Kirkjublaðið - 01.11.1896, Side 12

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Side 12
204 á eptir, og getur þetta yfirlit jafnframt, þótt stutt sje og ófullkomið, gefið svo litla hugmynd um uppruna vors eigin kirkiustjórnar fyrirkomulags. Yfirkirkjuráðið prússneska gefur út í viðlögum nokk- urs konar hirðisbrjef fyrir kennimenn, þeim tll leiðbein- iugar og eptirbreytni, og skulu tvö slík brjef frá þessari yfirkirkjustjórn hins voldngasta lúterska ríkis gjörð hjer að umtalsefni, af því að þau sýna svo berlega hið sorg- lega ósjálfstæði ríkiskirkjunnar. Yfirkirkjuráðið í Berlín ávarpar kennimenn sjer und- irgefna í brjefi 17. apríl 1890, sem byrjar með svofelld- um orðum : »Vjer höfum alllanga hríð veitt sjerstaka og ná- kvæma eptirtekt hinni sósíalistísku hreyfingu meðal verkamannanna, sem svo mjög hefir magnazt og er nú orðin allískyggileg fyrir þjóðina í heild sinni. Vjer álít- um oss skylt að skýra andlegrar stjettar mönnum í vorri evangelisku þjóðkirkju frá þeirri niðurstöðu, sem vjer höfum komizt að í þessu máli, allrahelzt þar sem hans hátign keisari vor og konungur hefir opinberlega heitið á kirkjuna sjer til hjálpar í viðleitni sinni að bæta kjör ver kalýðsins og til að forða honum frá villu stjórnleysis- ins. Ymiskonar tilraunir eru nú þegar allvíða gjörðar í þessa átt i hinni evangelisku þjóðkirkju, og vjer fögnum þeim af alhuga, óskum þeim sem mest vaxtar og við- gangs og lýsum blessun vorri yfir framhaldi þeirra«. Niðurstöðu hins háa ráðs er svo lýst frekar í hinu langa brjefi á þá leið: . . . »Hin evangeliska kirkja á að stuðla að þvi að verkaiýðurinn fái sínum rjettmætu krötum fullnægt, að eigi sje ofboðið vinnuþoli verkamanna, og að eignamenn- irnir slaki svo til við hina eignalausu sem verða má, að eigi staðfestist enn meira hið mikla djúp þeirra í milli, heldur sje reynt að gjöra tilraun til að brúa það«. Ráðið mælir síðan með fjelagsskapmeðal verkamanna og hvetur presta til að sækja fundi þeirra, ræða mál þeirra bróðurlega, styðja þá með vitrum ráðum og eyða

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.