Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 14

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Síða 14
lfá íeit rjettindi að bæta fyrir það sem samborgarar vorír hafa unnið illt. ÞaS er verulegt lögmál í fjelagslífinu að einn verður að líða fyrir annara yfirsjónir og reyna aS bæta fyrir brotin eigi síSur en aS einn nytur annara dyggSa. Vjer eigum því aS boSa án afláts kristna trú. Ef vjer eigi gjörum skyldu vora aS boða heiSingjum trúna þá er viSbúið aS dauði og apturför komi yfir kirkjulíf vort, en jafn- framt vanþrif í þjóðlífið, því apturför í trúnni hefir hvervetna verið bæSi forboSi og orsök þjóðlegrar hnignunar. Vjer íslending- ar höfum enn eigi hirt um að taka að neinum mun þátt í kristni- boðinu, en slíkt má eigi lengur svo til ganga ef vel á aS fara. ÞaS má gjöra ráð fyrir aS fermdir landsmenn sjeu um 50 þúsund- ir og ættum vjer því að geta haft kristniboðsfjelag, væri áhuginu almennur, og kostaS svo sem tvo kristniboðendur úti í heiðnum löndum. Vjer erum fáir færir um að takast verk þetta á liendur beinleiðis sjálfir, en óbeinleiðis getum vjer styrkt þaS meS vorum litlu gjöfum. Hver ein sál, sem unnin verður fyrir guðsríki, er meira virð'i en þúsund peningar. Það er auðvitað hægra sagt en gjört i þessu landi þar sem slíkt áhugaleysi drotnar, að stofna slíkt fjelag, en því fremur væri þörf á, að þeir sem mest hafa að segja í kirkju vorri reyndi að vekja líf í landinu, með því að berjast af alefli fyrir slíkum og öðrum fjelagsskap, því trúboðið úti í löndum myndi reynast eitthvert bezta ráð til að fullkomna trúarlífið heima fyrir og útrýma úr því heiðindómi. Setjum svo aS þeir hafi nokkuð til síns máls er segja, að vjer sakir fátæktar og ýmissa erfiðleika lítið getum hugsað um kristniboS; en þá meg- um vjer samt til aS hætta að skoða þaS sem sjálfsagðan hlut, er ekkert sje að finna að, heldur eigum vjer að álíta það nokkuS sem í rauninni hefir engan rjett á sjer til að vera svo og því þarf aS breytast sem allra fyrst. (Flest meginatriðin í grein þessari eru dregin út úr ritgerð eptir dr. Farrar, prófast í Lundúnum, í Review of the ehurches, júní 1892). Frá hjeraðsfundum 1896. 1. Hjeraðsf. Húnav.pröf.d. var 14. og 15. júní, við voru 8 prestar og 11 fulltrúar. Sjera Hálfdán Guðjónsson á Breiðabólsstað prjedikaði, prófasturinn sjera Hjörleifur Einarsson á Undirfelli flutti fyrirlestur um þýSingu hjeraðsfunda og safnaðarfunda og sjeraEyjólfur Kolbeins um hin sameiginlegu kenningaratriði lútersku og katólsku kirkjunnar og ágreiningsatriði þeirra.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.