Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 3

Öldin - 01.01.1894, Blaðsíða 3
ÖLDIN. v. SLÉTTU-ELDRUINN. Grand o’n að lágri lofts nið’r úr rjáfri Hanga nú reyksótug hanstnætur-ský, Átt hver er afgirt, útsýnis-haf bvrgt Brennu-mökks gljáandi eirmúram í. Bifrastir blika bálflóðsins kvika Sléttuna læstar í ljósbaug í kring ; Brennan að bæjum, bithaga, slæjum Þrengir sinn skínandi skjaldborgar-hring. Byljirnir feykja, báitungur sleikja Hvassar og langar og land skafa svart; Grænskógur snarkar, gamallar bjarkar Lýsir sem eyviti eldlauflð bjart. Biksvartra búa bálinu snúa Dreifðar sem flótta-lið fylkingar mót; Hlífðarlaust erja, heimilin verja ; Þoka’ ekki cld-drómans harð-íjötri hót. Lof só þó Loga ! lof þeim, sem voga Tendra’ hann sem Ijóðskáldið lýðlivöt við rím. Iíátt þarf’ að funa, hart varð að bruna, Svo brynni út sinan og liaustnótt og hrím. Öld vor eldhrædda, útslökkvi-mædda, Hvar mun öll sturlun þín, strit þitt og kíf, Haga og hæðir haustlaust er græðir Vor — svo hvert grasstrá er gróandi líf? Heiði’ yfír hyggju haust-sina liggur — Stingum nú eldi í alt þvilíkt mor ! Hlutverk, að voga hleypa út loga, ICynslóð vor á fyrir komandi vor ! VI. UNDAN GOLUNNI. Vorgolan hérna’ upp á hólinn Hendir sér sprett eftir sprett, Inn milli aspanna smýgur, Yfir þær stiklar hún létt, Másandi fram sér úr runnanum ryður, Rennir sér fótskriðu brekkuna niður. Blómgrösin flöt öll sér fleygja, Fót hennar undir sinn háls beygja lágt. Þau hafa lært, til að lifa, Að lyppast í kring fyrir golunnar mátt. Andlitið fela, að hauðri er hneigt Höfuðið fagra, því bakið er veikt. VII. GRENISKÓGURINN. Þar sem öllum öðrum trjám Of lágt þótti’ að gróa, Undir skugga-holtum hám, Hnept við sorta-flóa, Sprat.tstu, háa, gilda grön, Grænust allra skóga.. Þér heflr víst á vetrum þrátt Verið kalt á fótum, Svell við stálhart, sterkt og blátt Stappa votum rótum, Berja frost úr fagur-lims Fingri’ og liðamótum, Varð þér ekki yndissnautt Útsýnið ? — Við holtin Ginið fúa-fensins autt, Forar-gleypan soltin ; Yíir brekkan graslaus, grett, Gulan teygði’ út skoltinn. Samt þú vóxt og varðst svo há ; Viðir laufl klæddir, Sem þó vóru ofan á Undirhleðslum fæddir, Teygja sig þinn topp að sjá — Teinar veðurmædddir. Þegar náhvít aljörð er, Upp er hríðir rofa, Eik er laufa kalin 7*ver Kræklótt skógar-vofa, Með grein sem .stóra, stífa hönil Stirða’ af kulda-dofa. Alein grær þú gaddinn við, Greniskógar-hlíðin, . Sem þar óhult eigi grið Útlæg sumartíðin. Blcttur lífs á líki fróns, Lands og vetrar prýðin ! Skugga jarðar út úr ung Algræn fyrst þú smýgur,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.