Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Page 3

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Page 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 3 feitu, unz iþær voru allar upp- étnar. Þroski gullaldaráranna, undranjóli Norðurlanda, lét að lokum undan erlendri á- sælni. Flokkadráttur íslenzkra höfðingja, eigingirni, úrkynj- un og valdafýkn þeirra sjálfra, gekk í lið með erlendu bralli og braski og ofurseldu ísland og sjálfa sig, útlendri stjórn, áhrifum og kúgun. Hagur ís- lenzku þjóðarinnar stóð því illa um langt skeið, sökum ó- trúmennsku sinna eigin barna. Dagar hennar voru sólarlitlir dagar. Hún eignaðist að vísu nokkra þjóðlega leiðtoga á þessu skeiði, menn sem með áhrifum sínum lýstu sem leiftur um nótt. Þeirra fyrstur og fremmstur mun Eggert Ól- afsson jafnan talinn. Hann var brennheitur ættjarðarvinur, og kraftaskáld sem kveður þjóðernisvitund Islendinga úr álögum. Hinn sviplegi og ó- tímabæri dauði hans gerði hann að einskonar postula og píslarvætti í meðvitund þjóð- arinnar, sem nú tók ástfóstri við hið eina afkvæmi sem hann lét eftir sig: þjóðrækn- ina. Svo koma þeir hver af öðrum, lærisveinar hans og halda hátt á lofti merki hins nýja dags: Bjarni Thoraren- sen, Baldvin Einarsson, Tómas Sæmundsson, Jónas Hall- grímsson og Konráð Gíslason. Þetta eru Vormenn Islands, feður Fjölnis, hins fyrsta og frægasta þjóðræknisrits sem gefið hefir verið út með Is- lendingum. Stefnuskrá Fjölnis fólst einkum í tvöfaldri yfir- lýsingu: 1) íslendingar viljum vér allir vera. 2) Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni. Eggert var oddvitinn, Jónas forsöngvarinn, en Jón Sigurðs- son heil hersveit. Þessir menn voru hinir miklu landlæknar íslenzku þjóðarinnar, sem hjúkruðu að íslenzku þjóðerni og endurfæðing þess. Hug- sjónir og ævistarf þessara manna felast í þessum litlu yfirlætislausu orðum: Þjóð- erni, bróðerni. ☆ Saga vor Vestur-lslendinga er einskonar smámynd af þjóðarsögu heimaþjóðarinnar Vér eigum vora landnámsöld, söguöld, gullöld, sturlungaöld, hnignunartímabil og viðreisn- arbaráttu. Þessi tímabil eru fléttuð saman, svo að tíðum verður vart greint á milli, en þó má sjá þáttaskifti undir yfirborðinu. Blöðin, Lögberg og Heimskringla geyma iþessa sögu á gulnuðum blöðum. Þau eru frumheim Jdirnar, það eina „Safn til sögu“ vorrar, sem vér eigum. Vér höfum átt dugmikla menn í ýmsum stöðum þjóðfélagsins, em- bættismenn, sagnaritara, ljóð- skáld, leirskáld og þjóðrækn- isfrömuði. Flestir voru land- nemarnir ásáttir um það frá upphafi, að oss bæri að vernda íslenzkt þjóðerni hér í lengstu lög, en er á leið, fór bróðernið út um þúfur. Blöðin voru helztu máttarstoðirnar til verndar þjóðerninu, og kirkj- urnar ekki síður. Á hverri viku fluttu þessir aðilar hið prenlaða og hið talaða orð. Síðar komu önnur félagssam- tök, sem höfðu þjóðernismálin sem aðalmál á stefnuskrá sinni, svo sem þjóðræknis- félagið, Jóns Bjarnasonar skóli, Laugardagsskólinn í ís- lenzku fyrir börn, og síðast en ekki sízt Kennarastóllinn í ís- lenzku við Manitoba Háskól- ann, fram á sjónarsviðið. Þrátt fyrir alla þessa viðleitni, og rífleg framlög áhugamanna málum vorum til framgangs, bæði í tíma og reiðu fé, höfum vér verið á stöðugu undan- haldi. Megum vér í því sam- bandi minnast orða Jónasar Hallgrímssonar í „Grasaferð- inni“: „Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrrum átti ég falleg gull, nú er ég búinn að brjóta og týna.