Öldin - 01.10.1896, Síða 15
ÖLDIN.
159
áram og stór verðlaun verið boðin þeim,
sem kæmi með fullkomnastan, ferðmest-
an og undireins einfaldastan vagn. Hefir
þetta leitt til þess að uppfinnendur og véla-
smiðir hafa lagt alt kapp á að breyta vél-
um og vagni og endurbæta á allan h'.tt.
Sem sagt er það rétt nýlega að menn fóru
að gefa sig við þessari uppflndingu, en þó
svo sé, gengur þegar í upphafl svo vel að
hagnýta vagnana, að margir hafa spið því,
að innan skamms muni þeir útrýma hest-
unum af þjóðbrautum landsins, einkum í
þéttbygðum héruðum og þar sem akvegir
eru góðir. Sú tilgáta er nokkuð gífurleg,
enda eru það ekki nema ákafamennirnir,
sem ekki ráða við huganu, sem bera hana
fram. Það sem þeir byggja þá tilgátu á,
er aðal-lega þetta: Hesturinn eldist, þreyt-
ist, þarf endalausa umönnun, hey og hafra
ög hlýtt og gott húsnæði. Brautfarandi
þessi þarf ekki neitt þvílíkt. Sé hann lít-
ill, á borð við lítinn einhestis-vagn, þarf
hann ekki annað eldsneyti en dálítið af
steinolíu og nokkra potta af vatni. Hann
þreytist ekki og sé hann vel smíðaður eld-
ist hann ekki — lætur, ekki ásjá — eins
fijótt eins og hesturinn, og hann er æfinlega
til taks. Ekki þarf annað en kveikja upp,
koma vatninu í suðu-hita og — hann er
ferðbúinn. En svo athuga þcssir ákaflyndu
menn það ekki eins vel, að enn sem komið
er, kosta þessir vagnar svo mikið, að það
er ekki fítæklinga meðfæri að kaupa.
Meðal-verðið er óhætt að segja að sé ekki
fjarri 1,500 dollars, eða ígildi 6—7 hesta
með aktýgjum og vagni, og enn sem kom-
ið er, er þessi smíð ekki komin lengra á
veg en það, að si sem kaupir einn þennan
vagn fyrir 1,000—2,000 dollars, á ekki víst
að hann endist nokkurn tíraa, en miklu
vísara að eitthvað í honum bili, ef til vill á
fyrstu ferðinni. Það er þess vegna lítil
hætta á að þessi uppfinding útboli hestum
úr ílokki ómissandi vinnudýra. En víst
er það skoðun allra, að innan skamms
muni þessi uppfinding takmarka brúkun
hesta í öllum þéttbygðum héruðum, svo
framarlega sem hún reynist eins vel eins og
menn nú ætla, þegar til þrautar skal reynt
og sem lítill efl virðist á.
I tilefni af því að nú nýlega voru þess-
ir gufuknúðu vagnar reyndir á spretti frá
London á Englandi til sjóstaðarins nafn-
kunna: Brighton, á suðurströnd landsins,
flytur “Scientiflc American” stutta ritgerð
um þessa gufuknúðu reið, og er úttdráttur
úr henni á þessa leið:
“Hvað England snertir liefir það ver-
ið gömlum og leiðum lögum að kenna, —
lögum, sem bönnuðu sjálf-knúða vagna á
brautum, nema með þyngsla æki og und-
ur hægri ferð — að Frakkar hafa verið
sem næst einir um að fullkomna þessa
vagna. En nú þegar þau lög eru úr gildi
numin má vænta þess, að þjóð sem gaf
heiminum gufuvagninn og sem heflr átt
svo mikinn þátt í að fullkomna hann, taki
nú einnig sinn fulla þátt í að fullkomna
þessa uppfindingu.
“Þegar vér segjum að þessi tilraun
við sjálf-knúinn vagn sé svo þýðingarmik-
ið atriði í samgöngufæra-sögu Breta, að
næst gangi gufuvagns-uppfindingunni, þá
segjum vér það vitandi að starfsvið sjálf-
knúinna vagna verður takmarkað ogbund-
ið föstum skorðum, ekki síður en er starf-
svið gufuvagnsins. Þar sem starfsvið
gufuvagna endar, þar byrjar starfsvið sjálf-
knúinna vagna. í héruðum þar sem lítil
eða engin von er til-að járnbraut verði
lögð, þar taka þessir vagnar við af járn-
brautalestunum. Við þennan flutning og
til flutninga rnilli smá-þorpa í sveitum,
verður þessi vagn, þegar hann er fenginn
fullkominn, að sumu leyti eins nauðsyn-
legur þáttur í samgöngufærunum eins og
eru járnbrautirnar sjálfar.
“A.ð frádregnu banni laganna, um
sjálfknúinn vagn á þjóðbrautum, er ekki
ólíklegt að uppfinding járnteinanna hafl