Öldin - 01.10.1896, Síða 16
160
ÖLDIN.
yaldið því, að ekki hefir verið hirt um þessa
uppfindingu, sem er um 50 árum eldri en gufu-
vagns uppfindingin. Að gufuvagninn náði
því gildi sem hann hefir, er vitanlega því að
þakka að hinn slétti járnteinn gerði mögulegt
að færa margfaldan þunga, með sama átaki,
sem þurft hefði til að færa lítið æki á venju-
legum þjóðvegi.
‘'En nú hafa menn fundið upp púða-
myndaðar gjarðir á hjólin, eða teigleðurspíp-
ur þandar með lofti, sem koma á hjólröndina
í staðinn fyrir járn-handið. Sú uppfinding
hefir að líkum sömu áhrif á þessa siálfknúðu
brautfarendur, eins og járnhrautarsporið hafði
á gufuvagninn. Þetta loftþanda hjól-band
hefir eytt mótspyrnu-aflinu á góðri þjóðbraut
svo, að tiltölulega, eftir stærð og þunga vagn-
anna, er það á borð við stálhjólið undir gufu-
vagninum, sem veltur eftir slípuðum stál-
teinum.
‘'Eullkomnun sjálfknúinna vagna hefir
það í för með sér, að samtímis verður tekið til
að bæta þjóðvegina. Samtímis og aukinn var
þungi og dráttarafl gufuvagnsins, var járn-
brautarsporið sífelt bætt að sama skapi. Menn
komust fljótt að því, að þeir peningar sem til
þess gengu, gáfu af sér tvöfalt meira fé, af
því gufuvagnarnir þá gátu dregið svo miklu
stærra æki. Sama ástæða verður orsök í
samskonar afleiðingum, að því er þjóðvegi
snertir. Af því leiðir að menn takast í fang
að hafa allar þjóðbrautir svo sléttar og svo
jafnháar sem verður, afnema snögga króka,
skera fram votlendi og hækka hrautirnar í
lægðum öllum, rista sundur hæðir, eða hringa
brautirnar kringum þær, — þangað til braut-
irnar hvervetna, í einu og sama héraði, verða
sem næst jafnháar og jafnsléttar. Ef tilgáta
vor er rétt, og hún er hygð á, að virðist, ekki
ólíklegri reynslu, verkar þannig eitt á annað :
fullkomnun hins sjáfknúða vagns og umbætur
á þjóðvegunum, A þennan háttverður gagn-
ið að vagninum stórkostlega aukið. hvert
heldur er litið á hann sem flutningafæri bónd-
ans með þung æki af afrakstri landsins, eða
sem póst-og bögla-vagn, eða fólksflutninga-
vagn, og þá með svo miklu meiri ferðhraða.
í samanburði við járnbrautar-útbuning allan,
sem kostar ærna fé í upphafinu og stórmikil
framhaldandi útgjöld til viðhalds stálsporinu,
kostar hver einn þessi vagn svo ósköp lítið og
er að auki ekki bundinn við ákveðið spor, en
getur farið jafnt á öllum sléttum brautum.
Af því leiðir að hann verður sérstaklega hag-
kvæmt samgöngufæri í sveitum úti, einkum
þar sem bygð er strjál og héruðin fátæk.
“Hvað snertir notkun þessara vagna í
borgunum, þá eru ástæðurnar alt aðrar. Þar
er ekkert starfsvið látið ónotað. Þar eru
hestavagnar, sporvagnar allskonar, járnbraut-
ir á stólpum yfir strætunum og í göngum und-
ir þeim. Þó virðist að þessir vagnar hafi tæki.
færi einnig þar, einkum af því þeir eru ekki
feldir við ákveðið spor. Þeir geta farið hvar
sem er og vikið sór til hliða einsog hestavagn-
ar, þar sem sporvagninn má til með að fara
beint. Af því leiðir að hann næði fyrirsettu
takmarki fyrri en sporvagninn, með farþegja
sína, otr sé hann jafnstór sporvagninum, ber
hann jafnmarga farþegja. Og eins og spor-
vagninn, eins og hestavagninn, getur hann
numið staðar hvar sem vera vill til að taka
farþegja og skila þeim af sér.
“Frá sjónarmiði heilsu og þæginda hefðu
borgirnar mikinn og margvísleganhagaf sjálf-
knúnum vagni. Hið óbærilega skrölt undan
járnbundnum hófum hesta og hjólum vagna á
steinstrætunum hætti, en í staðinn kæmu hin
þögulu loftþöndu hjól-bönd á sjálfknúna vagn
inum. Um leið losuðust menn þá og við mestan
þann þrekk, er þúsundir hesta á strætunum
æfinlega hljóta að hafa í för með sér.
“Það sem álitlegast er, er það, að tvær
mestu hugvits og smíða-þjóðir heimsins, Atne-
ríka og England, eru nú farnar að gefa þessu
verkefni alvarlegan gaum. Og vór efum það
ekki. að þegar þær alvarlega leggja sig fram,
—þessar þjóðir, sem gáfu heiminum járnbraut-
irnar og gufuskípin — þá tekst þeim áður en
langt líður að framleiða öll “loforðin og alt
aflið”, sem þessu nýja liutninga-færi er til-
einkað.”
EFNI: Fiuei. G. Pieriia: Frelsisbaráttan
á Cuba. — Tolstoi : Alit hans á
nútíðar skáldunum. — Bi'autfar-
andinn.
Ritstjóri : Egoert JóiiANNseoN.
Heimskringla Prtg. & Publ. Co.