“ Er árin liðu varð íslenzk tunga æ meira brotin og bjög- uð á vörum vorum, og er nú ,svo komið að hún er að mestu týnd öllum þorra yngra fólks. Blöðin hafa rýrnað, og hlaupið í eina sæng til þess að halda á sér hita um stund. Kirkjurn- ar eru nú að mestu mállausar, að því er snertir íslenzka tungu. Höfum vér verið vottar að því furðulega fyrirbæri, að margir þeirra sem mest hjala um íslenzkt þjóðerni og við- hald þess vor á meðal, láta sig þessa elztu, og einna helztu þjóðræknisstofnun vora, engu skifta, en leggja á sig króka til þess að skugga þeirra skuli) ekki bera fyrir kirkjudyr. Um kennslu í íslenzku á heimilum vorum er nú ekki að ræða. Á því sviði er Háskólinn einn um hituna, en tiltölulega fátt af ungmennum vorum á þess kost að sitja þar við lærdóms- lyndir, og enn færri hagnýta sér það tækifæri sem þar býðst til að nema fræði feðra sinna. Hvað veldur þessari þróun mála vorra? Lögmál lífsins, segja menn, rás viðburða, söguleg, og þjóðernisleg þróun hérlendis, sem enginn smá hópur manna fær viðreisn veitt. Vel mælt og spaklega, j en hitt dylst þó engum að vér i erum sjálfir að bjóða heim vorri andlegu aldurtilastund. „Elskar hann mig?“ spurðu stúlkurnar spilin, með vissan pilt í huga. Allt var undir því komið að rétta spilið kæmi upp, en undir því var svarið komið: „Ofurheitt, harla lítið, ekki neitt.“ Nálega allt félagslíf Vestur- íslendinga, hefir beinlínis og óbeinlínis verið svar við þeirri spurningu hversu mikils vér metum þjóðerni vort, og að hve miklu leyti vér látum bróðernið ráða gjörðum vor- um. Sagt er að merkur Vestur- Islendingur hafi fyrir mörg- um árum haldið ræðu, þar sem hann ræddi höfuðein- kenni íslendinga, og það, hvernig þeir bregðast við er til átaka kemur um sameigin- legan sóma og nauðsynjamál. „,Þeir bara snúa sér við, aka sér, og taka í nefið,“ sagði hann. Auðvitað er þetta skrípamynd, en í henni felst þó nokkur sannleikur. Ein- staklingshyggjan og fásinnið um allt sem ekki snerti menn sjálfa, persónulega, eða var þeim hagsmunatriði, hefir sannarlega oft komið fram í því að menn hafa snúið baki við, akað sér makindalega og tekið í nefið, til þess að finna Séra V. J. Eyland Dr. Theol. síður lyktina af þeim andlegu réttum sem fram voru bornir, og um var rætt. Elskar þú þennan málstað? Harla lítið, jafnvel ekki neitt. En mesti bölvaldur vor á meðal, og ein aðalorsök þjóð- ernislegrar hnignunar á meðal vor, er sundrungin. sá sami draugur sem mjög reið húsum manna á íslandi á Sturlunga- öldinni, og enn lifir þar í landi við góðan kost. Jón sagnfræð- ingur var engin kreddusál, eða pokaprestur, en hann trúði á erfðasyndina. Hann sagði eitt sinn að sundrungin væri erfðasynd íslendinga. Hún j hefir verið þjóðlífi voru vá- gestur verri en ís og eldur, hallæri og drepsóttir. Forn- menn vorir þekktu þetta mein, ,og kváðu: „Bræður munu berjast og að börnum verða, ógnar hin aldna spá.“ Mattías kannaðist við þennan þjóðar- draug á sinni tíð, og vildi kveða hann niður er hann j mælti: „Sendum út á sextugt djúp, sundurlyndis fjandann.“ Merkur maður á Islandi skrif- ar nýlega um afgreiðslu mik-l ilsvarðandi velferðamáls á fundi í Reykjavík, og gerir grein fyrir úrslitunum, stutt og laggott: „Ekkert gerðist— sundrung.“ Vér Vestur-íslendingar höf- um ekki farið varhluta af þessari grein íslenzkrar skap- gerðar. Oss hefir oft verið legið á hálsi fyrir þrætugirni vora, en vér erum með þessum ósköpum fæddir. Væri ekki svo, gætum vér naumast talist sannir íslendingar! En nú er- um vér orðnir blandaðir og blendnir á ýmsan hátt, og trú- um víst yfirleitt ekki á erfða- syndina. Vér ættum því að hætta að haga oss eins og þeir sem telja hana hafa beygt sig og bugað. Bræður vorir á ætt- jörðinni geta ef til vill veitt sér þann munað að deila um allt milli himins og jarðar; þeir virðast jafnvel hafa dafn- að þrátt fyrir deilurnar, vaxið mjög að höfðatölu, — sem í sjálfu sér er þó samkomulags- vottur, — og færst mjög í aukana að allri ytri velgengni. Er það oss Vestmönnum hið mesta gleði