Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 12

Kirkjublaðið - 02.09.1896, Blaðsíða 12
172 Hver fann hið nafnfræga Nestorska minnismerki í Singar-Fu? Hver uppgötvaSi Móabítasteininn fræga ? Og hver leiddi í ljós H ittíta-rúnirnar ? Það sem hjer hefir verið sagt, dugir til að hrekja hina trúar- lausu og ókristilegu kenning, að vjer höfum ofmikinn heiðindóm heima til þsss að geta skipt oss af heiðninni vít, í löndum. Eins og heiðindómurinn heima minnki nokkuð við það, að boða eigi út- lendingum trú. Ahuginn, sem í þessu er aðalaflið, yrði víst eigi meiri heldur minni til að útrvma innri heiðindómi; það getur hver heilvita maður sjeð. Einu sinni fyrir löngu þegar talað var í Ameríku um kristniboð, þá sagði einn af þingmönnum í Massa- chusetts: »Vjer höfum oflitla trú og getum því ekkcrt misst til að senda úr landi«. En annar maður sem var vitrari og sanngjarn- ari svaraði: »Kristin trú er þannig löguð, að því meira sem sent er út af henni, því meira verður eptir heima«. Þetta er sannleik- ur og víst cr það, að þegar kirltjan hættir að vera trúboöandi, og fer eingöngu að verða guðfræðileg og prestsleg, þá kemur svefn og apturför yfir hatia. Annars geta kristnir menn í rauninni eigi deilt um þctta mál, því það er liafið yfir allan efa. Gleðiboð- skapurinn var beinlínis ætlaður öllum mannheimi og eptir Krists skýlausu slcipun »farið og kennið öllum þjóðum skírandi þær í nafni föðursins, sonarins og heilags anda«, á að boða hann öllum mönnum. Dæmi postulanna og allra beztu guðsvina synir oss leið- ina til að viðhalda lífi í kirkjunni, en um leiö sjáum vjer að það er enginn vissari dauðadómur fyrir trúna en að vilja binda hana við eitthvert land, þangað til þar sje oröiö alfullkomið trúarlíf, sem nærri má geta að seint verður í syndugum heimi. Reynslan bendir á tvo hluti. I fyrsta lagi að helztu styðjendur kristniboðs- ins liafa einmitt verið fremstir í flokki í guðsorðsboðun og góðri framkvæmd heima fyrir. I öðru lagi að kristniboð í útlandinu hefir jafnan verkað til baka lífgandi og frjóvgandi á trúarlíf heima- landskirkjunnar og í þessari endurvorkun fær heimakristnin veg- legt endurgjald fyrir vinnuna meðalheiðingjanna. Kristniboðið hef- ir gefið þjóðunum hvað eptir annað ný ljós á himni heilags líf- ernis og vakiö á ný í löndunum hreyfingu fyrir sannri trúrækni. Það tæmir því eigi kraptana heldur eflir þá. Hinu fjöruga kristniboði Bandamanna fylgdi lausn svertingja úr þrældómi. Og eptir að kristniboð Englendinga var vaknað til fjörugrar framkvæmdar kom nýtt líf og guölegur áhugi í hina ensku kristni. Með kristniboði Þjóðverja fylgdi endurvöknun trú- arlífsins og kristilegur fjelagsandi. Kirkjan í löndunum sem eptir margra alda hvíld byrjaði aptur að gegna boði Krists fjekk fagurt

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.