Sunnanfari - 01.04.1898, Page 5

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 5
— Eu ef það vantar? — Hvað þá? Verðurdimt? — Ég elskað hef —það held ég; var það alt tóint. hugarvingl og draumur? — En það var þó sælt! — Nei, ekki, ekki’ að hugsa’ um slíkt! — ég á að lifa, starfa, drepa hitt, og ég hef drepið, drepið, drepið það! Þarf ást til þess að eiga’ að sjá um bú? þarf ást til þess að strokka’ og mjalta kú? þarf ást til þess að eiga nógu gott? þarf ást til þess að'sjá um fataþvott? þarf ást til þess að elda góðan mat? þarf' ást til þess að sníða’ og sauma fat? þarf ást til þess að ala nokkur börn? þarf ást til þess að mala rúg í kvörn? Nei, ég á enga ást, en samt ég vona, að unnið geti’ eg hlutverk mitt sem kona! * * * Ég sagði „já“ — og honum gaf ég hönd. Hvað hef ég gert? — Var þetta nokkur synd? - Sór ég við guðs nafn ? O-nei, en ég stóð við altarið — og það er guði vígt! Ég stóð á helgum stað og laug. Og sjá! það starði’ á mig af veggnum Kristsmyndm svo alvarleg, og ásökun ég las úr augum hennar, svip, — hún henti mér til himins upp, — og ljómi bjartur lék um ljósa brá og höfuð geislum krýnt! Hver er mín sök ? — Ef sagt ég hefði „nei“, var sundrað alt og framtíð minni spilt, já, minni’ og minna, alt var eyiilagt, að eyðileggja slíkt var líka synd. En sök mín er: að sjálfa tældi’ eg mig, og sjálfviljug í kyrkjuua óg gekk og laug að guði’ og laug að sjálfri mér! Það skelfir mig, það óttalega orð, en öllu’ er lokið, — það sem ég hef sagt ei verður aftur tekið: Til hvers er að tala um slíkt? —- Nú er ég honum gift, en aldrei, aldrei hjartað verður hans og hvað svo......................................... Klukkum er hringt, sko, hve kyrkjan ljómar, kvíslast nú geislar um minu brúðarkrans. Tónröddin hvelt. mér í eyrum ómar; út er héðan geng ég sem konan hans. Ljóskrónan glitrar og glerin brjóta geislana, er streyma’ í húsið inn. Augu mín finnast mér nú eins og fljóta, alvarleg starir á mig Kristsmyndin! 2. Nú og fyr. Dalgolan kveinar í kalviðaröngum, I kvæðin sín flytur á haustkvöldum löngum, — ég er leið á þeim sorgarsöngum, sízt þeir mér fróa; — þá var annað, er úti’ á móa um ástir og von kvað lóa, I og bergmálið hreimfagurt hljómaði í dröngum af hrynfossa glymjanda’ í fjallgljúfrum þröngum, [ og svanirnir sungu’ út hjá töngum og sólblikið leit ég á vængjunum glóa. Þá var gaman að lifa’ og leika sér og láta álfana með sér hóa í berginu, purpura-blóm þar gróa j hjá basaltgöngum. Svo tómlegt og kalt er nú orðið alt umhverfis mig og loft.ið svalt., — | nú sit ég hér ein í öngum! | Ég heyri rödd, sem hrópar snjalt: „Þú hefir þinni gæfu spilt, | þú hefir líf þitt eitrað alt og ok þitt jókstu þúsundfalf; af sæluvegi sönnum vilt inn svikna málm þú hefir gylt, i því er þér innra kalt!“ Því finn ég titra hverja hjartans taug og hrollur napur grípur merg og bein. Ég losna aldrei við þann stóra stein, sem stend ég undir frá þeim degi’ eg laug; hann lamar herðar, beygir senn mitt bak, þó bein ég reyni’ að standa’ og harka’ af mér, hvert einasta audartak er örðugt, kraftur þver. | Hvað getur fylt það rúm, þar ríkir auðnin tóma og rósin engiu framar grær þar enginn glóir geisli skær og gleðin aldrei framar nær? A lífið nokkra læknisdóma, sem lina mein, sem þagga kvein, sem þagga þessa hljóina?

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.