Sunnanfari - 01.04.1898, Page 17

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 17
(35 „Hann íklæði sig bölvuninni sem fati; hún renni inn i hans yður sem vatn, og í hans bein sem viðsmjör. . . . Mínir mótstöðumenn íklæðist smán, og sinni skömm ífærist þeir sem kápu“. Dæmisaganum týnda soninn er falleg bæði að „forminu11 og þó einkum að efninu. En hún full- nægir þó ekki kröfum listarinnar eins vel og þessi djöfullega buslubæn Davíðs. Hvers vegna er mestallur gamli sálmaskáld- skapurinn okkar uppsölumeðal og óæti hverri sál, sem hefir hugmynd um list? Það vantar þó ekki, að þeir hafi gott efni fyrir hendi og gott markmið fyrir augum. Yrkisefni þeirra er: trfán, vonin oy kœrleikurinn — þessi þríeini guð, sem allir góðir hlutir, sýnilegir og ósýnilegir mætast í. Og þó verður þetta ilmandi góðgæti að nálykt og rotnun. Yegna hvers? Fyrir meðferð efnisins. Hvernig stendur á því, að trúlausir menn dást jafnt að Hallgrímssálmum, sem hinir, er kenning- unni eru samþykkir? Trúmennirnir dást að efninu m. a.; en hinir geta það ekki. Að hverju dást þeir þá? Deir dást að meðferð efnisins — að hinni sjálf- stœðu list. Hvers vegna eru Islendinga sögur taldar til hinna beztu sagnabókmenta veraldar. Er það vegna efnisins? Efnið er als ekki uppbyggilegt, yfirleitt. Það fjallar um manndráp, róg, undirferli og hnefa- réttinn. En þær eru skráðar ineð list. Þær heyra til bókmentum vegna sinnar sjálfstæðu listar, sem er svo fullkomin, að þeir menn, seiu sögurnar segja frá, sjást tala og hreyfa sig eins og væru þeir lif- andi í örskotshelgi fyrir sjónum vorum. Tomas Carlyle hefir ritað sögu stjórnarbylt- ingarinnar frönsku og er það skoðun skynberandi manna, að enginn sagnritari hafi skráð sögu með þvílíkum snillings-höndum. Þessi saga lýsir blóð- ugum hryðjuverkum æstrar óhemju-byltingar. Hún er (þessi saga) als engin þerna farsællar minningar. En hún lýsir atburðum og mönnum með svo ljósuin litum og framúrskarandi skýrum dráttum, að hún á ekki sinn líka. Hún er sjálfstæð list. Hvert sem ég sný mér i þessu efni, fer fyrir mér eins og segulnálinni, sem æ og ævinlega bendir á heimskautið: mig ber jafnan að sama brunni. Eg skal ganga nær höf., því ekki hirði ég þótt skjöldinn beri af honum. Ég skal þá vitna í eigiu orð höf., máli mínu til stuðnings. í sömu grein- mni, sem hann bregður mér um misskilning á eðli listarinnar og að ég sé bergmáll, hallast hann á sömu sveifina og ég held um. I sömu andránni og hann þykíst bera á mig kviðinn og telja mig sannan að sök, ber hann kviðinn á sjálfan sig en sýknar mig! Þessu er þannig varið: Hann segir að höf. Eiðsins hafi dottið gott efni í hug, en ekki ráðið við það þegar fram dró í söguna. Samkvæmt þessu hefir hann ekki flask- að á efninu yfirleitt, heldur meðferð efnisins. Honum hefir ekki tekist, eftir því, að færa „gott efni“ í þann búning, sem fullnægir listinni. Hann er sömul. á skoðun minni í athugasemd- um sínum um „Haust“ Jóhannesar frænda míns: Hann líkur lofsorði á þá sögu, að maklegleikum, — | einmitt fyrir meðferð efnisins, fyrir það, hvernig það | er sagt, sem sagt er, enda er efníð ekki fagurt: haustið, dauðinn og kuldinn. Mér sýnist nú, að okkur komi svo vel saman um þetta mál, að þarflaust sé að bregða um misskiln- ing og mentunarskort. Ég skal taka eitt atriði fram að lokum, þótt það komi ekki beinlínis við aðalefninu. Ég veit það, að þeir listamenn lifa lengur og verða elskaðir meira, sem vinna góðu málefni gagu m.eð list sinni, og stefna að einhverju háleitu, göf- ugu takmarki. Heill sé hverjum þeim manni, sem lýsir í myrkrunum, bætir meinin og eykur dáð og framkvæmdir góðra mála. En það er og verður ósannað mál, að þeir sem það gera, séu meíri lista- menn en hinir. Listin á lögmál, sem er ritað í hugskoti voru og er það í tveim boðorðum. Eyrra boðorðið i því er á þessa leið: Dýrkaðu listina vegna hennar sjálfrar. En annað boðorðið hljóðar svo: Dýrkaðu listin vegna gagnsins sem hún gerir. Hið fyrra ber að gera en hið síðara ekki ó- gert að láta. Eleiri boðorð eru ekki til í því lög- máli; enda er ærið torvelt að halda þessi tvö. Guðmundur Friðjónsson. Úr dagbók ferðamanns. Eftir Helga Pétursson, cand mag. Það er upphaf þessa máls, að ég lagði af stað upp í sveit einn góðan veðurdag í Júlímánuði, til 9

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.