Öldin - 01.11.1895, Qupperneq 16

Öldin - 01.11.1895, Qupperneq 16
176 ÖLDIN. löndum hafi stuðlað til að framleiða hraust- ari konur og djúpsærri, en kristindómur- inn enn hafi gert, þ<5 þá hreysti og hyggni megi vitanlega að nolckru leyti þakka frumbýlingsiegum lifnaðarháttum, sífeldum flutningi úr einum stað í annan og styrj- öldum. “En,” segir hann, “þrátt fyrir það get ég ekki annað en álitið að hin austræna mynd kvenna, sem kemur fram í biblíunni hafi haft stórvægileg áhrif til að draga úr náttúrlegri þróun kvenn-andans. Kaþólska kyrkjan viðtók ekki einungis, heldur jók liún stórum þrautir þær, er kvenfólk hafði að stríða við í Asíu-löndum. Afleiðingin varð, að hinar frjálsu, framsýnu, sjálfstæðu dætur germönsku skógarbúanna, nutu sín ekki. Þær þroskuðust ekki, en urðu und- irgefnar og andlegir kriplingar, þangað til þær voru umhverfðar orðnar í hinar hvers- dagslegu, lítilfjörlegu, hlýðnu húsmæður nútíðarinnar-” Jafnframt og hann segir að það væru öfgar, að kenna kristindómin- um um afturför kvenna, segir hann óneit- anlegt að liann eigi ekki alllítinn þátt í þeirri hnignun. Hann andæfir þeirri staðhæfingu. að á öldum heiðninnar hafi kvenfólk staðið lítið ofar þrælum. Sem sönnun fyrir þvi að staða konunnar hafi vorið alt önnur, scgir hann meðal annars: “Það undrast máske sumir, er þeir frétta, aö á þeim dögum var löggjöfin á Islandi Og í Noregi konunni miklu hagfeldari, hvað hjónaband og lög- skilnað snerti, en nokkurntíma síðan þjóð- irnar urðu kristnar. Ilin gömlu lög á Is- landi t. d., sögðu svo fyrir, að ef lögskiln- aður var ger með hjónum (það enda þótt konan væri orsök skilnaðarins) var maður- inn skyldur til að skila heimanmundi kon- unnar óskertum.” Þá var lögskilnaður fá- anlegur ef bæði maðurinn og konan æsktu þess, og lögin í þá daga heimtuðu ekki þá opinberu smán, sem bjónuskilnaði er sam- fara nú á dögum. Ástin var ekki aðalskil- yrði hjúskaparins. Það þótti meir ríða á vinsamlegu samkomulagi, virðing og eftir- læti. I sögunum segir hann að vísu að skýrt só frá eldheitum ástamálum, eins og til dæmis i þættinum af Gunnlögi Orms- tungu og Helgu hinni fögru, en að það sé tiltölulega sjaldan. Það sem er sérstaklega eítirtektavert í fari kvenua í Norðurlanda- sögunum, ér hinn praktiski dugnaður þeirra, og þcirra innilega hluttaka í öllum málum manna þeirra, sona þeirra og bræðra — í kappsmálum til Upphefðar og frama, eða kappsmálum til hefnda og styrjalda. Þær voru mannlegar, starfandi verur fyrst og fremst og þar næst kvenmenn, en á ridd- araöldinni glataðist þessi einkunn þeirra. Sjálfstraustið hvarfogþær urðu kvenmenn fyrst og fremst, og því sjálfstrausti hafa lcopur ekki til fulls náð enn, hvorki í Evr- ópu eða Ameríku, enda gert gys að kröfum þeirra ölluin um virkilegt sjálfstæði. — Þetta er aðaíefnið í ritgerð Boyesens, í fá- um orðum sagt. Alkahols brjálsemi. I hinu merka tímariti “The Brit- ish Medical Journal’, segir, að í 40. árs- skýrslu umboðsmanns stjórnarinnar til að athuga brjálsemi, vitskertra spítala, o. s. frv., komi enn fram nýjar og órækar sann- anir fyrir því, að vínandinn só orsök í eigi all-litlum hluta brjálæðisins. Skýrsla þessi sýnir, að á 5 ára tímanum 1889 til 1893 var alkahol orsökin í brjálun 208 af hverj- um 1,000 karla og 81 af hverjum 1,000 konum, þó ekki yrði því bemlínis umkent. En svo sýnir þessi skýrsla að bein orsök brjálseminnar var víndrykkjan í 256 körl- um og 199 konum af hverjnm 1000. Bein- línis og óbeinlínis er alkaholið þannig or- sök í brjálsemi nærri helming (45.14%) þeirra. karla, sem á spítölunum voru og orsök í brjálsemi rúmlega fjórðu hverrar (27.10%) konu á vitskertra spítala. EENI: S. J. JÓHANNESSON : Þrjú kvæBi. Rafmagn. — SkAldaleyfi. — Svefninn erdáleiðsla. — Snær Snælanb Ljósið í hríðinni. — Ymislegt. Ritstjóri : Eggert Jóiiannsson. Heimskrxngla Prtg. & Publ. Co.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.