Sunnanfari - 01.04.1898, Side 2

Sunnanfari - 01.04.1898, Side 2
50 sælum töfrum heillið mig! — Það er inndælt að lifa, er iðar og tifar af æskunnar fjörkippum sérhver taug og baðast í skínandi ljósgeislalaug, er lukkunnar sólrúnir vonin á enni mitt skrifar. Eg er frjáls, ég er frjáls! Sko, minn hvíta háls; heyrðu mér, lindin min, er hann ei fagur? ... E»að er sólskin og sunnudagur, — á sumrinu’ er hátíðabragur. Eg skal hlæja með ljósálfum, leika mér dátt meðan loftið er fagurblátt, — það skal gjalla minn æskunnar gleðislagur og gígjuna stilli ég hátt, — svo hátt! Eg skal leika mér, leika mér dátt meðan ljómar á himni dagur! „Æskunnar léttúð er ellinnar grátur!11 Svo orti skáldið, — ég heyrt hef það. En er sama’ um léttlyndið ljúfa’— eða hvað? -----Eg elska þig, hljómandi hlátur, ég hirði’ ekki’ um það sem hann kvað! Hver iðrast þess mundi’ að hann eitt sinn var kátur þó yfir hann raunirnar komi í glóandi gleðinnar stað? Það er gullstöfum ljómandi letrað það blað í hans lífssögu’, er hann glaður var og kátur. Og komi það til mín, sem kallað er „mæða“, þá hlæ ég svo dátt og dansa svo kátt og þá syng ég svo skært og þá syng ég svo hátt, þessa ókunnu óvætt til að hræða, að hún missi sinn töframátt! Eg hræðist engar „undir, sem blæða!“ Nei, þið megið tala, þið megið hjala um þetta alt! -- ég er glöð og létt, fæ und himninum bláum mér hressandi sprett og hleyp yfir grundir og bala sem áður þá eg var að smala og árgolan sendi mér kælandi svala í leynunum ljósgrænna dala! Eg vil eitt, ég vil eitt: það að lifa, að lifa! Eg verð aldrei þreytt meðan hjartað er heitt, hvað sem í bækurnar örlögin skrifa. Bara syngja’ og lifa! — Bara syngja’ og leika sér, lifa! 2. Upp á við. Birtst þú mér, guð, í þessum lita ljóma, lyft mínum hug til þín! —• Rennandi sól milli skýsveiga skín er i skrúðgöngu fer hún með veldi’ og sóma að lýsa hin önnur löndin sín. — — Nú lykjast krónurnar blóma. Grœnt, rautt og blátt hjá þér er, eygló, eitt, alt rennur saman, verður fagurgylt! Von, ást og gleði berðu’ á brjóstum þér, blessuð, þær verður þú að senda mér! Verði þæríméreitt, — þess bið ég heitt ... æ, þetta kvöld er friðsælt, rótt og stilt! Og þessi glittjöld, glæstum ofin rósum, guð minn, eru það veggjatjöldin þín? Hvar er þín höll í ljóma vafin ljósum? Liggur hún bak við geislann, þarna’ er skín? Dýrð þína opnar sólin, er hún sígur, að eins til hálfs, en alt ég vildi sjá, alt fyrir handan tjöldin, guð, þér hjá, sjálfan þig grípur mín heitust hjartans þrá, hugurinn til þín yfir tindinn flýgur! Þín leitar í eldmóði öll mín þrá, einmitt er sólin hnígur...... Bergmál: „Svo fer það altaf er sólin sígur!“ 3. llúu vaknar. Viltu, litla lindin inín, ljóðin þín mér kenna? Hver hefur kent þér kvæðin þín, — kent þér hægt að renna? Ef mér væri innra rótt eins og straumi þínum, sæl ég skyldi’ um sumarnótt sjónum loka minum. Renna’ í blundi létt í lund, um löngun mína dreyma,

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.