Öldin - 01.11.1895, Page 14
174
ÖLDIN.
hefði alt átt heima í Vogi. Önnur stúlkan
hefði vcrið dóttir bóndans. Báturinn hafði
komið úr kaupstað og orðið soint fyrir.
En stúlkurnar, sein voru standandi hyssa á
þessum tiðindum, vildu vita hver systranna
það hefði verið, hvort það hefði verið sú
sem kom hérna í haus.t, svo dæmalaust
falleg stúlka og góð. Ja, þeir vissu það
nú ekki vel. Fyrst minnti annan, að það
hefði verið sú yngri; ,j \, þámundi hinn það
líka að þeim hefði varið sagt það á Spörð-
um. Já, stúlkurnar vissu ekki samt, hvort
það væri stúlkan sem hjerna hefði komið.
Þær vissu ekki hvort hún var yngri eða
eldri, svo þær leituðu til Sveins. Hann
sagði þeim að Elín væri yngri en llagna.
Auðvitað entust þessar fréttir handa fólk-
inu alt kveldið, fram og aftur til skrafs og
skýringa.
Mér þóttu þessar fréttir ekki góðar.
Samt vonaði ég — gat ómiigulega trúað
öðru en þær vöru ósannar. Mér var ó-
mögulegt að skilja í því, að Elín hefði far-
ið sjóveg út í lcaupstað eða til baka um
þetta leiti. Ég hafði skrifað henni fyrir
nokkrum dögum, en elckert svar fengið
enn þá. Ég var h&lf órólegur yfir þessu
öllu.
Næsta dag fréttist að það hefði verið
eldri systirin frá Yogi sem druknað hefði,
en alt óáreiðanlegt með hina mennina.
Þriðja daginn komu nú loks áreiðanlegar
fréttir um skipskaðann. Báturinn hafði
verið frá Brekku, enginn á honum frá Vogi.
Um leið og ég fór norður að Töngum
kom ég að Vogi. Ég hitti svo á að pilt-
arnir voru á sjó, og Kagna hafði farið til
næsta Tbæjar. Elín kom til dyranna. Við
höfðuin bezta næði að tala saman það sem
eftir var af deginum. Hún hafði aldrei
fengið bréfið frá mér. Hún hafði stund-
um ætlað að ímynda fér, að ég væri alveg
hættur að muna eftir sér, þogar ég væri
orðinn eigandi að öllum Skarðsauðn-
um ; en hún hafði æfirilega liætt við ímynd-
unina afcur. Ég sagði henni að hún skyldi
ekki trúa því, að ég væri stórt ríkari en ég
hefði verið. Jú hún var á þvf. Það segðu
allir, að frændi minn hcfði arfleitt ri ig eft-
ir sig. Og ög kannaðist ósköp vel við það,
að bæði hann og aðrir hef'ðu gefið mér
gustukaskepnutililinn. En hann hefðiekki
arfleitt mig að eyrisvirði, mér vitanlega.
Hann mundi heldur ekki hafa getað það,
karlsauðurinn, því ég væri sannfærður um
að hann hefði ekki átt svo mikið sem tví-
evring skuldlausann. Eg sá að þaö gekk
alveg fram af henni, og liún trúði n.ér ekki.
Eftir ofurlitla stund tók hún í báðar
hendurnar á mér og sagði hlæjandí:
“Elskan mín ! Taktu það ckki svo-
leiðis að ég hafi elskað Skarðsauðinn, en
ekki þig sjálfan. Nei, það ert þú sem ég
sleppi aldrei nema ég hætti að vera til um
leið. En fólkið var búið að koma þessari
vitleysu inn í mig, og því varð ég svona
hissa þegar þú sagðir mér, að þú fengir
ekkert af' eigum frænda þíns. Eg trúi því
af þvi þú segir mér það. En ég trúi því
ekki að hann hafi ekki átt tvíeyring fyr en
þú skýrir mér það betur.”
“Þá skal ekki standa á því. elsku Ella
mín,” svaraði ég og hélt svo áfram:
“Þegar móðir mín fór til frænda sál-
uga, gerðist hann íjárhaldsmaður og fj&r-
ráðamaður okkar, fyrir fimm þúsundum
króna. Þá var hann mjög fátækur sjilfur
en eljumaður var hann samt. Þegar móð-
ir mín dó bar mér alt féð. Yextir af þessu
fé eru auðvitað meiri í 18 ár, en uppeldi
mitt kostar og tveggja ára vera móður
minnar sálugu. .~vo þegar ég var 5 ára
gamall fékle ég arf sem nam sömu upphæð
eftii' afa minn sáluga, séra Konráð Þor-
valdsson, fyrrum prest í Hofsþingum. Svo
þrem árum síðar fékk ég arf' eftir Þórarinn
föðurbróður minn, sem nam 8000 krónum.
Af þessum örfum mínum hcfir Skarðsauð-
urinn samanstaðið, þó allir liafi ætlað að
rifna og ganga af göflunum út af því óvið-
jafnanlega góðverki að ég var alinn upp
að Skarði. Frændi minn sjálfur barði mig