Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Qupperneq 9
Högberg - Jtetmsfertngla
Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886
11. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 9
Ingibjörg Jónsson:
Útgefendi
Það er enginn leikur að gefa
út blöð á erlendum tungu-
málum í Norður-Ameríku þar
sem öll dagleg viðskipti í
verzlun, stjórnmálum, skólum
og öðru fara fram á ensku;
það er ekki sízt erfitt fyrir ís-
Sigtryggur Jonasson
lendinga, sem eru fámennastir
allra þeirra mörgu þjóðar-
brota sem byggja þetta meg-
inland. Þó hefir þeim tekist
að halda uppi útgáfu íslenzkra
blaða svo að segja óslitið frá
því að Framfari var stofnaður
1877 og fram á þennan dag,
en oft var barist í bökkum.
Fyrstu blöðin, Framfari og
Leifur féllu, og oft lá við að
sömu örlög biðu Heimskringlu
og Lögbergs, en þegar mest
hallaðist á urðu' ávalt ein-
hverjir til þess að hlaupa und-
ir bagga og reisa við útgáfuna,
ekki vegna þess að þeir byggj-
ust við persónulegum hagnaði
— þeir vissu fyrirfram að þess
var ekki að vænta — þeir
lögðu á sig áhyggjur, fjár-
framlög og óteljandi fundar-
höld vegna þess að útgáfa ís-
lenzks blaðs var þeim hug-
sjónamál. Þess má og minnast,
ir Löbergs
að margir ritstjóranna studdu
útgáfuna fjárhagslega árum
saman með því að sætta sig
við lægra kaup en almennt
gerist við slík störf. —
Stofnendur Lögbergs voru
Sigtryggur Jónasson, Einar
Árni Friðriksson
Hjörleifsson Kvaran, Bergvin
Jónsson, Ólafur S. Þorgeirs-
íon, Árni Friðriksson og Sig-
irður J. Jóhannesson, og kom
fyrsta tölublað Lögbergs út 14.
'anúar 1888. Var þess getið að
Lögberg væri framhald af
Framfara og Leifi, að útgef-
^ndur Lögbergs hefðu keypt
orentáhöld og útgáfurétt þess-
ara beggja blaða. Auk þess
hefðu þrír þeirra verið hlut-
eigendur í Framfara, þeir Sig-
tryggur Jónasson, Árni Frið-
riksson og Bergvin Jónsson.
Sigtryggur Jónasson mun sá
eini, sem nokkurt fé lagði af
mörkum til að hleypa fyrir-
tækinu af stað, en ritstjórinn,
Einar Hjörleifsson Kvaran og
fyrsti prentari blaðsins, Ólafur
S. Þorgeirsson styrktu fyrir-
fækið með því að leggja til
bess meira eða minna af kaupi
því, er þeim var ætlað.
Vorið 1890 bættust fleiri í
HON. TH08. H. JOHNSON.
hóp útgefandanna og var þá
stofnað hlutafélag með $10.000
höfuðstól, er nefndist Lögberg
Publishing Co. Ltd. Þessir
voru skipaðir í stjórnarnefnd:
Sigtryggur Jónasson,
forseti.
Árni Friðriksson,
vara-forseti.
Jón Ólafsson,
skrifari, féhirðir og ráðs-
maður.
Páll S. Bardal.
Andrés Freeman.
Lögberg var upphaflega 4
blaðsíður, 5 dálka á breidd og
18 þumlungar á lengd, en nú í
byrjun þriðja árgangs síns var
það stækkað um helming, í 8
blaðsíður í sama broti. Aftur
var það stækkað árið 1904 í 6
dálka að breidd og 19 þuml.
að lengd, og voru nú ráðnir að-
stoðar ritstjórar. Útgáfufélag
þetta gaf út blaðið í 20 ár.
Árið 1911 var stofnað nýtt
hlutafélag með $50,000 höfuð-
stól. Hluthafar voru þeir sömu
og áður en nokkrir nýir bætt-
ust við og var félagið nefnt
The Columbia Press Limited.
