Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Side 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961
3
Mr. og Mrs. S. A. Thorarinson
227 Handsart Blvd., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Oliver G. Björnson
329 Cordova St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Jón K. Laxaal
Man. Teachers College, Tuxedo, Man.
Mr. og Mrs. J. M. Gilchrist
101 Park Blvd., Tuxedo, Manitoba
Mr. og Mrs. Hugh L. Hannesson
604 Elm St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. James H. Page
10 Roslyn Crescent, Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Ólafur Hallson
Eriksdale, Manitoba
Mr. og Mrs. Björn Eggertsson
Vogar, Manitoba
Mr. og Mrs. L. H. Thorlaksson
4051 Cypress St., Vancouver, B.C.
Consul og Mrs. John F. Sigurdson
1305 W. 48th Ave., Vancouver, B.C.
Mr. og Mrs. Paul Hallson
714 Ellice Ave., Winnipeg, Man.
Mrs. R. Pétursson
742 Waterloo St., Winnipeg, Man.
Miss Margrét Pétursson
742 Waterloo St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Cecil Anderson
409 Beverley St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Guðmundur J. Johnson
109 Garfield St., Winnipeg, Man.
Mr. Marino Briem
Riverton, Manitoba
Mr. og Mrs. Grettir Eggertson
78 Ash St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Björn Björnsson
Box 147, Lundar, Manitoba
Dr. og Mrs. Percy Johnson
Flin Flon, Manitoba
Mr. og Mrs. Kári Byron
Lundar, Manitoba
Dr. og Mrs. P. H. T. Thorlakson
114 Grenfell Blvd., Winnipeg, Man.
Dr. og Mrs. B. T. H. Marteinsson
925 W. Georgia, Vancouver, B.C.
Mr. og Mrs. Leo E. Johnson
20 Burning Bush, Winnipeg, Man.
Rev. og Mrs. V. J. Eylands
686 Banning St., Winnipeg, Man.
Mrs. Thora Valgardsson
1045 Second Ave., Moose Jaw, Sask.
Mrs. Ingibjörg Jónsson
29 Queens Apts., Winnipeg, Man.
Próf. og Mrs. H. Bessason
Ste. 14B Garry Manor, Ft. Garry, Man.
Mr. og Mrs. V. J. Guttormson
Lundar, Manitoba
Mr. og Mrs. John Guttormson
Lundar, Manitoba
Mr. og Mrs. Elman K. Guttormson
156 Marshall Cres., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Björn Johnson
395 Alexander Ave., Winnipeg, Man.
Senator og Mrs. G. S. Thorvaldson
Ottawa, Ontario
Mr. og Mrs. A. G. Eggertson
109 Lamont Blvd., Tuxedo, Man.
Mr. og Mrs. Halldór Sigurdson
526 Arlington St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. J. B. Johnson
Gimli, Manitoba
Mrs. Ella Sigurdson
Gimli, Manitoba
Mr. og Mrs. Eric Stefanson
Gimli, Manitoba
Mrs. Kristín Thorsteinsson
74 First Ave., Gimli, Manitoba
Mr. og Mrs. Th. Gíslason
Oak Point, Manitoba
Mr. og Mrs. L. Danielson
Lundar, Manitoba
Dr. og Mrs. L. A. Sigurdson
1246 Wolseley Ave., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. J. M. Ingimundson
632 Simcoe St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. E. I. Swanbergson
Box 608, Atikokan, Ontario
Mr. og Mrs. A. F. Kristjánsson
1824 Assiniboine Ave. Winnipeg ,Man.
Dr. og Mrs. H. F. Thorlakson
5143 Latimer Place, Seattle, Wash.
The Bardals of Vancouver
Vancouver, B.C.
Mr. og Mrs. J. W. Árnason
Gimli, Manitoba
Mr. og Mrs. T. K. Árnason
Gimli, Manitoba
Mr. og Mrs. S. O. Bjerring
322 Borebank St., Winnipeg, Man.
Dr. George Johnson
299 Waverley St., Winnipeg, Man.
First Lutheran Church
Victor and Sargent, Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. Erling Bjarnason
2780 E. Broadway, Vancouver, B.C.
Dr. og Mrs. T. Kenneth Thorlakson
309 Montrose St., Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. W. Kristjánson
499 Camden Place, Winnipeg, Man.
Mr. og Mrs. S. O. Bjerring
322 Borebank St., Winnipeg, Man.
Mrs. Steinunn Inge
Foam Lake, Saskatchewan
Söguleg og kærkomin heimsókn
Eftir Dr. RICHARD BECK,
forseta Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi.
Stór og glæsileg er fylking
hinna mætu og mikilhæfu
fulltrúa heiman um haf, er
ferðast hafa á vegum Þjóð-
ræknisfélagsins um byggðir
vorar beggja megin landa-
mæranna, til fyrirlestrahalds
eða annarra samkomuhalda.
Yrði það langt mál, ef farið
væri út í það að nefna þá alla
með nafni, þótt meir en verð-
ugt væri, en um þá eiga við
orð Þorsteins Erlingssonar:
Það þýðir ekki að þylja
nöfnin tóm,
og þjóðin mun þau annars
staðar finna.
