Kirkjublaðið - 01.11.1896, Qupperneq 7

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Qupperneq 7
199 verður keildin svo stórmerkileg, og engu kvæðinu óskar maður burtu við lesturinn, þó að yrkisefnið sje misjafnt. Jeg hygg nú, að einmitt þetta, að sjera Valdimar heldur sjer svo fast við sögu heilagrar ritningar, muni gefa ljóð- unum sitt mesta og varanlegasta gildi. En það er meira en hinn skáldlegi búningur á biflíusögunni i orðavali og rími; eigin hugsanir og dómar höfundáríns koma þar fram jöfnum fetum, eða hann bindur það í seinasta er- indinu til ályktunar, sumstaðar þá með heimfærslu til nýja testamentisins. Jeg get eigí neitað mjer um að taka upp eitt slíkt erindi úr niðurlagi kvæðisins er heit- ir »Elías í hellinum« (1. Kon. 19.): Ei hvínandi stormur nje blossandi bál nje brakandi jarðskjálfta feikn oss birta Guðs himneska, heilaga mál nje herma Guðs dýrðlegu miskunnarteikn svo hreint og fagurt sem blærinn blíði, sem birtir oss friðinn í lýðanna stríði. Dómurinn um Biflíuljóðin verður eigi annað en sam- huga þökk hinnar íslenzku þjóðar til höfundarins, því innilegri því kærara sem efnið er hverjum einum. Því hefir nýlega verið hreift*, Bókmenntafjelaginu til hnjóðs, að það hafi »vísað frá sjer« Biflíuljóðunum. Þetta er eigi rjett. Bókmenntafjelagið — hjer ræðir að eins um Reykjavikurdeildina — tók handritinu tveim hönd- um. Dómnefndin, sem að vanda var skipuð, kvað upp það álit sitt, að »ljóðin væru framúrskarandi skáldrit, eitt hið þýðingarmesta, sem enn hefir verið kveðið á ís- lenzka tungu«, og rjeð nefndin fjelagsdeildinni því »ein- dregið til að gefa Bifiíuljóðin svo fljótt út sem verða má, því að bæði munu þau verða bókmenntum vorum til æf- inlegs sóma og stórum auka vinsældir fjelagsins«. Á deildarfundi 30. apríl 1892 var álit þetta lesið upp, og samþykkt, að útgáfa Biflíuljóðanna skyldi »ganga fyrir öllum bókum að undanskildum hinum venjulegum árs- bókum«, þegar 1. bindi Landfræðissögu dr. Þorvaldar væri útkomið. Þetta stóð óhaggað og hefði staðið, ef höf- undurinn sjálfur hefði eigi farið fram á að skipta um *) Sjera Fr. J. B. í Aldam. þ. á.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.