Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 44

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 44
96 Frá Damnörku. — Til Euglands og Ameríku. Chr. Collin, sem er kennari við háskólann i Kristjaníu í bókmentum og fagwrfræði, ritaði í sum- ar grein í tímaritið „Kringsjá“ um Tamhs Lyche dáinn, skoðanir hans og stefnu, en hana hafði T. L. sjálfur skýrt: hugsjónastefnuna nýju. Greinar- höfundurinn segir, eins og annars er kunnugt, að áhrif heimsmenningarinnar hafi einkum borist Norð- mönnum gegnum Danmörk frá Trakklandi. Telur hann það skaðlegt og segir, að Norðmenn hefðu fremur átt að leita kynnis við heimsmenninguna með heinum viðskiftum við þær þjóðir, sem ensku mæla, Englendinga og Ameríkumenn. Það eru tvær aðalástæður, sem hann færir fyrir þessu. Pyrst sú, að af þeim þjóðum, sem nú bera heimsmenninguna fram, er mál og menning enskumælandi þjóða okkur skyldast. En þó telur hann hina ástæðuna veigameiri, að þessar þjóðir hafi meira lífsþrek, fegurri framtíðarvonir og þar af leiðandi heilbrigðari lífsskoðanir en flestar aðrar; þær eru í uppgangi og á framfaraskeiði, en franska þjóðin á gullöld sfna á bak við sig, er í afturför. Frakkland var um langan aldur höfuðból Evrópu- menningarinnar; það tók við af Italíu. Ogþaðmáað sumu leyti segja að það sé það enn f dag. París- arborg ræður smekk Evrópuþjóðanna að miklu leiti í listum, klæðabúnaði, o. s. frv. En á síðustu tímum hafa Frakkar farið halloka í samkepninni. Og nú þykjast menn sjá fyrir, að Frakkland muni ekki til langframa geta haldið stöðu sinni sem stórveldi. Sú skoðun hefur fest rætur hjá mörgum vitrustu mönnum meðal Frakka sjálfra. Því eru lífsskoðanirnar myrkari, og með þessu marki er brent megnið af bókmentum Frakka á síðustu tímuni. Það sem greinarhöfundurinn segir að verið hafi kjarninn í starfi Tambs Lyche hjá Norðrnönn- um, var að snúa hugum þeirra til hins enska menta- heims. Hinar björtu lifsskoðanir, sem yfirleitt eru ríkjandi í bókmentum Englendingá og Ameríku- manna, skoðaði hann sem eitt af því, er bæri vott um lífsþrek og framfaraþrótt hjá þeim þjóðum. „Maðurinn getur ekki án vonarinnar verið“, sagði hann eins og Carlyle, og sú þjóð, sem trúir á fram- farastríð mannkynsins og væntir góðs af hinum ókomna tíma, hlýtur að standa betur að vigi í lífs- baráttu sinni en hin, sem lítur þangað með von- leysi og vantrú. Hugsjónastefnuna nýjn kallaði T. L. svo af því að hún skyldi ekki vera beint afturhvarf til þeirra hugsjóna, sem ríkja.ndi voru fyr á öldinni, né heldur beinn mótstraumur gegn virkileikatrú síðari tima; hún átti að byggja á reynsluvísindum nútím- ans og dómum þeirra um eldri hugmyndir manna og benda þaðan fram í tímann á hugsýni sitt. Þetta sagði hann væri stefna ensku og ameríkönsku bókmentanna yfirleitt og hefði verið lengi. Þar blómgaðist hugsjónastefnan jafnframt hinum miklu uppfundningum í verklega átt. Greinarhöf. endar með þessum orðum: „Tambs Lyche er einn af þeim, sem hefur unnið að því, að halda við hinum gömlu, þjóðlegu Englandsferð- um, sem ekki hafa Kaupmannahöfn fyrir millilið. Er það sagt með allri virðingu fyrir þeim áhrifum, sem við höfum orðið fyrir frá bókmentum Dana, bæði skáldskap og þó einkum vísindum. Menta- samband vort við Dani má oss þykja vænt um, en þó megum við ekki gleyma því, að það getur líka haft hættu í för með sér. Við verðum um fram alt að reyna að halda við beinu sambandi við hin stóru mentalönd og þá um fram alt hinn ensku- mælandi heim“. Hér hefur ekki verið rúm til að þýða greinina i heild sinni; að eins hafa einstaka setningar, sem aðaláherzlan hefur legið á, verið lauslega gripnar innan úr henni. En það sem hér er sagt Norð- mönnum, á ekki síður við hér á landi, heldur jafn- vel miklu fremur. Því auðvitað eru kynni Norð- manna af aðalmenningarstraumum nútímans miklu nánari og víðtækari en kynni Islendinga af þeim, sem svo gott sem eingöngu eru bundnir við Dani og fá nær engin andleg áhrif annarstaðar frá en úr þeirri átt, eins og hlýtur að vera meðan allir íslendingar, sem sækja mentun sina út úr landinu, lenda á háskólanum í Kaupmannahöfn. íslenzkir söngmenn. „8unnanfari“ heldur á- fram að flytja myndir af islenzkum söngmönnum, eða þeim, sem stutt hafa hér á landi að útbreiðslu sönglistarinnar, en menn eru beðnir að afsaka, að greinin, sem átti að fylgja þeim myndum i heild sinni, gat ekki komið í þessum árgangi.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.