Kirkjublaðið - 01.11.1896, Page 14

Kirkjublaðið - 01.11.1896, Page 14
206 mála og ráða yflrsúperintendentarnir og forsetar hjeraða- kirkjuráðanna og þessum kirkjustjórnarvöldum var yfir- lýsingin síðan send, sem opinbert umburðarbrjef. Hún fer að efni og anda beint ofan í hirðisbrjeflð frá 1890, þó að reynt sje að fóðra yflr það. í þetta sinn var ekki neitt keisaraorð opinberlega útgengið á undan hinni nýju stefnu kirkjuráðsins, en það kom nokkrum vikum síðar, hann lætur ekki standa á sjer keisarinn. í vor sem leið fluttu svo blöðin þetta keisaraorð, hið nafnfræga telegramm sem hann sendi gömlum kennara sínum. Þar segist hon- um svo: »Pólitískir prestar eru fráleitir . . . kristilegur sósí- alismi er vitleysa . . . Velæruverðugheitin eiga aðhugsa um sálir safnaða sinna og stunda náungans kærleikann, en iáta pólitíkina eiga sig, af þvl að hún kemur þeim ekkert við«. Þetta er nákvæmlega textinn í umburðarbrjefinu. Prestar mega ekki fara eitt fet út fyrir sinn markaða bás sem embættismenn ríkisins og orðsins þjónar, bara stunda sálirnar, neyð líkamans er þeim óviðkomandi, það er hin rjetta takmörkun »náungans kærleikans«, að því er til sósíalista kemur. Vitanlega er eigi svo að orði kveðið í umburðararjefinu, en meiningin er sú, af því að nú er allt það bannað, sem boðið var að gjöra 1890 til að ljetta á hinu tímanlega böli verkalýðsins og styðja lítilmagnann. Þá var kannast við það að sökin væri eigi síður hjá auðmönnunum og kirkjan sjálf samsek. Nú þekkir kirkjuráðið eigi aðra örsök til eymdarinnar en »öfund og fíkn í eigur náúngans«, talar um að »hinjarð- nesku gæði sjeu ofmikils metin« og að með »iðni og spar- semi líði manni allajafna vel«. Með öðrum orðum sökin er öll hjá verkalýðnum, og sjálft umburðarbrjefið verður eptir kringumstæðunum á Þýzkalandi harðort sóknarskjal i garð sósíalistanna. Sjerstaklega er þvi mótmælt sem ósönnu, að iðni og sparsemi dugi til hins daglega brauðs; það er ágæt setning og í lengsta lagi góð og gild í lönd- unum, þar sem f'æðan er sótt beint í skaut náttúrunnar, en í iðnaðarlöndunum ósannar dagleg reynsla hana hroða- lega. — Af 52 milj. Þýzkalands stunda 20 iðnað.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.