Öldin - 01.10.1896, Page 11
ÖLDIN.
155
kona eða barn, raátti stíga út fyrir hús-
dyrnar, nema hann hefði í höndum leyfis-
bréf, er kostaði frá 25 cents til 50 dollars.
Yrði einhverjum á að koma út úr húsi án
þessa leyfisbrófs, var hann óðara hneptur í
fangelsi. Enda beiningamennirnir voru
ekki undanþcgnir þessu gjaldi, þessum
lögum.
Það gat enginn maður verið óhultur
um sjálfan sig. Þó alstaðar ríkti friður,
og allir andvaralausir að gegna 'nversdags-
störfum sínum, voru Cubamenn teknir fast-
ir og hneptir í fangelsi eða reknir úr landi,
Sn þess nokkur kæra væri framborin eða
rannsókn gerð. I Desember 1880 lét Pa-
iavieja hershöfðingi taka fasta 265 menn,
í ýmsum héruðum á éyjunni, og senda til
glæpamanna-bygðar Spánverja á Afríku,
eyjunni á Fernando Po.
Þar var ekkert rit- eða ræðu-frelsi.
Blaðamennirnir Cepeda og Lopes Brinas,
voru gerðir landrækir, af því þeir leyfðu
sér að gera tilraunir til að finna að gerðum
stjórnarinrar. Og Senor Manvel A. Bal-
maseda var dreginn fyrir hershöfðingja-
rétt og dóm í Nóvember 1891, af því hann
í blaði sínu, ,,E1 Criterio Popular”, hafði í
fáum orðum minst á aðfarir sjálfboða-her-
mannanna, er þeir skutu læknaskólastú-
denta í Havana 1871.
Ef Cubamann langaði til að hafa heim-
boð í hú-i sínu, varð hann að fá sérstakt
leyfisbréf, er hann auðvitað þurfti að borga.
Gerði hann það ekki, voru vandræði vís.
Af öllum valdsmannaskaranum á eyj-
unni, fengu Cubamenn ekki að kjósa einn
einasta. Frá hinum æðsta, undirkonung-
inum, niður til hins lægsta, voru þeir allir
kvaddir til starfa af Spánarstjórn og vitan-
lega voru þeir allir vinveittir Spánverjum,
enda Spánverjar allir. Cubamenn komust
það hæzt að verða skrifstofuþjónar og það
ekki nema fáir.
Cubamenn höfðu engin áhrif, ekki
málfrelsi og þá því síður atkvæði, þegar
rætt var um niðurjöfnun skatta, eða um
það, hvernig verja skyldi fénu í sjóði hins
opinbera á eyjunni. 011 þesskyns mál
voru afgreidd á Spáni, — það ómak tekið
af Cubamönnum. Þeir guldu í skatt á
ári liverju frá 20 til 30 miljónir dollars og
af þeirri uppbæð allri fengu þeir einar $700
þúsundir til umbóta á eyjunni, þ. e., til
vegavinnu, fróttaþráðarlagninga, opinberra
bygginga, hafnabóta, vita-bygginga og
viðhalds, heilbrigðis-þarfa, o. s. frv. Það
var satt sagt venjulegast að minna en
helmingi þessarar upphæðar væri varið til
upptaldra starfa og eyjarbúum til gagns.
Og sú litla upphæð fór þá venjulega mest-
megnis í laun hinna ýmsu umsjónarmanna
og nefndarmanna, er þessi störf höfðu á
hendi. Hinu fénu öllu, skatti eyjarmanna,
var varið þannig : Til að borga vöxtu af
stjórnarskuldum Spánverja gengu $12
milj.; til viðhalds og aukningar sjóflota og
landher Spánverja gengu um $7 miij. á ári
hverju; og til að launa undirkonunginn og
allan embættismannaskarann á Cuba Og
annarsstaðar gengu um $8 milj. á ári. Af
þessum $30 milj. skatti á ári fengu Cuba-
menn ekki einn eyri til almennrai- upp-
fræðslu. Hinum sérstöku sveita-félögum
var ætlað að sjá um mentamálin að öllu-
leyti. En þar sem Spánarstjórn tæmdi
allar æðar með sínum álögum, leiddi það
af sjálfu sér að sveitafélögin gátu ekkert
að gert. Þau höfðu engin ráð á að launa
kennurum, og alþýðumentun þar af leið-
andi sat á hakanum algerlega. Það voru
jafnvel ekki til skólahús fyrir fjórða hvert
barn á skólaaldri.
Fyrgreind upphæð skattanna er mikil,
en þó sýnir hún ekki nándarnærri alt það
fé, er Cubamenn máttu láta af hendi rakna
við Spánverja á ári hverju. Hin framtalda
upphæð sýnir að eins það fé, er embættis-
mönnum stjórnarinnar þóknaðist að sýna
innheimt í bókum sínum. En það er á
vitorði manna, að í sumum tilfellum kem-