Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1961, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1961 7 STEINDÓR STEINDÓRSSON írá Hlöðum: Bessastaðir er Bessastaðir á Álftanesi nafn, sem kunnugt er hverju ^annsbarni á Islandi. Við iðina á Þingvöllum og ieykjavík standa Bessastaðir Sem Þriðji höfuð- og sögustað- Ur lands vors. Þar er setur orseta Islands og hefir svo Verið frá því fyrst var kjör- mri innlendur þjóðhöfðingi. r er því virðulegast setur, Sem ^okkru sinni hefir verið 1 ^iandi. En auk þess eiga essastaðir mikla sögu og ^erkilega, þótt þar meira gæti a komið situgga en ljóss frá liðn- Um öldum. Hessastaðir liggja á Álfta- esi í suður frá Reykjavík. asa þeir vjg úr höfuðstaðn- m. enda ber þá allhátt yfir iettlendið í kring. Húsin anda á bunguvaxinni hæð í t mju, víðlendu túni, milli Ve§gja sjávarvoga, sem kall- ast tjarnir. Heimreiðin liggur lr löngum hrygg milli vog- f?na, en túnið iðjagrænt aðar hendur. Þegar °r heim á setrið sjálft, verður lrkjan fyrir fyrst húsa og estast þeirra. Hún er úr ið ^10^ smíði hennar ár- 1783, en eigi var því að u ]U lokið fyrr en nær 40 ár- ^m síðar. Hún er því meðal 2tu kirkna á Islandi. Bessa- a®ahirkja er virðulegt hús, m ýkjastór en hrein í snið- m-1 forsetatíð Sveins Björns- b1.llar voru gerðar miklar eytingar á henni hið innra, ® . hún færð í nýtízkuátt br6lra en fyrr var- Ollu þær eytingar nokkrum tvímæl- ^ ■ Síðar að ráðum og undir- s gl ^-sgeirs Ásgeirssonar for- , a hafa verið settir í hana úrU8gar með glermálverkum w Se§u kirkju og kristni, eru ^.u gerð af íslenzkum lista- 0llnum og hin fegurstu. f Austur af kirkjunni er svo grsetagarðurinn. Aðalhúsið, essastaðastofa, en svo var ya iongum kallað fyrrum, St' reiS^ a árunum 1763-1765. 9 að því Magnús Gíslason in ^rna®Ur> er fyrstur Islend- gegndi því embætti. v U hinir síðustu Bessastaða- va ^sruenn í því húsi. Síðar ®essastaðastofa skólahús in aiimnrg ar- f331, hafa því hins11 VeggJa setli^ fulltrúar j , danska konungsvalds á SVe,ndÍ ^ar hafa ungir skóla- iat'nar ®limt viö grísku og 1 °r^ sh°laglettur, farið Um °g Þreytt prófraunir. rj, allmörg ár sat þar Grímur ar °g auðgaði íslenzk- hv 0i<menntir að ódauðlegum set^ Urn' ^g nu situr þar for held ^1US i^euzha lýðveldis, . ur þar ráðstefnur og veit r mottöku °m landið ein essastaðastofa er einungis kvist með háu risi, en Á U.5 1 gegnum húsið þvert. stofae fri hæðinni eru skrif- forsetans, dagstofa og borðsalur, en svefnherbergi á rishæð. Þegar Bessastaðir voru gerðir að forsetagarði, var reistur móttökusalur við stofuna, er hann tengdur henni með undurfögrum blómaskála. Að baki Bessastaðastofu er síðan íbúðarhús ráðsmanns, útihús staðarins og fleiri bygg- ingar. En á Bessastöðum er rekið stórbú með miklum myndarskap. Allur er húsa^ kostur með myndarbrag. Stór hýsi eru þar að vísu engin eftir venjulegum mælikvarða. Hús eru þar óbrotin og íburð- arlaus, en stílhrein og á þeim blær virðuleika og trausts. Víðsýnt er frá Bessastöðum. tignum gista. gestum, fyrsta jarðeign konungsvalds- ins á Islandi. Þegar fram liðu stundir og jarðagóss konungs óx, urðu Bessastaðir kjarni þeirra eigna, og svo kom, að umboðsmenn konungsvalds- ins, hirðstjórar, höfuðsmenn og fógetar þeirra gerðu Bessa- staði að föstu aðsetri sínu. Slíkt var raunar ekki svo und- arlegt. Framan af öldum var langmestur hluti jarðeigna konungs í námunda við Faxa- flóa, og þær eignir gáfu mest- an arð sakir sjósóknar þaðan. Við Bessastaði var skipalægi gott eftir því sem um var að gera á fyrri öldum, og þaðan er tiltölulega stutt til Þing- valla og Skálholts, sem kallast máttu brennideplar þjóðlífs- ins. Svo er talið, að Bessastað ir yrðu fast aðsetur konungs- manna um miðja 14. öld, og gerður til varnar gegn Tyrkj- um, þ. e. sjóræningjum frá Alzír, er þeir rændu á Islandi 1627. En lítilmannlega tókst til um varnaraðgerðir þá, eins og kunnugt er af sögunni. Síð- ar var Skansinn gerður upp að nýju og við haldið um nokkurt skeið. Sjást hans enn greinilegar minjar. Með 19. öldinni hefst nýr þáttur í sögu Bessastaða. Frá því að vera áður virki erlends valds og áhrifa á íslandi, ger- ast þeir nú höfuðvígi íslenzkr- ar tungu og þjóðlegrar menn- ingar, þegar æðsta, og raun- verulega eina menntastofnun landsins, Latínuskólinn, var fluttur þangað frá Reykjavík 1805, og starfaði hann síðan á Bessastöðum til 1846. Um skólann hefir réttilega verið sagt, að hann væri „eitt af Þaðan sést allur hinn víði og fjölbreytilegi fjallahringur, sr umlykur Faxaflóa á þrjá vegu, frá Snæfellsjökli í norð- vestri til yztu fjalla Reykja- ness í suðvestri. Handan Skerjafjarðar blasir höfuð- borgin við með ys sínum og fjölbreytni, en næst auganu eru gróin tún, bugðóttir vogar og víkur, með skerjum og smáhólmum, iðandi af fugla- lífi. En nokkru fjær blómleg býli Álftaness. Til vesturs opnast Faxaflói út til hafs, þar sem sjá má látlausa skipa- ferð, bæði veiðibáta og haf- skipa. Fegurð sólarlagsins við Faxaflóa hefir lengi verið rómuð, en óvíða mun hún þó meiri en þegar horft er frá Bessastöðum. Frá Bessastöð- um má þannig í einu líta fjöl- breytni íslenzks landlags. Land og haf hafa lagzt þar á eitt um að skapa margbreyti- legar myndir, mildi og mikil- leik í senn. Saga Bessastaða er mikil og slungin mörgum þáttum og ólíkum. Eigi vitum vér nú, hvenær þeir voru fyrst byggð- ir, né hver Bessi sá var, sem þeir draga nafn af. Fyrst koma Bessastaðir við sögu, svo að víst sé, á 13. öld. Er Snorri Sturluson þá eigandi þeirra. Dvaldist hann á Bessastöðum um skeið, þegar ófriðvænlegt var í Borgarfirði. Eftir víg Snorra kastaði Hákon kon- ungur eign sinni á Bessastaði sem aðrar eignir hans, og urðu þeir þannig ein hin Bessaslaðir á Álflanesi frá þeim tíma og fram um 1800, er Reykjavík tekur að vaxa fiskur um hrygg voru Bessastaðir aðsetur æðstu valdsmanna konungsvaldsins á íslandi. Ekki mun þjóðin þó hafa hugsað hlýtt til þeirra valdamanna, og fáar eru þær minningar bjartar, sem við Bessastaði eru tengdar á þeim öldum, þótt margt mætra manna sæti þar. Þeir voru allir erlendir menn, fulltrúar erlends valds og samlöguðust lítt íslenzkri þjóð og menningu hennar. Löngum létu þeir sér hag þjóðarinnar í léttu rúmi liggja, en gengu hart eftir sköttum og skyldum til handa konungi og veittu landsetum konungsjarða við Faxaflóa oft þungar búsifjar í köllum og kvöðum. Oft var reynt að draga vald Alþingis undir Bessastaðamenn, og meðal annars að færa þinghaldið í námunda við konungsgarðinn. Þannig fóru hinir illræmdu erfðahyllingareiðar, er kon- ungi var gefið einveldi, fram í Kópavogi í örskotshelgi við Bessastaði, að kalla má. En furðu gegnir það, með hve lítilli reisn kóngsgarður sá var setinn, að ekki skyldi þar vera reistur varanlegur húsakostur fyrr en seint á 18. öld, er ís- lenzkir menn sátu staðinn eins og fyrr getur. Þar eru því litl- ar fornar minjar í mannvirkj- um. Helztar eru rústir af virki úr torfi og grjóti fremst í Bessastaðanesi. Heitir það Skansinn. Var hann fyrst stórveldum ísl. mennta“. Mörgu var áfátt í Bessastaða- skóla, bæði um aðbúnað allan og sjálft skólafyrirkomulagið. En það sem gerði gæfumun þeirrar stofnunar var, að til skólans völdust kennendur, sem voru afburðamenn, bæði um kennslu og vísindastörf. Hæst ber þá þar Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugs- son vegna vísindalegra afreka þeirra, og vafalítið mun mega þakka þeim Sveinbirni og dr. Hallgrími Scheving flestum mönnum fremur viðreisn ís- lenzkrar tungu á fyrri hluta 19. aldar. En til Bessastaða sóttu einnig nemendur, sem gert hafa skólann frægan. Vafalaust hættir mönnum oft til að ofmeta Bessastaðaskóla sem skólastofnun, en læri- sveinar hans, Jónas Hall- grímsson skáld og þeir Fjöln- ismenn allir ásamt mörgum öðrum, hafa varpað þeim ljóma á skóla sinn, sem seint mun fyrnast. Síðustu þrjá tugi 19. aldar eða 1867-1896 bjó eitt höfuð- skáld þjóðarinnar Grímur Thomsen á Bessastöðum. Þar var hann fæddur og þar and- aðist hann í hárri elli. Eftir áratuga dvöl erlendis á yngri árum sínum settist hann að heima á íslandi, keypti æsku- heimili sitt og gerðist þar bóndi. Sat hann staðinn vel, en hitt var þó meira um vert, að þar gafst honum tóm til andlegrar iðju, en á Bessa- stöðum eru ort mörg hin ágæt- ustu kvæða hans, sem standa í fremstu röð þess, sem ort hefir verið á íslenzka tungu. Og skemmtilegt er til þess að vita, að skrifstofa „skáldsins gamla á Bessastöðum“ er nú skrifstofa forseta íslands. Um aldamótin 1900 keypti hinn kunni stjórnmálamaður og framherji íslenzkrar sjálf- stæðisbaráttu, Skúli Thorodd- sen, Bessastaði. Hafði hann þar prentsmiðju og gaf þar út blað sitt, Þjóðviljann, sem um langt skeið var áhrifamikið blað í stjórnmálum landsins. Eftir fráfall Skúla gengu Bessastaðir kaupum og sölum. En þegar ríkisstjóraembættið var stofnað 1941, og sýnt var, að ekki liði á löngu að ís- land yrði lýðveldi, var tekið að svipast um eftir aðseturs- stað fyrir inn innlenda þjóð- höfðingja. Voru Bessastaðir þá tilnefndir meðal annarra staða. En á meðan á þeim bollaleggingum stóð sýndi þá- verandi eigandi Bessastaða, Sigurður Jónasson forstjóri, það fágæta rausnarbragð að gefa ríkinu Bessastaði til for- setaseturs. Var það mál þar með til lykta leitt, og síðan hafizt handa um þær umbætur á húsakosti og jörð, svo að hæfði þjóðhöfðingja landsins. Hefir það tekizt mjög giftusamlega, og er þar sameinað nýtt og gamalt, svo að ekki er brota- löm á. I sögu þjóðar vorrar skipt- ast á ljós og skuggar, sorg og gleði. Óvíða koma þær and- stæður betur í ljós en í sögu Bessastaða og viðhorfi þjóð- arinnar til þeirra. Öldum sam- an leit þjóðin þangað sem höf- uðstöðva kúgunar og erlends valds, sem þjáði og mergsaug þjóðina og hélt henni í efna- legri bóndabeygju. Fá orð létu þá verr í íslenzkum eyr- um en Bessastaðavald og Bessastaðamenn. Síðar verður þar höfuðsetur íslenzkra mennta og þaðan berast nýir straumar þjóðrækni og við- reisnar út um byggðir lands- ins, og þangað leitar blómi ís- lenzkra æskumanna til að afla sér menningar og írama, og munu hinir þó enn fleiri, sem dreymdi um að komast þang- að en fengu sig hvergi hrært. Enn síðar er knúin þar harpa þess skálds, sem íslenzkast hefir kveðið. Og loks nú um nær tvo tugi ára hefir þar verið virðulegastur bólstaður á Islandi, garður forseta hins endurreista lýðveldis. 1 hinni nýju sögu Bessastaða speglast mynd endurreisnar íslenzku þjóðarinnar. Með viðreisn Bessaastaða hefir verið sýnt á táknrænan hátt, hversu þjóðin reis úr ösku sinni líkt og fuglinn Fönix. Og hverju sinni, er Islendingur rennir huga til forsetadæmisins og Bessastaða, er það áminning um að geyma vel f jöregg þjóð- arinnar, frelsi hennar og menningu.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.