efni. En vegna mannfæðar höfum vér Vestur- Islendingar aldrei þolað að bera þetta mein í barmi, enda er nú svo komið að það hefir næstum gengið af oss þjóð- ernislega dauðum. Á oss hefir sannast átakanlega: „að þung er oft þjóðarbyrðin, og þjóðin máttarveik.11 Hvað skal þá til varnar verða, vorum sóma? Er ekki of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofaní? Nei, það er ekki öll nótt úti enn. Menn minnast sögunnar um Hreiðar heimska, að Nor- egskonungur gaf honum að launum lítinn hólma fyrir trúmennsku sína. Hreiðar vildi strax gera hólmann að tengslum milli Noregs og ís- lands. Vér eigum ennþá nokkra hólma, sem ef rétt á haldið, mættu verða tengsl í milli þess sem var og er, og verða mun. Vér eigum ennþá nokkur virki, sem enn geta staðið um langan aldur, ef vér berum gæfu til að safnast í þeim, og um þau, þeim, og sjálfum oss til varnar gegn áflæði örlaganna. Eitt aðal- virkið er þetta blað, Lögberg- Heimskringla, sem með þessu tölublaði minnist 75 ára af- mælis síns. Þetta blað á skilið stuðning allra góðra manna. Vér ættum að setja rögg á oss, og gefa þessu blaði maklega afmælisgjöf, að minnsta kosti 75 nýja og skilvísa áskrifend- ur. Þetta er hægt, ef menn vilja. Áhugamenn víðsvegar beiti sér fyrir þessu, hver í sinni sveit. Hér má enginn skerast úr leik. Þjóðræknisfélag íslendinga j í Vesturheimi hefir staðið j dyggilega á verði um íslenzk! þjóðræktarmál í fullu fjörutíuj ár, og er vissulega eitt af þeim 1 virkjum sem oss ber að styðja af ráðum og dáð. Innan skamms verður ársþing þessa félags haldið. Minnumst konu Lots. Það fór illa fyrir henni, aumingj- anum, af því að hún starði einungis afturábak, en þorði ekki að horfast í augu við framtíðina. Kennarastóllinn í íslenzku j við Manitoba Háskólann, er óskabarn vort og eftirlæti. Þaðan geta enn komið nýjir Fjölnismenn, fræðimenn og almennir borgarar helgaðir hugsjón stofnendanna. Þessi stofnun þarf að komast inn í meðvitund almennings á með- al vor frekar en verið hefir, þarf að vekja umtal og eftir- tekt, og umfram allt athygli æskulýðsins á meðal vor. Vér, hinir eldri, ættum að gerast öflugir áróðursmenn fyrir þessa stofnun. Þótt vér minnk- um og hverfum, mun hún vaxa. Þá eru kirkjurnar. Ekki er hægt að bera á móti því með .rökum, að kirkjan í ýmsum greinum sínum og deildum, .hefir verið einn „þarfasti þjónninn" í menningarvið- haldi Vestur-lslendinga. Hún á því betra skilið en að henni sé borinn hálmur fyrir hey. Um hana munu menn segja síðar er hún er þögnuð á máli feðranna: Engin veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Enn er tími til að hleypa stoðum undir þá þjóðræknisstarfsemi sem hún vinnur, óbeinlínis. „Kreddur“ hennar eru gæddar krafti, og last hennar lífi og von. Deilur hafa nú lagst niður meðal vor, en doði komið í staðinn. Víngarður íslenzks þjóðernis í Vesturheimi er að falla í órækt, og verður brátt að erlendum matjurtagarði, ef vér ekki spyrnum fótum við. Væri ég landlæknir, hvaddur til að gefa löndum leiðbeiningu og lífsvökva, myndi ég fara í lyfjabúð til Mattíasar, og gefa þeim sem enn unna íslenzkum erfðum á meðal vor þessa forskrift: „Græðum saman mein og mein, Metumst ei við grannann Fellum saman stein við stein Styðjum hverjir annan Plöntum, vökvum rein við rein Ræktin skapar framann Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman.“ Pnintcct tn : BOSTON, LOS ANGELES LONDON Interesting Accurate Complete Infernalional Newi Coverage The Christlan Science Monitor One Norwoy St., Boston 15, Mass. Send your newspaper for the time checked. Enciosed find my check or money order. □ ] yeor $22. □ 6 months $11 Q 3 months $5.50 Nome Address Clty Zone Sfote rs-ií

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.