Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Page 10

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Page 10
10 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1963 Útgefendur Framhald aí bls. 9. Ásmundur P. Jóhannsson í>á komu til skjalana Ás- mundur P. Johannsson og Einar Páll Jónsson og buðust þeir til að ferðast um byggðir Islendinga og kanna hugi manna um, hvort þeir óskuðu að halda áfram útgáfu Lög- bergs og hvort þeir vildu leggja nokkuð á sig í þeim til- gangi. Tilboð þeirra var þegið og fengu þeir svo góðar und- irtektir meðal almennings, að Lögberg var stækkað í sína fyrri stærð 1. janúar 1940 í iþví trausti að nægileg hluta- bréf seldust til rétta við fjár- hag félagsins. Ekki skal orðlengja um öll þau ferðalög og allar þær bréfaskriftir er ofangreindir menn og aðrir lögðu á sig í þeim tilgangi að ná takmark- inu. Hlutabréf voru keypt fyrir $15,750. Eftir að búið var að semja við skuldunauta var smám- saman hægt að greiða skuld- irnar, sem á félaginu hvíldu. A fundi hluthafa, sem hald- inn var 26. maí 1941 til að endurskipuleggja Columbia Press voru þessir kosnir í stjórnarnefnd: Dr. P. H. T. Thorlakson, forseti. Guðmundur F. Jónasson, vara-forseti. Jón J. Swanson, skrifari. Ásmundur P. Johannsson. Árni G. Eggertson. Sökum dauðsfalla og annara ástæðna, tóku síðar sæti í nefndinni: Grettir L. Johann- son, Mrs. B. S. Benson, sem verið hafði bókhaldari félags- ing síðan 1927, Sigtryggur Bjerring, Einar P. Jónsson og Jón S. Gillis. Forstjóri félags- ins varð Jóhann Th. Beck, en hann hafði verið í þjónustu Columbia Press síðan 1922. Hin nýja stjórnarnefnd Columbia Press hafði nú tvennskonar hlutverk: að tryggja útgáfu Lögbergs og að halda áfram rekstri prent- smiðjunnar og tryggja þannig um 20 manns atvinnu. Þetta var ekki auðvelt, því þótt skuldir Columbia Press væru greiddar var lítið sem ekkert rekstrarfé fyrir hendi, þar að auki voru prentvélar og áhöld slitnar og úreltar. Og brátt skall á síðari heimsstyrjöldin, sem hafði í för með vaxandi erfiðleika í prentiðnaðinum eins og mörgum öðrum svið- um. Ýmislegt reyndi stjórnar- nefndin til úrlausnar; lánaði fé til að kaupa betri prent- áhöld; nefndarmenn beindu persónulega eins miklu prent- verki eins og þeir gátu til prentsmiðjunnar, og þegar Guðm. F. Jónasson varð for- seti félagsins keypti hann ásamt fjórum öðrum nefnd- armönnum tvö verzlana tíma- rit — Trade magazines — til prentunnar fyrir Columbia Press. Ríkisstjórn Islands hafði og veitt íslenzku blöðun- um fjárstyrk síðan 1940. Loks var Lögberg minkað á Dr. P. H. T. Thorlakson ný árið 1955. En ekkert dugði. — Svo miklar skuldir höfðu hlaðist á ný á Columbia Press, að til að forðast gjaldþrot, var ákveðið að selja allar eignir félagsins, húseignina, prentáhöldin — alt utan út- gáfurétt Lögbergs og nafn út- gáfufélagsins. — Þegar stjórnarnefnd Col- umbia Press tilkynnti 1. janú- ar 1940 sölu hlutabréfa í félag- inu, sagði hún jafnframt að félagið væri ekki gróðrafélag — að tilgangurinn með sölu hlutabréfanna væri eingöngu til stuðnings útgáfu Lögbergs. Þegar prentsmiðjan var loks seld í marz 1956 var lítið sem ekkert afgangs þegar allar skuldir voru greiddar. Hluta- bréfin urðu því einskisvirði, en með hinum drengilega stuðningi, sem vinir blaðsins létu í té með því að kaupa hlutabréfin, hafði verið hægt að halda blaðinu áfram í und- anfarandi 15 ár, og væntum við, að þeim finnist að því fé, er þeir lögðu þá fram, hafi verið vel varið. Þökk sé þeim fyrir þá drengilegu