Öldin - 01.10.1896, Qupperneq 10

Öldin - 01.10.1896, Qupperneq 10
154 ÖLDIN. þessi: Cubamenn sjálfir, sem eru um 1,- 400,000 talsins, hefðu átt tvo menn á þing- inu, en Spánverjar, sem eru talsins um 160,000, hefðu átt tuttugu og átta fulltrúa í framkvæmdarráðinu! Ekki nóg með þennan umbúnað allan ! Engin lðg frá þessu makalausa Cuba-þingi gátu öðlast lagagildi fyrri en þau höfðu verið sam- þykt á þinginu í Madrid ! Þetta er aðal- innihald hins nafnfræga Abarzuza-frum- varps. Spánverjar guma mikið af þessu frumvarpi, — kalla það sjálfstjórnarfrum- varp og öllum nöfnum mögulegum, nema því eina rétta, sem sé — auðvirðilegustu svikamillu ! Það var eklci stjórnfræðileg svikamilla einungis, sem hér var um að ræða. Spán- arstjóm hafði nokkuð annað á bak við eyrað. Hún átti um tvö hundruð miljóna dollars virði af skuldabréfum dreifðum um þvera og endilanga Norðurálfu. Þessi skuldabréf vitanlega eru hluti afþjóðskuld Spánverja, en af því vextirnir af þeirri upphæð eru greiddir með fénu sem berzt stjórninni frá Cuba, eru þessi skuldabréf til aðgreiningar nefnd “Cuba-skuldabréf.” Það var tilgangur Spánarstjórnar, og bréfa- skifti um það höfðu þegar átt sér stað milli hennar og bankafélaga í Evrópu, að inn- ieysa þessar tvöhundruð miljónir með því að gefa út önnur ný skuldabréf upp á $300 miljónir. Með því móti hefði hún fengið dálítið af peningum í sína tómu fjárhirzlu. Lögin um þessi skuldabréfa- skifti átti að senda hinu fyrirhugaða Cuba- ráði, til staðfestingar, og sem líka hefði fengist vandræðalaust, þar sem stjórnin hefði haft allan fjölda ráðsmanna á sínu bándi. Afieiðingarnar af því hefðu orðið í hæzta máta alvarlegar fyrir Cuba. Ef eyjarmenn skyldu ná því stigi að verða <5- háðir Spáni, sérstakt lýðveldi, yrðu þeir á- byrgðarmenn fvrir þeim 300 miij. doll., þar eð þeir á þingi sínu hefðu staðfest samninginn. En eins og nú stendur, er Spánarstjórn ein í ábyrgðinni. Cubamenn út af fyrir sig eru skuldlausir alveg. Það tók Cubamenn ekki lengi að læra hvaða brögðum þeir voru beittir hér og uppgefn- ir orðnir og það fyrir löngu síðan, að bíða eftir marglofuðuin stjórnarbótum, sligaðir undir óbærilegum sköttum og með alls- herjar gjaldþrot Spánverja yfirvofandi, af- réðu þeir að taka til vopna einu siuni enn og berjast fyrir rétti sínum og frelsi. I því skyni drógu þeir upp fána stríðs og styrjaldar 24. Febrúar 1895, að hætta ekki fyrri en flæmdir væru af Cuba allir Spán- verjar, eða eyjan sjálf að öðrum kosti lögð í eyði og Cubamenn sjálfir orpnir leiri í rústunum. En hér á sú athugasemd við, að friðelskandi Spánverjar allir, hvert held- ur eignamenn eða umkomulausir daglauna- menn, eru æfinlega boðnir og velkomnir og eiga Víst friðsælt lieimkynni undir liin- um frjálsa fána Cubamanna. Því það er stjórnin, en ekki þjóðin á Spáni, sem eyjar- skeggjar eru að berjast við. Ástandið á Cuba þegar þessi síðasta, yfirstandandi styrjöld hófst, var • í stuttu máli þessi. Stjórnarskrá var til, en af al- veg sama bergi brotin og hin nafnfrægu “West India-lög”, með öðrum orðum: allslaus beinagrind, — dauður bókstafur. Undirkonunginum stóð alveg á sama um hvað helzt innihald þeirra var, því hann hafði ótakmarkað vald til að breyta eða nema úr gildi hvaða helzt atriði laganna sem var. Það var látið heita að Cubamenn ær.tu fulltrúa á þingi Spánverja, en kosninga- lögin voru svo hagkvæmlega samin, að búsettir Spánverjar á eyjunni höfðu að heita mátti einveldi á kosningaréttinum. Þó þeir væru ekki tíu talsins á móti hverj- um 90 Cubamönnum, kusu þeir ætíð 7 og stundum 10 þingmenn á móti einum þing- manni er Cubamenn sjálfir gátu komið að. Þar var ekkert frelsi einstaklingsins. Enginn Cubamaður, hvert heldur karl,

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.