Sunnanfari - 01.04.1898, Page 27

Sunnanfari - 01.04.1898, Page 27
79 hreppstjóri í rellnahreppi og þótti hrátt mikið að honum kveða, sökum ráðdeildar hans og skörungsskapar. Arið 1880 fluttist hann að Hall- ormsstað og gekk að eiga Elisabetu, dóttir Sigurð- ar prófasts Gunnarssonar. Lifir hún enn ásamt 2 börnum þeirra. Bjó hann þar síðan með mikilli rausn til dauðadags, og var jafnan talinn með at- kvæðamestu búmönnum austanlands, bæði að efn- um, framsýni, og framkvæmd, og gat hann þó í því sem öðru engan veginn beitt sér, eða notið sín, eins og hugur hans bauð, vegna heilsubrests þess, er þjáði hann löugum 10 síðustu æfi-ár hans, og dró hann loks til dauða 16. d. maim. 188B. Páll Vigfússon var maður friður sýnum og bú- inn góðum hæfilegleikum og hafði aflað sér fjöl- breyttrar þekkingar, sem hann jók stöðugt jafn- framt því, sem hann gegndi hinum ýmsu störfum er lífsstaða hans lagði honum á herðar. Hann var einlægur ættjarðarvinur og hafði mikinn hug á að efla heill almennings í öllum greinum; var hann því jafnan (ásamt Þorvarði héraðslækni Kjerúlf) í broddi fylkingar í öllum framfaramálum sveitunga sinna og samhéraðsmanna, og mátti að mörgu leyti telja hann einhvern fremsta mann Austfirðingafjórðungs á sinni tíð; kom hann þar á fót nýju blaði (Austra) 1883, og var ritstjóri þess meðan hann lifði. Hann var maður glaðlegur í viðmóti, en þó jafnframt al- varlegur, manna tryggastur og ráðhollastur, hrein- skilinn og stundum all-berorður, stjórnsamur á heim- ili sínu, gestrisinn og höfðinglyndur, og hafði hið mesta yndi af að hjálpa nauðstöddum. Hann naut því trausts og virðingar nær og fjær, enda var hann svo fljótt sem því varð við komið kosinn til að taka þátt í öllum héraða- og sýslumálum og þótti koma hvervetna vel fram, voru tillögur hans jafnan mikils metnar, og þótti mikið skarð fyrir skildi við fráfall hans. Myndin er tekin af honuin veikum á ferðalagi. P. & J. Þorvarður læknir Kjerulf. Því miður hefúr „Sunnanfari“ ekki getað fengið æfiágrip Þorvarðar læknis Kjerúlfs frá þeim manni, er lofað hafði að rita það og var Þorvarði heitn- um kunnugri en flestir aðrir, en það er Sigurður prófastur Gunnarsson í Stykkishólmi. Það æfiágrip, sem hér er látið fylgja mynd- inni, er tekið eftir „Austra11 og er ritað af Skafta ritstjóra Jósefssyni við lát Þorvarðar læknis og voru þeir Skafti nákunnugir. Þorvarður læknir Kjerulf er fæddur á Melum í Pljótsdal 1. apríl 1848 og er í móðurkyn kominn af hinni fjölmennu Melaætt. Móðir Kjerulfs var Anna Jónsdóttir, en afi hans var hinn góðkunui læknir Kjerulf, af ágætri norskri ætt. Þorvarður útskrifaðist úr latínuskólanum með bezta vitnisburði 1871 og af læknaskólanum með 1. einkunn 1874, var settur héraðslæknir í Húna- vatnssýslu 3. sept. 1875, en var veitt 14. læknis- hjerað 14. ág. 1876. Hann var þjóðkjörinn þing- maður Norðurmúlasýslu 1881—91 og var í öllu trúnaðarmaður Austfirðinga. Hann var aðalfor- göngumaður pöntunarfélags Ejótsdælinga, amtsráðs- maður, sýslunefndarmaður, í stjórn búnaðarskólans á Eiðum o. m. fl. og atkvæðamaður í öllum þess- um málum og réttnefndur héraðshöfðingi. Þorvarður Kjerulf gekk fyrst að eiga Karólínu Einarsdóttur, verzlunarmanns í Reykjavik (systur- dóttur frú Sigríðar Magnússon í Cambridge og frú Soffíu, konu séra Sigurðar í Stykkishólmi) en misti hana 11. des. 1883. 1 aunað siun giftist hann 1886 ungfrú Guðríði Ólafsdóttur Hjaltested úr Reykjavík. Sonur Kjerulf af fyrra lijónabandi, Eiríkur, er nú á háskólanum í Kaupmannahöfn við lögfræðisnám. Þorvarður Kjerulf var meðalmaður á hæð og allþrekinn, enda vel sterkur og hörkumaður mikill og vel fýlginn sér, ágætur glímuinaður og hafði gaman af aflraunum. Haun var einn af þeim sem glimdu fyrir kouung á Þingvelli 1874. Þorvarður var mjög vel gáfaður og skarpskygn, enda fórst honum allt nám sitt vel úr hendi. Hann hélt og alla tíð námi sínu vel við og fylgdi ágætlega með tímanum og vísindalegum framfórum í læknisfræði og náttúruvísindum, sem hann hafði mestar mætur á allra vísindagreina. Hann var og góður læknir. En sérstaklega er við brugðið, hve vel honum tók- ust handlækningar, enda hafði hann lagt sérstaka stund á þær erlendis. Engan krafði hann um borg- un fyrir ferðir síuar og læknismeðöl, og af fátæk- um mun hann aldrei hafa þegið peninga fyrir hjálp sína, og voru þessir þeir einu, sem hanu lét ekki sjálfráða um gjaldið. Allra manna var Þorvarður læknir elskulegast- ur heim að sækja og gestrisnastur og yfir höfuð hinn ástúðlegasti í öllu viðmóti, heilráður, góðgjarn, vinfastur, stjórnsamur á heimili og í sveitarmálum, svo að hann mun hafa verið atkvæðamestur maður á Austurlandi á síðustu árum sínum og þó jafn- framt hvers manns hugljúfi. Hann var frjálslyndur

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.