Öldin - 01.11.1895, Side 8

Öldin - 01.11.1895, Side 8
168 ÖLDTN. inum, en ekki nokkru sinni sveigt að missi konungdæmisins. Það er ekki sýnt fram á að drotningin hafi ráðið ríkjum með fyrri manni sínum, Cláudiusi konungi. Miklu fremur má af textanum ætla, að hún með giftingunni hafi fengið upphefð sína alla og tign, en alls ekki að hún sjálf hafi haft ríkisstjórn- arrétt og ekki heldur að seinni maður henn- ar fengi konungsnafnið af því eingöngu, að hann kvongaðist henni. Hinn nýi kon- ungur vorður konungur í fylsta skilningi, rétt eins og dauði bróður hans hefði verið það eina nauðsynlega, til að veita honum völdin. ITann sendir umboðsmenn til Nor- egs og af orðum Rosenkranz að dæma, liafði þessi nýi konungur vald til að full- vissa Hamlet um konungdæmið eftir sinn dag, án þess þá að vita, hvert hann eignað- ist erfingja eða ekki með konu bróður síns, er hann tók sér fyrir konu þrátt, fyrir blóð- skildleikanu. Það var ómögulegt að vofan gerði sjálfsagt ráð fyrir því, að bróður sinn bæri kórónuna að sér (Claudiusi) látnum; ó- mögulegt að Hamlet, ríkiseríinginn, áliti það sjálfsagt; ómögulegt að nokkrir menn í Danmörku, eða í nokkru konungsríki í heimi, gerðu ráð fyrir því, og þess vegna ómögulegt að gera ráð fyrir, að morðið hafi verið framið í þeim tilgangi, sem á- kveðinn er, þeim, að ná konungsvaldi og kvongast ekkju-drottningunni.” Þetta er sumt af því sem dr. Denslow segir um “Hamlet.” Um “Macbeth” segir hann meðal annars: “I “Macbeth” sjáum vér að fram kem- ur alveg samskonar ályktun hjá skozkum fiokksforingja, sem fyrir sigur í smá-orusru hafði áunnið sér nafnbótina Tlrane [ígildi, ætlað, baróns-nafnbótarinnar nú á dögum. Baróns-titillinn er lægsti titillinn, sem get- ur fleytt manni til sætis í lávarðadeild brezka þingsins, t. d.j Afþví, sem sagt, að þessi flokksforingi hafði náð í Thane- nafnbótina, virðist honum sjálfsagt, að hann verði korungur, geti hann ráðið Duncan konung af dögum, þrátt fyrir það, að til voru tveir harðsnúnir konungssynir, Malcolm og Donalbein, fullaldra og við beztu heilsu. Það er ekki gert ráð fyrir neinni kosningu, eða auglýsingu af hálfu herstjórnarinnar, ekki gert ráð fyrir að ríkiserfingjarnir, er virtust vera, þurfi að afsala sér rétti sínum, og ekki gert ráð fyrir að aðals-mennirnir hafl þar nokkuð að segja. í augum frú Macbeth er kon- ungstignin svo gott sem fengin, þegar hún fréttir að Duncan konungur ætlar að gista í húsum hennar. Launvíg er hið eina sem útheimtist til að handfanga kórónuna, enda þótt á milli þeirra er morðið fremja og stólsíns, standi tveir vaskir ríkisftngjar og'báðir viðstaddir, hershöfðinginn Banqao, ekki síður frægur en Macbeth, auk heilla skara af jörlutn og aðalsmönnum. Nú er þess að gæta, að enginn hlutur er íjai'stæðari, eftir lunderniseinkunn og sögu Skota að dæma, en það, að þeir mundu taka konungsmorðingja sinn fyrir kon- ung. Að sýna gestum rausn mikla, sér- staklega næturgestum, er meðfædd, djúpt gróðursett heilög skylda, í brjósti skozkra manna yfir höfuð.......í landi þar sem gestrisni þannig er heilög skylda, þar sem launmorð eru algerlega ókunn, þar er hemjulaus afbiikun að gera ráð fyrir að svívirðilegt morð konungsins að næturlagi eigi sér stað í því skyni að fcsta sér kon- ungsstólinn. Þesskyns ódæðtsverk gætu átt sér stað á norðurströndum Afríku, í suðurhluta Asíu og jafnvel á Italíu. Þau hryðjuverk voru framin á Italíu á þeim tíma, er Lombardiu-menn voru að herja þar, að auðgert var að taka þau sem fyrir- mynd og sníða hin grimdarfullu niðings- verk Macbeths eftir þeim. En að ætla þeim stað á Skotlandi, á nokkru tímabili, það er hið sama og gróðursetja í loftslagi •‘hálandanna” þá tegund og þá myndspill- ingar, sem aldrei var til í nokkurri mynd, ekki einusinni í huga manna á Skotlandi,

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.