Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 10
170 örstuttum tíma eru þau orðin kristin. Á gröf eins trúboðans stendur: »Þegar hann kom hingað yar enginn hjer kristinn, en þeg- ar hann fór hjeðan var enginn heiðinn«. Lítum á Fidjieyjar. Það eru um 50 ár síðan kristniboðendur komu þar f'yrst. Þá voru eyjarskeggjar hræSilegar mannætur og meSal hinna mörgu svívirðinga var fjölkvænið og iSuleg barnamorð. Nú liafa þessum auma og grimma lyð verið guðspjöllin boSuð, svo að öll þjóðin hefir tekið trú friðarins og elskunnar. Menntun, frelsi og verklegar framfarir siðmenningarinnar hafa komið í stað villiskaparins. ÞaS var þar sem hinn þ/zki vísindamaður barón Hubner, sem þrisvar ferðaðist í kringum jörðina, sagði við prest- inn A.J. Webb: »Hverju er hm undursamlega breyting 1 sem orðin er á eyjum þessum að þakka?« Þá svaraði Webb: »Jeg get eigi þakkað það öðru en áhrifum heilags ánda«. Þá hneigði baróninn, sem var katólskur, höfuð sitt og sagSi: »Þessu þakka cg þaðlíka«. Og vissulega er það Guðs verk og dásamlegt fyrir mannasjónum í allan máta. Það vekur undrun aðkomumanna, en mest trúboðanna er horft hafa á umbreytinguna veröa. Á öllu er auðsjeð að ekkert meira kærleiksverk er til, en kristniboS meðal heiSingja. Mörg fleiri lönd mætti telja en það nægir aS nefna Indland. ÞaS er harla stuttur tími sem Englendingar hafa ráðiS mestum hluta af landinu, því allt fram yfir 1800 voru það að eins strand- irnar sem þeir þekktu, og í þessu landi er einungis einn kristni- boði fyrir hverja hálfa iniljón, en samt eru þar 2 miljónir inn- fæddra kristinna manna. Og eigi nóg með það, allt sunnan frá Kómarínhöfða norður til Himalajafjalla er grundvöllur hinna fornu trúbragða farinn að skjálfa, enda munu þau brátt hverfa. En hvað sem öllu líður, verður árangur kristniboðsins eigi mældur eptir hinni beinu útkomu höfðatölunnar eSa fjöldanum af sálum eingöngu. Opt verður sæðið að falla í dá áður en það get- ur boriS mikinn ávöxt. Livingstone lifði eigi aS sjá neinn ávöxt af iðju sinni, en síðan hann dó í Utala hefir ritningunni verið snúið á fjörutíu Afríkutungur. Stundum eru afleiðingarnar mjög fljótar að koma í ljós, en tíðast mun þaS vera meSal lítt menntaöra þjóða. En þegar kristindóminum slær saman viS forna siðmenn- ingu og eldgamla heimspeki svo sem í Rómaveldi fyrrum og á Ind- landi nú, þá geta áhrifin lengi veriS ómerkjanleg. Þótt vjer títt sjáum lítinn árangur eigum vjer samt með fullu trausti að fela hann Guði á hendur. Og alveg án hinnar beinu trútöku, hefir kristniboðið haft miklar óbeinlínis afleiðingar til ómetanlegrar bless- unar í veraldlegum efnum, að segja má með hinum helga Asaf:

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.