kallað sig kristna, en verið Kristi manna fjarlægastir, hafa verið mjög skaðleg og illa ræmd í heiðn- um löndum. Þeir hafa hrifsað eigur manna raeð ofbeldi, rænt und- ir sig löndum þeirra, stolið þeirra sonum og dætrum til að selja í þrældóm, svikið þá í loforðum, beitt þá brögðum í viðslciptum, logið að þeim, framið saurlifnað, innleitt drykkjuskap, stutt ópí- umsnautn og aukið á allan hátt spillinguna til þess að fylla kistur sínar með gulli, lauguðu í blóði karla og tárum kvenna. Á allan hátt hafa þeir notað sjer fákænsku þessara verndarlausu þjóða, er kallast mega mannkynsins óupplvsti barnalýður. Þegar svo þessar þjóðir hafa risið upp til að hrinda af sjer ranglætinu hafa þær verið drepnar niður í hrönnum. Það er nú alls eigi unnt að hindra afskipti norðurálfumanna í heiðingjaheiminum, enda þótt þau stund- um sjeu sýnileg bölvun fyrir innfædda menn. Það veitir því eigi af að kristniboðið reyni að hefja þjóðiruar upp til æðri menningar, sýni þeim fegurri hlið kristinna manna, um leið og þeim er vísað- ur vegurinn til sáluhjálpar. Það er vor heilög skylda og líka há-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.