Sunnanfari - 01.04.1898, Síða 43

Sunnanfari - 01.04.1898, Síða 43
95 Það lag er fyrst var prentað eftir hann var lagið: „Eyjafjörður11 og hefur það lag flogið víðsvegar um lönd og áunnið höf. þess lof. Arið 1892 koin út á kostnað Sig. Kristjánssonar „Islenzk sönglög" 20 að tölu, er Helgi hafði öll samið. Auk þess eru lög prentuð eftir hann í blöðum á víð og dreif og sömuleiðis á iausum blöðum. Eru mörg þeirra fög- ur og hafa náð hylli alþýðu hér á landi, t. d. „Skarphéðinn í brennunni“ — „Sönglistin“—„Egg- ert Olafsson11 o. fl. Er hægt að fullyrða það, að lög þessi halda nafni Helga lengi á lofti og haus verður getið þegar um íslenzk tónskáld er að ræða á næstu öldurn. Helgi nam einnig erlendis harmoníum og or- gelbyggingu, og árið 1883 fekk hann heiðurspen- ing úr silfri frá iðnaðarsýningunni í Itvík fyrir hið fyrsta Harmoníum-orgel, er hann hafði smiðað. Erá sömu sýningu fekk hann einnig heiðursskjal fyrir uppdrætti af húsum. Arið 1889 hætti Helgi við smíðar og byrjaði verzlun í Rvík, sem hann rekur enn í dag. Tók hann einnig að gefa sig að þilskipaútveg og þil- skipasmíði; bygði hann árið 1893 þilskipið „Stíg- andi“ 14. smál. að stærð. Arið 1895 bygði hann þilskið „Guðrún“ 24 smál, og 1897 þilskipið „Elin“ 30 smál. að rúmmáli. Eyrir viðgerð sina á Spí- talaskipinu frakkneska „St. Paul“, er brotnaði hér við Reykjavík 1898, gat hann sér bezta orðstýr. A þessum síðustu 9 árum hefur hann smíðað 7 brýr yfir ár á suðurlandi. Hinn 27. dag febrúarmán. 1894 sæmdi kon- ungur hann með heiðursmerki dannebrogsmanna. Síðan 1885 hefur Helgi verið slökkviliðsstjóri í Reykjavik og frá því ári einnig i byggingarnefnd og um mörg ár í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur. Helgi er þannig einn með allra nýtustu og beztu | borgurum bæjar vors, og væri óskandi að hans nyti j sem lengst við, bæði sökum þess, og svo hins, að vér getum enn þá fengið mörg og góð, ný islenzk j lög frá honum, enda efast ég ekki um það ef hann brestur ekki heilsu og kraft; og vér eigum þaðan j enn gott í vændum, því maðurinn er starfsmaður mikill og vandvirkur að hverju sem haun gengur. Guðm. Guðmundsson. „Skilaöu, Varus, herskörunum mínum!“* Eftir Guðm. Guðmundsson. I hvelfingu dundi’ er hófu þeir háreystir vígslu-söng; — það voru öll af orgelhljóm ómandi kirkjugöng. — — „Skuggsýnt er, Lofn, i skógarlundum þínum! -------Skilaðu, Varus, herskörunum inínum!“ I brúðarskarti björtu’ hún stóð blómleg við gráturnar; það tindruðu’ í augum yndisblám elskunnar demantar. — —- „Skuggsýnt er, Lofn, o. s. frv. Og ljósin skjálfandi skinu þar á skrautlega brúðkransinn; það var eins og þau óttuðust á honum ljóma sinn. —- — „Skuggsýnt o. s. frv. A loftsvalirnar leit hún upp, — litum hún ekki brá, en eitthvað glampaði annarlegt í augunum hennar þá. — — „Skuggsýnt o. s. frv. I augum tindruðu yndisblám elskunnar demantar; — — hún gaf honum sig og annað alt, nema’ ekki þær gersemar. — — „Skuggsýnt o. s. frv. Það veitti’ honum alt, er átti’ hún sjálf, hið örlagaþrungna „já“. Nú sýndust mér drjúpa demantar þeir dýrustu’ af hennar brá.--- „Skuggsýnt o. s. frv. Að vígslulokum þau leiddust út. — Lofsálma fólkið söng! í kirkjuturninum kvað við hátt kœrleikans líkaböng: — „Skuggsýnt er, Lof’n, í skógarlundum þínum. —------Skilaðu, Varus, herskörunum mínum!“ *) Þetta kvæði var í fyrra haust prentað í „Islandi11, en er þar ekki rétt og þvi endurprentað hér.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.