Nöfn þessara góðu og kær-
komnu gesta eru skráð var-
anlega á söguspjöld félags
vors, og í þakklátum hugum
hinna mörgu, sem minnast
enn heimsókna þeirra. Vakn-
ingar þeirra í þjóðræknismál-
unum og annarra hollra
áhrifa af heimsóknum þeirra
hefir og gætt og gætir enn
með mörgum hætti í starf-
semi félagsins og í menning-
arlegum samskiptum íslend-
inga yfir hafið, þótt það verði
eigi nánar rakið að sinni.
Þessari grein er sérstaklega
það hlutverk ætlað að bjóða
innilega velkomin herra Ás-
geir Ásgeirsson, forseta ís-
lands, og virðulega frú hans,
ásamt ágætu föruneyti þeirra,
á slóðir vorar íslendinga hér í
Vesturheimi.
Er þetta fyrsta heimsókn ís-
lenzks þjóðhöfðingja í byggð-
ir vorar, og því að sama skapi
sögulegur viðburður. Hins
vegar er Ásgeir forseti oss ís-
lendingum vestan hafs löngu
að miklu góðu kunnur, bæði
af afspurn og persónulega.
Vil ég í því sambandi taka
upp eftirfarandi ummæli mín
um hann úr grein minni í
Almanaki Ólafs S. Thorgeirs-
sonar (1953), er rituð var í
tilefni af fyrstu kosningu hans
í forsetaembættið:
Forseti Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesiurheimi
„Mörgum íslendingum hér
vestan hafs, er sóttu Alþingis-
hátíðina, mun í fersku minni
virðuleg stjórn hans á því
sögulega hátíðarhaldi og fram-
koma hans öll, er vakti að-
dáun erlendra manna eigi síð-
ur en landa hans. Ýmsir í hópi
Vestur - Islendinga minnast
einnig þakklátlega komu
hans vestur um haf og fyrir-
lestrahalda hans á ýmsum
stöðum árið 1935. Er þeim, er
þetta ritar, einkum minnis-
stætt erindi það um ísland,
sem Ásgeir Ásgeirsson flutti
í Bismarck, Norður-Dakota, á
fjölsóttu ársþingi Kennarafé-
lags ríkisins, og hinar ágætu
viðtökur, sem hann átti þar
að fagna.“
Hefir Ásgeir forseti einnig
margsýnt það, að hann ber
hinn hlýjasta hug til vor ís-
lendinga vestur hér, og kann
vel að meta þjóðræknisbar-
áttu vora og menningarfram-
lag íslendinga hér í álfu. Gild-
ir hið sama um hina ágætu
konu hans. Og margir eru þeir
orðnir Islendingarnir héðan
vestan um hafið, sem notið
hafa fangvíðrar og hjarta-
hlýrrar gestrisni á forseta-
setrinu að Bessastöðum, og
eiga þaðan hlýjar minningar.
Djúpstæður góðhugur Ás-
geirs forseta til vor Vestur-
Islendinga og sambærilegur
skilningur á högum vorum,
sögu og baráttu, kemur einn-
ig víða fram í ræðu og riti.
Vil ég leyfa mér að minna á
ný á eftirfarandi ummæli úr
ávarpi hans til vor, er önd-
vegi skipaði í hinu efnismikla
bindi Eddu Árna Bjarnarson-
ar (1958), er helgað var sér-
staklega oss Islendingum
vestan hafs:
„Fjörðurinn á milli frænda
var lengi fullbreiður til kynn-
isfara, en nú eru mikil um-
skipti orðin, og vart lengra í
tíma að brúa þetta mikla rúm
en áður tók að fara milli
Reykjavíkur og Skálholts.
Þessar nýju aðstæður ættum
vér að notfæra til fulls. Fá-
menn þjóð má ekki við því að
missa neitt sinna barna. Þó
sumir þræðirnir kubbist, má
hinn vígði þáttur ætternis og
menningar ekki slitna.“
Þetta er vel mælt og vitur-
lega, og lýsir ágætlega hugar-
fari þjóðhöfðingja ættlands
vors í vorn garð.
Það er þá einnig fullvst, að
heimsókn Ásgeirs forseta og
forsetafrúarinnar hingað vest-
ur um haf, og sérstaklega
koma þeirra í byggðir vorar,
er eigi aðeins einstæður at-
burður í sögu vorri, heldur
mun sú heimsókn jafnframt
stórum efla ættar- og menn-
ingartengslin milli vor Islend-
inga yfir hafið; glæða oss ís-
lendingum hérlendis ' hollan
þjóðarmetnað í barmi, gleggri
skilning á þjóðernislegum
verðmætum vorum og menn-
ingarlegum, þá væntanlega
einnig vekja oss nýjan áhuga-
eld í þeim efnum og fastan
ásetning í þá átt, að „láta
aldrei fánann falla“, því „fram
til heiðurs stigið er“ þegar um
er að ræða varðveizlu þess,
sem vér höfum fegurst og bezt
að erfðum fengið frá feðrum
vorum og mæðrum.
I þeim anda vil ég, í nafni
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, bjóða forseta Is-
lands, Á s g e i r Ásgeirsson,
heiðursverndara félags vors,
og virðulega frú hans, ásamt
með fríðu föruneyti þeirra,
hjartanlega velkomin. Ekki
hafa aðrir kærkomnari gestir
gist byggðir vorar.