Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 32
84
JÞú komst inn til að kveðja mig,
við kystumst blítt og heitt;
ég bað guð vernda og blessa þig,
því betra’ eg vissi ei neitt;
hérvistar burt af hálum stig,
hvar* heillin gleður eilífLig,
þig hefir líkn hans leitt.
Hvarmadögg þerrar móðir mæt
meður systkinum þín;
ósjálfrátt líka eins eg græt,
augna hvarf skemtan min
og endurlífgun oft ágæt;
innföll þín tít.t mér voru sæt
og sneru vatni í vín.
Þú varst í störfum þínum trúr,
þín lund var hrein og fróm,
í orðum og verkum aldrei klúr,
af öllum fékst góðan dóm;
hugþekkur fram að dauðans dúr,
dagfarið blítt í hita’ og skúr,
mitt yndis æskublóm.**
Af mínum vissi’ eg þróttinn þinn,
þitt var ei lyndið krankt,
ókvíðið brjóst, en orka stinn,
ef eitthvað bar til strangt;
máske síðstur með sveitta kinn
saupstu þann kalda bikarinn,
er huldi þig hafið langt.
Elskurik hátign, alt sem ber,
ei glatar sinni smíð;
andans þó bátar brotni hér
ber þá í höfn um síð;
lífs munu gátur þrotnar þér,
þó að ókátum duld sé mér
ókomin æfitíð.
Bréf uin Skaptáreldimi 1783.
Bréf þetta er hér tekið eftir eiginhandarriti
séra Jóns Jónssonar á Mýrum í Álftaveri, föður
Steingríms biskups; var hann prestur i Yeri í eld-
inum og lengi fyrir og eftir, en síðast í Holti und-
ir Eyjafjöllum, og lézt þar 1813; átti hann Helgu
*) = þangað sem.
**) Hér er eitt erindi felt úr kvæðinu.
Steingrímsdóttur, systur Jóns prófasts, er bezt hefir
ritað um Skaptáreldinn. En kona Björns prests í
Hólmaseli, er hér getur í bréfinu, var Elín Jóns-
dóttir, systir Jóns prests, sem ritar þetta bréf. Elín
dó háöldruð í Laugarnesi hjá Steingrími biskupi
1826. Séra Björn hafði fengið Meðallandsþing 1761
og var þar prestur í eldinum, en flúði þá þaðan og
var um stund Kaldaðarnessprestur, fékk því næst
Hrepphóla, og þar lézt hann 1808, en fæddur var
hann 1736. Eaðir séra Björns var Jón í Höll í
Þverárhlíð (f. 1699, d. 1746) Haldórsson hins yngra
í Höll (f. 1643, d. 1690) Jónssonar á Geitaskarði
(f. 1609, d. 1691) Egilssonar af ætt Einars sýslu-
manns Oddssonar og Gottskálks biskups Nikulás-
sonar. En móðir séra Björns var Valgerður (£1711,
d. 1785) dóttir Björns í Höll (f. 1688, d. 1761)
Gíslasonar, Ásgrímssonar hins sterka, Björnssonar,
Jónssonar, Arnfinnssonar i Bjarnastaðahlíð. Séra
Björn var ákafiega stór vexti, mikilleitur og ramm-
ur að afli, skapstór og stórgerður í öllum háttum;
söngmaður var hann góður og kallaður var hann
stórríkur; manna var hann drambsainastur. Skarð
hafði lengi verið prestssetur í Meðallandi, en um
miðja 18. öld fór það af fyrir sandi og uppblæstri*.
Yarð þá Hólmasel prestsetur; var það í útnorður frá
Steinsmýri, fyrir ofan Steinsmýrarfljót. Tún var
stórt í Hólmaseli, girt görðum og fagurt land um-
hverfis; húsabær var og reisulegur hjá séra Birni,
með 8—10 þilhúsum, og fluttir voru þaðan fjárhlut-
ir á 30 hestum undan eldinum 20. Júní 1783. En
búi séra Björns í Hólmaseli lýsir séra Jón Jónsson
á Lyngum svo í skýrslu frá 12. Ág. 1786: „skal
hann hafa haft þar oftast heima vetur og sumar 12
kýr, 3 naut og ungkindur í viðkomu; frá 50 til 90
ær í kvíum og gelda sauði vel sem því svaraði, en
lömbin flest á heytollum, er þá voru oftast við 70,
c. 20 hesta klifbæra, fyrir utan 2 reiðhesta og stóð-
hross, en 14 til 15 menn“. Séra Björn hafði haft
það til að vera stórveitull, þegar svo bar undir, en
*) 1705, 2. Júní vísiteraði Jón biskup Vidalin Skarðs-
kirkju; hafði kirkjan þáverið hygð fyrir einu ári (1704),
7 stafgólf á lengd (kór 2 stafg., framkirkja 5 stafg.),
fóðraðir bekkir beggja megin um kór og karl-
manna megin um framkirkju, og að nokkru kvenna
megin lika; kór alþiljaður og viða súð á rapti um fram-
kirkju; gamall járnhringur i hurð; kirkjan sterk og köll-
uð mjög vönduð. í visitaziu 1721 er sagt, að „gólfið i
kirkjunni sé alt sandi kafið og sýnist þurfa hreinsunar“,
„veggirnir mjög sandi kafnir“, „mjög trosnaðir og mold-
irnar, þar þeir sjást“. Er þá skipað að endurbyggja
kirkjuna enn (1721) á sama stað og fyrri (Skarði).