Ýmsar breitingar höfðu orðið
Ólafur S. Þorgeirsson
á stjórn gamla félagsins á
undanfarandi 20 árum, og tók
þáverandi stjórnarnefnd
gamla félagsins við stjórn í
nýja félaginu, en í henni áttu
sæti:
Jón J. Vopni,
forseti.
Andrés Freeman,
vara-forseti.
J. A. Blondal,
ráðsmaður.
Thomas H. Johnson.
Chr. Ólafsson.
Þetta hefir auðsjáanlega
verið blómaskeið í sögu út-
gefanda Lögbergs. Hið nýja
félag reisti nú fjölhýsi á suð-
austur horninu á William Ave.
og Sherbrook Street, þar sem
gamla prentsmiðjan stóð. Hin
nýja og endurbætta prent-
smiðja var á neðstu hæð en
skrifstofur og íbúðir leigðar
á efri hæðum.
Og enn var blaðið stækkað.
Um leið og þessar breytingar
urðu 1911 var það stækkað í
7 dálka á breidd og 2\Vz
þumlung á lengd. Varð það þá
langstærsta fréttablað á ís-
lenzku. Engin vafi er á því að
þeir menn sem hér áttu hlut
að máli voru stórhuga en fyr-
irhyggjan ekki að sama skapi.
I stað þess að auka kostnað-
inn með útgáfu óiþarflega
stórs blaðs hefði farið betur á
Hjálmar Bergman dómari
því að mynda tryggingarsjóð
fyrir Lögberg.
Árið 1923 seldi félagið
byggingu sína á Sherbrook og
William strætum og reisti sér
aðra á norðaustur horni
Sargent Ave. og Toronto St.
og átti nú Lögberg þar bú-
stað í fjöldamörg ár. Árið
1932 var blaðið aftur minkað
niður í 6 dálka blaðsíður, og
gefur það til kynna að blaðið
hafi ekki farið varhluta af
kreppunni sem ríkti í öllu við-
skiptalífi á þeim árum.
Auk þeirra manna er nú
hafa verið nefndir, áttu sæti í
útgáfunefnd Lögbergs um
lengra og skemmra skeið,
Magnús Paulson, B. T. Björn-
son og Jón J. Bildfell; var
hinn síðastnefndi á mismun-
andi tímum, forseti, ritari og
ráðsmaður.
Árið 1934 varð Friðrik
Stephenson aðaleigandi Col-
umbia Press, en hann hafði
Friðrik Stephenson
verið ritari og gjaldkeri þess
síðan 1927. Og var nú útgáfu-
nefndin þannig skipuð:
Hjálmar A. Bergman, K.C.,
forseti (síðan 1920).
Dr. B. J. Brandson,
vara-forseti.
Friðrik Stephenson,
f ramkvæmdast j ór i.
Edwin F. Stephenson.
H. J. Stephenson.
Dr. B. J. Brandson
Sökum hnignandi heilsu lét
Friðrik Stephenson af stjórn
fyrirtækisins 1937 og fékk það
í hendur Edwin syni sínum.
Columbia Press hafði ekki
náð sér á strik síðan á kreppu-
árunum, enda hafði nú prent-
kostnaður og kaupgjald hækk-
að að miklum mun. f nóvem-
ber 1938 var tekið það ráð að
minka Lögberg niður í þá
stærð sem Lögberg-Heims
kringla er nú, en það bætti
lítið fjárhaginn vegna mikilla
skulda er hlaðist höfðu á
félagið.
Útgáfunefndin lagði á sig
fórnfúst starf í þágu félagsins,
en þeir, sem átt höfðu sæti í
nefndinni árum saman voru
orðnir þreyttir, sem vonlegt
var. Þeir sáu ekki annað fram-
undan en að selja yrði prent-
smiðjuna til að ljúka skuldun-
um og leggja niður útgáfu
blaðsins.
Framhald á bls. 10.
Jón J. Vopni
Edwin F. Stephenson