aðstoð. — Wallingford Press að 303 Kennedy St., Winnipeg, keypti eignir félagsins og annaðist Árni G. Eggertson, sem þá var forseti Columbia Press, sölu- samningana. Undirskilið var að Wallingford Press gæfi sem flestum af starfsfólki Colum- bia Press atvinnu. Samið var um prentun á Lögbergi við Wallingford Press og fékk blaðið skrifstofu hjá því félagi í nóvember 1956. — Prentsmiðjurnar íslenzku voru reknar í þeim tilgangi að greiða hallan á rekstri ís- lenzku blaðanna. Þegar allar skuldir sem hvíldu á Columbia Press voru greiddar var mjög lítið fé afgangs fyrir blaðið. Jafnvel þótt stjórnarnefndar- menn Columbia Press hefðu ákveðið að leggja árlega fé úr eigin vösum til útgáfu blaðs- ins voru framtíðarhorfur Lög- bergs ekki glæsilegar. Rit- stjóri Lögbergs, Einar P. Jóns- son, í samráði við stjórnar- nefndina ákvað nú að leita til almennings um að leggja fram fé í tryggingarsjóð fyrir Lögberg, og gerði hann það bæði í blaði sínu og í ótal mörgum einka bréfum. Eins og gefur að skilja tók það Guðm. F. Jónasson nokkuð á hann að skrifa slík bréf, og árangur þeirra óviss. Það var því ekki lítil hug- hreysting þegar að eitt af Mrs. B. S. Benson fyrstu svörunum sem honum barzt var drengilegt bréf frá konu vestur í California sem hafði inni að halda $1000.00. Við viljum að nafn hennar geymist. Hún heitir Bertha Jones og hefir styrkt margar stofnanir Vestur-Islendinga með höfðinglegum fjárfram- ögum. Með drengilegum fjár- framlögum frá stjórnarnefnd Columbia Press og öðrum vin- um Lögbergs, jafnframt allri mögulegri sparsemi við rekst- ur blaðsins var hægt að halda áfram útgáfu þess. Eins og Dr. P. H. T. Thor- lakson skýrir frá í grein sinni í þessu blaði, var engin þörf útgáfu tveggja íslenzkra blaða í þessari borg. Allt mælti með sameiningu blaðana Heims- kringlu og Lögbergs. Hafði hann gert það að skilyrði þeg- ar hann tók sæti í stjórnar- nefnd Columbia Press, að reynt yrði að sameina blöðin. Eftir því sem tíminn leið varð fleirum þetta Ijóst. Árið 1955 var Þjóðræknisfélaginu falið þetta mál til úrlausnar. Fékk félagið þá Thor Thors sendi- herra, Valdimar Björnsson og Dr. Richard Beck til að koma hingað norður og sitja fundi með útgáfufélögum blaðanna sem ráðgefandi nefnd. Ekki varð þó úr framkvæmdum fyrr en 1959 og kom þá sendi- herrann norður til að vera viðstaddur þann sögulega at- burð og birtist hin snjalla ræða hans í fyrsta tölublaði hins sameinaða blaðs Lög- bergs-Heimskringlu 20. ágúst 1959. Útgáfufélögin Viking Press Ltd. og Columbia Press Ltd. voru leist upp og nýtt útgáfufélag myndað — North American Publishing Co. Ltd. Hluthafar útgáfufélags Lög- bergs-Heimskringlu voru þess- ir: Mr. Arni G. Eggertson, Q.C. forseti. Rev. Philip M. Pétursson, vara-forseti. Mr S. Aleck Thorarinson, ritari. Mr. K. W. Johannson, féhirðir. Dr. Richard Beck. Mr. Grettir Eggertson. Mr. Olafur Hallsson. Mr. Grettir Leo Johannson. Mr. Jón B. Johnson. Jóhann Th. Beck Arni G. Eggertson Mrs. Ingibjörg Jónsson. Mr. Jakob F. Kristjanson. Judge Walter J. Lindal. Miss Margrét Petursson. Mr. Hannes J. Petursson. Mr. S. V. Sigurdson. Dr. Larus A. Sigurdson. Dr. P. H. T. Thorlakson. Hon. G. S. Thorvaldson, Q.C. I framkvæmdanefnd voru þessir kjörnir: Mr. Arni G. Eggertson, Q.C., forseti. Rev. Philip M. Pétursson, vara-forseti. Mr. S. A. Thorarinson, skrifari. Mr. K. W. Johannson, gjaldkeri. Mr. Grettir Eggertson. Dr. P. H. T. Thorlakson. Mr. Grettir Leo Johannson. Hon. G. S. Thorvaldson, Q.C. Mr. Jakob F. Kristjanson. