Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963
Dr. Valdimar J. Eylands:
Þjóðerni — Bróðerni
Ritstjórar Lögbergs
Frá bls. 1.
árunum 1901—1903. Var hún
fylgjandi jafnaðarmannastefn-
unni.
Vegna afstöðu sinnar til
Magnús Paulson
heimsstyrjaldarinnar v a r ð
Sigurður að hverfa frá Lög-
bergi í september 1914. Tók
þá við ritstjórn fyrrverandi
aðstoðarritstjóri Kristján Sig-
urðsson cand. phil. Kristján
var mjög vel ritfær maður,
sonur Sigurðar hreppstjóra
Gíslasonar Eyjólfssonar á
Kröggólfsstöðum og Valgerðar
Stefán Björnsscn
Ögmundsdóttur frá Bíldsfelli.
Hann var ritstjóri í aðeins
rúmt ár eða til október 1915.
Hann andaðist 1942.
Þótt furðulegt kunni að
þykja var nú Sigurður Júlíus
aftur ráðinn ritstjóri og gengdi
því starfi þar til 1. nóvember
1917. Andstaða hans gagnvart
herskyldunni 1917 varð til
þess, að hann var víst látinn
víkja frá blaðinu. Stofnaði
hann þá skömmu seinna sitt
eigið blað, er hann nefndi
Sigurður Júl. Jóhannsson
Voröld og var það mjög rót-
tækt jafnaðarmannablað og á
því æsingabragur. Kom það út
í þrjú ár. Mikið fjör einkenndi
blaðamennsku Sigurðar. Hann
var hagmæltur vel, barnavin-
ur mesti og var ritstjóri
bamablaðsins Baldursbrá, er
Þjóðræknisfélag Vestur-ís-
lendinga gaf út á árunum
1934—1940. Sigurður dó 1956.
Þegar Sigurður fór frá blað-
Kris+ján Sigurðsson
inu 1917, tók við ritstjórn Jón
Jónsson Bíldfell, sonur Jóns
Ögmundssonar, bónda og
hreppstjóra á Bíldsfelli í
Grafningi í Árnessýslu og
konu hans Þjóðbjargar Ingi-
mundardóttur bónda í Króki
í Grafningi Gíslasonar. Frá því
að Jón kom til Ameríku 18
ára að aldri árið 1888 tók hann
mjög virkan þátt í öllum mál-
um Vestur-Islendinga og
Jón Bildfell
mörgum málum Austur-ís-
lendinga eins og t.d. stofnun
Eimskipafélags íslands. Ekki
sniðgekk Jón deilumál og
kvað töluvert að þeim milli
hans og Sigfúsar Halldórs frá
Höfnum, sem þá var ritstjóri
Heimskringlu, en margir
höfðu gaman af.
Jón Bíldfell lét af ritstjórn
Lögbergs snemma á árinu
1927 og tók þá við henni Einar
Páll Jónsson, sem lengi hafði
verið aðstoðarritstjóri. Er
hann þjóðkunnur maður fyrir
skáldskap sinn og ritstörf.
Einar var fæddur á Háreks-
stöðum í Norður Múlasýslu.
Foreldrar hans voru Jón
Benjamínsson og Anna Jóns-
dóttir. Einar kom til Vestur-
heims 1913 og fékkst lengst af
við blaðamennsku, enda var
hann ritstjóri Lögbergs leng-
ur en nokkur annar, frá 1927
til dauðadags 1959. Einar setti
mikinn bókmenntabrag á Lög-
berg eins og nafni hans fyrr-
um.
Tvisvar hvarf Einar frá
blaðinu um stutt tímabil. Árið
1932—1933 var hann fjarver-
andi og tók þá að sér ritstjórn-
ina Finnur Jónsson, löngum
bóksali í Winnipeg og um
nokkur ár aðstoðarritstjóri
Lögbergs. Hann var sonur
Jóns bónda að Melum í Hrúta-
firði Jónssonar sýslumanns
Jónssonar og konu hans Sigur-
Heimir Thorgrimsson
laugar Jónsdóttur að Helga-
felli í Vatnsdal Ólafssonar.
Aftur lét Einar Páll af rit-
stjórn blaðsins 1934 um
nokkra mánaða skeið. Tók þá
við henni Heimir, sonur séra
Adams Þorgrímssonar og konu
hans Sigrúnar Jónsdóttur.
Heimir kom til þessa lands
tólf ára gamall 1919 og hefur
lengst af fengizt við störf hjá
ríkisstjórn þessa lands. Hann
hefur tekið virkan þátt í
félagsmálum Islendinga og
Skandinava hér í borg.
Um nokkur ár áður en Einar
íngibjörg Jónsson
Páll Jónsson lézt hafði kona
hans Ingibjörg, dóttir Vil-
hjálms Sigurgeirssonar og
Kristínar Helgadóttur Tómas-
sonar, annazt kvennadálk í
blaðinu. Við fráfall manns
síns tók hún nú að sér rit-
stjórn blaðsins. Þegar Lögberg
og Heimskringla voru sam-
einuð fyrir þremur árum var
hún skipaður ritstjóri hins
sameinaða blaðs og er það enn.
Ber þetta hátíðablað vott um
hversu vel hún hefur gengt
Hin fræga orðabók, sem
kennd er við Cleasby, segir að
orðið þjóðerni. sé sama eðlis
og orðin faðerni, móðerni og
bróðerni. Það þýðir að vera
tengdur þjóð sinni, þjóðarlífi
og þjóðarmenning, líkt og vér
erum tengdir föður, móður eða
bróður. Þau sifjatengsl þýða
skyldleika og kærleika. Oss
svipar til þjóðar vorrar eins
og barn tekur að erfð útlit og
eðli foreldra og forfeðra sinna.
Og vér könnumst við þessa
frændsemi við þjóðina með
kærleika og ræktarsemi. Vel
getur verið að einhver finnist
í ættinni sem enginn er ætt-
arlaukur því að illt er í ætt
gjarna. En það skyggir engan
veginn á að frændsemi fjöld-
ans sé góð. Ekki er það talið
fagurt, ef satt er mælt um að
„frændur séu frændum verst-
ir.“ Illu heilli höfum vér þá
hér dvalist, vestan hafs, hvað
sem arði líðanda dags líður,
ef sú yrði yfirskriftin yfir
ævisöguþætti Islendinga vest-
an hafs. Þjóðrækni vor og
þjóðernisvernd er því fyrst og
einkum það að varðveita and-
legu ættartengslin, vinna að
því að frændsemi íslendinga
verði góð frændsemi, að fað-
erni, móðerni og bróðerni
glatist ekki, að þjóðerni vor
íslendinga verði slíkur máttur
í lífi voru, að vér snúum bök-
um saman og berjumst sam-
eiginlega um hvað eina sem
ísland, íslendingar og íslenzkt
þjóðerni má varða. Þannig
fóru forfeður vorir að á sögu-
öldinni. Oft rötuðu þeir í
raunir erlendis. En þótt þeir
ættu við ofurefli að etja, með-
al erlendra þjóða og þjóð-
höfðingja, þá skeði það ósjald-
an að allir viðstaddir íslend-
ingar lögðu líf sín við lausn
eða sæmd samlanda sinna, er
í nauðir rak. íslenzkt dreng-
lyndi var þá í blóma, og þjóð-
ernistilfinningin máttug í
mannraunum.
Á íslandi vaknar ættjarðar-
ást og þjóðernismeðvitund við
stofnun allsherjarríkis. Þjóðin
var dáðrík, og kærleiki til
lands og þjóðar sagði til sín á
ýmsan hátt. Utanferðir voru
tíðar, og ýms kynni af höfð-
ingjum gjörðu íslenzka efnis-
menn enn íslenzkari. Við-
skiftalífið var fjörugt, eftir
aldarhætti þeirra tíða.. Upp
af því þjóðlífi, sem þannig
myndaðist á ættjörð vorri,
uxu upp íslenzkar fornbók-
menntir. Þær voru hinn and-
legi ávöxtur ytri þroska. Um
þær bókmenntir sagði eitt
því erfiða embætti.
Ef einhverja fýsir meiri
upplýsinga um Lögberg og rit-
stjóra þess má benda á það
sem skrifað er um þau mál í
S ö g u Vestur - Islendinga,
fimmta bindi, er út kom í
Reykjavík árið 1953.
sinn fróður maður: „Hinar á-
gætustu bækur í heimi, ritaðar
á elleftu og tólftu öld, voru
ritaðar á lslandi.“ Um þjóðina
sjálfa, sagði norskur rithöf-
undur eitt sinn: „Þegar Har-
aldur konungur stofnsetti ein-
veldi í Noregi, flutti blómi
þjóðarinnar til Islands, sem
varð þá heimkynni norrænna
bókmennta.“ Fjöldamörg um-
mæli góðra og viturra manna,
má tilfæra, frá fyrri og síðari
tímum, þessu til staðfestu.
Þarna stóð vagga íslenzks
þjóðernis. Islenzk tunga, saga,
og skáldskapur voru aflgjafi
og uppeldismeðal þjóðarinnar.
Hið forna íslenzka mál er einn
af hyrningarsteinum heims-
málanna. Það er, sem kunnugt
mun flestum, undirstaða nor-
rænu málanna, veigamikill
þáttur bæði í þýzkri og enskri
tungu, og hefir verið í ættinni
í meira en þrjú þúsund ár, að
því er vitrir menn telja. Þetta
mál les og skrifar hinn um-
komuminnsti vinnumaður á
íslandi, þrátt fyrir alla ann-
marka sem kunna hafa verið
á skólagöngu á bernskuárum
hans, næstum jafnvel, og
stundum betur en hinn lærð-
asti prófessor við Háskóla
þjóðarinnar. íslenzk tunga er
aflstöð þjóðarlífsins. Hún er
hinn fagri og frægi Gullfoss
íslenzkrar þjóðartilveru. Um
hana má segja með réttu það
sem skáldið kveður um Sverri
kóng: „Kórónaður kóngur er
ég, kórónu til grafar ber ég,
hvort sem þeim er það ljúft
eða leitt“. Hún er hvort-
tveggja í senn Hekluglóð og
Golfstraumur þjóðarinnar,
hinn heilagi eldur sem enginn
maður hefir kveikt, og sem
enginn maður mun megnugur
að slökkva til fulls, þótt í
hann sé borin aska og mold.
íslenzka þjóðin lifði löng-
um saklausu og einföldu lífi,
dyggðugu og dáðríku í senn.
Hún átti „falleg gull“, gull-
fögur ljóð, sögur, menning og
mál. Þessi þjóð, með sín sér-
kenni, sitt þjóðerni ólst upp í
einhverju tignarlegasta og
lofttærasta landi sem menn
byggja. Hér menntaðist þjóðin
í háskóla hafs og háfjalla.
Slíkt mótar líf mannanna,
þannig skapast þjóðerni. Þjóð-
erni og bróðerni ættu að hald-
ast í hendur. Það hefir löng-
um verið hugsjón íslendinga,
en hugsjón og veruleiki virð-
ast oft ekki eiga samleið, en
ganga hvert sína götu.
Gullöld Islands varð
skammær, tæp fjögur hundr-
uð ár, þótt landnámstíðin sé
öll talin. Á þessum árum eign-
uðust Islendingar þjóðernis-
legt sparifé, eða andlega inn-
stæðu sem tryggði þjóðina
gegn þjóðernislegu gjaldþroti
um fimm hundruð andleg
hallærisár er fóru í hönd. Það
var gamla sagan um mögru
kýrnar sem lifðu á hinum