Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 12
60
Sé farið vel útbúinn í heimskauts-rannsóknar-
för, og með valda menn, held ég að ekki sé lagt
meira á hættu við slíka ferð en við mörg önnur
fyrirtæki, er menn taka sér fyrir hendur.
Á þennan hátt mætti rannsaka mikið af heim-
skautshafi því, sem enn þá er ókannað, en norður
af Ameríku yrði þó stórt svæði, sem ekki væri
hægt að ransaka á þennan hátt. Hygg ég að þar
mætti koinast lengst með hundum og sleðum. Það
sýndi sig í ferð okkar, að mögulegt er að fara að
tiltölu yfir viðáttumikið svæði á ísnum á þennan
hátt, og ég held að kanna mæti allt þetta ókunna
svæði, væri að eins séð um að allur útbúuaður væri
svo sem vera bæri, og nægilega margir og vel
æfðir sleðahundar væru í ferðinni. Þessi könnun-
araðferð hefir það sér til ágætis fram yfir ina
fyrri, að hún útheimtir miklu minni tima, og hæg-
ara er að ráða yfir ferð sinni; hún er vafalaust
bezt og auðveldust sé um landkönnun að ræða, en
sá galli fylgir henni, að ekki er hægt að dvelja
lengi á sama stað, og ekki er tækifæri til að gera
svo nákvæinar vísindalegar rannsóknir, sem nauð-
synlegar eru, til þess að þekkja þetta svæði ná-
kvæmlega.
Vér skulum því vona, að báðar þessar rannsókn-
arferðir verði notaðar á ókomnum tíma.
I þriðja lagi má komast uin ið ókannaða
svæði í loftfarinu. Var það fyrst notað til þess í
fyrra, en ókunnugt er enn, hvernig sú tilraun hefir
hepnast. I loftfarinu má einkum komast að því,
hvernig skift er höfum og löndum, en það erundir
því komið að veðrið sé heiðskírt og ekki liggi þoka
yfir jörðinni.
Eg hygg að loftfarið verði að mestum notum
við heimskautakannanir með því, að loftfarið væri
látið fljúga norður með hunda og sleða og allt sem
til sleðaferðar heyrir. Mæti þá yfirgefa loftfarið og
brjótast áfram suðureftir aftur á sleðum. Þá þyrfti
ekki að fara sömu leið aftur heim í leið, og mögu-
legt yrði að rannsaka það svæði nákvæmlega, er
farið hefði verið yfir.
Að hverju takmarki stefnir öll heimskautakönn-
un framvegis? Að eins að vísindalegri rannsókn,
og því betur sem kannendur búa sig út i þessu
skyni, því betri mun líka verða árangurinn.
Vér þurfum fyrst að vita með vissu um að-
greining láðs og lagar á þessu svæði. Þetta er
ekki að eins nauðsynlegt í landfræðislegu tilliti,
heldur einnig af þvi, að án þess er ómögulegt að
reikna, hvað mikið sævarmagn er á jörð vorri, eða
nákvæmt lilutfall milli sævar og þurlendis, en það
hlutfall hefir mikla þýðingu í því skyni, að ákvarða
skilyrðin fyrir breytingum í gufuhvolfinu, straum-
um í hafinu og margt annað.
Vér þurfum einnig að vita nákvæmlega um
alt dýpið í heimskautshafinu, um sævarhitann á
ýmsri dýpt, alt frá yfirborði og niður að botni;
enn fremur þurfum vér að afla oss nákvæmari þekk-
ingar á þvi, hvernig ísnum er varið í hafi þessu;
hvaða skilyði eru fyrir ísmynduninni, hvernig ísinn
rekur, hvað þykkur hann getur orðið o. s. frv.
Ef vér viturn alt þetta nákvæmlega, verður ekki
að eins hægra fyrir oss að skilja i veðráttunni í
norðurhöfum og jafnvel á öllu yfirborði jarðarinnar
nú á döguin, heldur hjálpar það, ef tilvill, líka til
þess, að skýra lítið eitt inar mörgu og markverðu
veðráttubreytingar, sem hafa átt sér stað á ýmsum
tímabilum í sögu jarðarinnar.
Þegar vér vorum í ferðinni á „Eram“, gerðum
vér uppgötvun, er ég ætla að nefna hér, því að hún
sýnir ljóslega hversu þýðingarmikið er, að þekkja
alt þetta.
Þegar vér rannsökuðum saltmegin og hita hafs-
ins á mismunandi dýpi, fundum vér að íshafið er
þakið lagi af tiltölulega fersku og mjög köldu vatni
(4- l„o til -í- 1,00° C.), en álika saltlítill sjór er kom-
inn rétt að frostmarkinu. En þegar kom undir
þetta lag á nálægt 100 faðma dýpi, varð alt í einu
fyrir oss saltari sjór, er var 0,50 til 0,80°heiturá C.
Þetta var töluvert meiri hiti, en vér bjuggumst við
að finna innan um ísinn í norðurhöfnm. Á miklu
dýpi var hitinn nokkuð mismunandi, en varð svo
aftur jafn niður á 220—270 faðma dýpi; þaðan af
kólnaði sjórinn hægt og hægt eftir því, sem dýpk-
aði, en varð þó hvergi svo kaldur sem á yfirborð-
inu; vanalega var hann ekki kaldari en -=- 0,75° C.
og var það á nál. 1,600 faðma dýpi. Þegar dró
að botni, fór hitinn að auliast örlitið hægt og hægt.
Hygg ég það komi af hitanum í iðrum jarðar-
innar.
Það er nokkuð óvænt, að slíkur sævarhiti skuli
vera þarna norður frá, þar sem særinn er ískaldur
í djúpi Atlantshafsins milli Skotlands, Færeyja og
íslands (-f- 0,50" C.).
Hafið er þannig kaldara á miklu dýpi suður
i Atlantshafi en í grend við heimskautið. Er auð-
sætt, að það er sökum þess, að Golfstraumurinn
ber hlýja salta sjóinn af yíirborði Atlantshafsins
norður í heimskautshafið. Þar mætir þessi salti
sjór selt-uminni og léttai’i sjó, sem kemur af því,
að særinn blandast þar vatni úr fljótunum í Síberíu
og Norður-Ameríku, er renna í heimskaustsskálina.