Öldin - 01.10.1896, Side 12
156
ÖLDIN.
ur ckki þannig til reiknings meir en fjöru-
tíu til fimmtíu dollars af hverjum hundrað
dollars innheimtum ! Afganginurh skifta
embættismennirnir í bróðerni á milli sín,
sem aukagetu! Tollur á varnirigi, sém
keyptur er í öðrum löndum er aðal-tekju-
greinin, og það er kunnugt, að stundum er
ekki skráð í bækur tollheimtumatinanna
nema 40% og tæplega það, af réttri upp ■
hæð varningsins, sem fluttur er til eyjar-
innar. Árið 1887 keyrðu tollsvikin svo fram
úr öllu hófí, að annaðhvort af því hann
vildi sýnast frómur, eða af því hann hefir
þóttst vera afskiftur, óð undirkonungurinn
einn góðan veðurdag inn í tollhúsið í Ha-
vana með herflokk sinn og lét taka fiista
alla toll-þjóna og flytja burtu. En svo var
samt ekki einum einasta þeirra hegnt, —
enda ekki við því að báazt. Aftur árið
1891 voru tollsvik sönnuð á 350 tollþjóna,
háa og Jága, en ekki einum einasta var
hcgnt fyrir! Hefði þeim verið hegnt, var
hætt við að þeir gerðu opinberanir, sem
skaðlegar yrðu háttstandandi höfðingjum í
Madrid; á meðal þeirra er:da ráðgjafar kon-
ungs. Því þessir háu herrar taka sii.n
hluta af þessu stolna fé. Leggi maður
saman þessa tvo tölu-bálka, féð sem greitt
er í sjóð stjórnarinnar, og féð sem þannig
er stólið, verður útkoman að minsta kosti
$50 miljónir. Þó er ekki alt talið enn.
Spánarstjórn neyðir Cubamenn til að kaupa
28 milj. dollars virði af vörum að Spán-
verjum á ári hverju, en sem þeir í öðrum
löndum, sérstaklega í Bandaríkjum, gætu
fengið fyrir alt að fjórðungi minna verð.
Tollurinn á þeim vörum er sniðinn í hag
verkstæðiseigendum á Spáni sem svarar
250 til 600% ! Leggi maður allar þessar
upphæðir saman, auk annara smærri, sem
ekki eru taldar, kemur í Ijós að Cubamenn
auka tekj'ur Spánverja svo nemur að minsta
kosti 55 til 60 milj. dollars á ári.
En svo er stuldur spænskra embættis-
manna á Cuba meiri miklu, en fyr greind
málsatriði benda á. Það er ótalið enn al^
það fé, sem þeir hafa stolið af fénu, sem
bækur þeirra sýna að komist hefir í hend-
ur hins opinbera. Spænskur hershöfðingi,
Pando að nafni, og einn af þjóðþingmönn-
um, flutti ræðu, þar sem hann vék á þetta
mál, á þingi 22. Marz 1890. Eftir að hafa
talið upp ýmsar upphæðir, sem bækurnar
sýndu, en sem hvergi voru til, íórust hon-
um orð á þessa leið: “Sjóðþurðin í reikn-
ingunum yfir landeignir, sem upptækar
hafa verið gerðar, er 14 miljónir dollars;
sjóðþurð skuldabréfa-nófndarinnar er $12
miljónir, og það þó slept sé upphæðinni,
sem Oteiza hefir feðrað. Leggi maður
þessar upphæðir saman við þær, sem ég
hefi áður talið fram, verður útkoman alls
yfir 40 miljónir dollars”, — yfir $40 milj.
stolið!
Þetta er lítið sýnishorn af fárra ára ó-
stjórn Spánverja á Cuba! Þó var ekki all-
ur þjófnaðurinn framtalinn í þessari ræðu á
þingi. Það komst síðar upp að Oteiza-
þjófnaðurinn skifti mörgum miljónum
dollars.
Framanrituð grein er ekki nema óná-
kvæm höfuð-atriði í raunasögu Cubamanna.
Sú saga öll er nægilegt efni í stóra bók.
En það er nóg til að gefa lesaranum hug-
mynd um óstjórn Spánverja. Hafa Cuba-
menn ekki ástæðu til að grípa til vopna,
grípa til allra meðala, sem fáanleg eru, til
að reyna að slíta af sér hlekkina, — brjóta
af sér þetta óbærilega harðstjórnar-ok ?