Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Blaðsíða 13
205 hleypidómum þeirra. Þetta byggir hið háa ráð á þeim ómótmælanlega sannleika, að eigi hinir frávilltu sauðir, sósíalistarnir, að hyllast kirkjuna af nýju, þá verði kirkj- an sjálf að leita þeirra að fyrra bragði, knúð af heilagri meðaumkvun og þeirri viðurkenningu, að hún sjálf er og samsek í hinni voðalegu neyð og spillingu. Þetta var vorið 1890. Hinn unga keisara dreymdi stóra drauma, hann vildi vera annar Móses, sem leiddi þrældómslýðinn út úr kúgun og kvölum auðvaldsins, hann víldi vera faðir allra sinna þegna. Hinum harð- ráða óvini sósialista. gamla Bismarck, var steypt af stóli, og í marzmánuði 1890 var að boði keisarans hinn nafn- frægi verkmálafundur haldinn í Berlín, sem bollalagði svo margt til líknar og viðreisnar hinum kúgaða vinnulýð. Það þarf engum blöðum um það að fletta að það er þessi draumur keisarans, sem getur af sjer þetta merki- lega hirðisbrjef eða ávarp rjett á eptir verkmálafundin- um. En þessi draumur stóð stutt. Vísast getur hvorkí keisari nje kirkja ráðið bót á mannfjelagsneyðinni í hin- um neðstu lögum hinnar háreystu menningarhallar auð- landanna. Vísast þarf mannfjelagsskjálfti, hundrað sinn- um voðalegri en stjórnbyltingin mikla, að hvolfa bygg- ingunni, svo að farginu Ijetti af, eða það færist til — altjend í bili. Hvað um það, keisarinn gafst upp við þrautina, tilraunir hans mættu eigi öðru en tortryggni og illkvittni af hálfu sósíalista, og nógir urðu til að telja úr. Nú er svo komið að keisarinn skipar eigin þegnum sínum, mill- jónum manna, í fjandaflokk. Kúgunarvaldið ræður, öfl- ugur her og auðmannafylgi. Og með morðvopnunum og Mammoni á svo kirkja Krists, ríkiskirkjan með öllu sínu andlega áhrifavaldi, að vera þriðja máttarstoðin. Eptir höfðinu verða limirnir að dansa; kirjunnar þjónar í Prússlandi fengu um síðustu áramót skíra minn- ing þess, að þeir fyrst og fremst eru konungsins þjónar, og um leið fá allir ljósa sögulega sönnun fyrir því, hvaða hjegómi »þjóðkirkju«-sjálfstæðið er, undir eins og á reyn- ir. Þessi yfirlýsing kirkjuráðsins í Berlín, sem hjer ræð- ir um. kom út i byrjun þessa kirkjuárs. Það var svo mikið haft við yfirlýsinguna að þeir voru áður kvaddir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.