Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 30

Sunnanfari - 01.04.1898, Qupperneq 30
82 Urn liandritabruna hjá Árna Magnússyni 1728. [Bftir bréfi Arna Magnússonar sjálfs til Orms sýslum. Daðasonar systarsonar Ama. Kh. 2. júní 1729]. „Mikilsvirðandi elskulegi náfrændi. Guð láti þetta bréf finna yður í æskilegu vel- standi, sem lengi viðhaldi hjá yður og öllum yðar. Af mínum högum er það að segja, að ég lifi með heilbrigði. Annars kann ég vel að sanna það forna máltæki, að margar verða mannsæfirnar. I fyrra, þegar ég skrifaði yður til, leið mér vel, og var þá næsta fornægður með minn hag. Síðan er þetta upp á fallið: I næstliðna Octobri kom hér eldur upp í litlu óþokkahúsi í staðnum, hver eldur strax færðist í önnur hús, og kunni síðan ekki að slökkvast. Er þar skjótast af að segja, að þessi voðaeldur brendi á nokkuð meir en 4 dægrum nærri hálfan þennan góða stað, og að vísu hans hinn bezta hluta. I bálinu forgengu 5 stórar kirkj- ur, Akademíið ineð öllum residentiis professorum, þar á meðal mitt hús með mörgu fémætu, sem þar inni var. Sér í lagi gengur mértil hjarta sú eyði- legging, sem kom yfir mínar prentuðu bækur, hverjar eð voru bæði margar og góðar, svo að ég ætla langt muni verða til, að jafngott bibliothec í mínu studio muni hér safnast. Ég hafði verið um eða yfir 30 ár að safna þessu, og brann það á einum hálfum tíma alt í ösku. Ég reikna þessar prent- uðu bækur muni mig kostað hafa á milli 5 og 6000 ríxd., og er þeim peningum vel varið, eu vær sjáum ekki þetta fyrirfram. Hér við mátti þó ekki þetta standa. í>ar brann og til ösku hjá mér mik- ið og mart af mínum skrifuðu bókum, alt það ég hafði colligerað de historia literaria Islandiæ, vitis doctiorum Islandiæ, de episcopis Islandiæ, precipué veteribus, um hirðstjóra, lögmenn, poétas og annað þvilíkt óteljanlegt, jafnvel þótt mart af þessu væri ekki fullkomið. JÞór eruð minn vottur að fornu fari með hverri koátgæfni og hve smá- smuglega ég þessu safnaði, en það er nú alt fyrir gíg unnið. Sérdeilis fatalitet er það, að þær mörgu copíur, sem ég á Islandi skrifa lét af gömlum bréfum úr ýmsum landshornum, eru allar eyðilagð- ar, þær sem eldri voru en 1550, að fráteknum þeim copíum, sem ég frá yður fékk hitt árið. Þær eru casu salveraðar. Svo eru og eodem casu sal- veraðar þær copíur, sem ég hafði af kirknabréfum. En hitt alt er orðið að reyk, sem áður er sagt. Af gömlum dönskum, norskum, svenskum docu- mentum og þeirra copíum er óteljandi það, sem ég mist hefi. Man ég og ekki það alt. Eg átti þær beztu copíubækur af fornum íslenzkum bréfum. Item alþingisbækur og máldagabækur, svo vel sem margar aðrar merkilegar undirréttingar um Ísland. Eg átti og, sem vitið, beztu exemplaria af fornra Noregskonga róttarbótum, þeirra nýrri Danakonga fororðningum og annað þvílíkt fleira. Þetta er alt öldungis eyðilagt, og er það, sem mér gengur mest til hjarta, því það verður aldrei aftur fengið mart hvað, hvorki á Islandi né annarstaðar. Svo be- klaga ég þá stórlega mína vanlukku, að það, sem ég svo kostgæfilega samanlesið hafði úr öllum átt- um í þeirri meiningu, að þjóna þar með eftirkom- endunum, skyldi þvílíkan afgang fá........ Mesti partur af því, sem mér var til gleði og gamans, er burtu. Er svo ekki annað til baka en búa sig til góðrar heimferðar og leitast við að gleyma þessum veraldarhégóma, því alt þetta er re vera ekki annað, þegar menn fá stundir að gæta þar að. . . . Nú hversu bagalega sem þetta er orðið, þá vil ég yður þó umbeðið hafa, að þar sem yður kunna i hendur að falla gömul bréf eldri en 1550, að þér þá viljið þau minna vegna uppskrifa láta, jafnvel þótt þér á originalbréfunum auðsýnilega sjáið, að þau mér í höndum verið hafi. Mæli ég þetta helzt til Staðarhólsbrófanna og Skarðsbréfanna, sem nú verða nærri yður, því ég hefi ekki eitt blað salverað af þeim copíum, sem þaðan eru, hvað eð þó var geysimart og mikið. Komi yður og fyrir sjónir gömul bréf eða document dateruð á milli 1550 og 1560, þá bið ég yður og þau út- skrifa láta, nema þór á originalbréfunum sjáið, að óg þessi 10 ára bréf í höndum haft hafi, þá þarf þessa ekki með, því flestar þessar 10 ára copíur eru hjá mér salveraðar, sem áður er á minst. Skyldi og í hendur falla copíubækur af document- um eldri en 1560, þá bið ég og þau gömlu brófin þar úr uppskrifa láta, og senda mér svo árlega svo leugi sem þér spyrjið mig á lífi, og ætla óg aldrei oftar yður um þetta að skrifa, heldur láta það vera generalem petitionem, sem nær svo langt sem hún kann. £>ví hefi ég gleymt, að flestar af mínum íslenzku sagnabókum eru úr fyrskrifuðum eldsloga salveraðar. Svo eru og salveraðar flestar af mínum gömlu góðu íslenzku lögbókum, jafnvel þótt og nokkuð af þessu só undir lok liðið. Því hefi ég og gleymt, að hér var eitt stórt bibliothec ofan á einni kirkju; þar í bland voru geysimörg væn dönsk document og fornar bækur; item ís-

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.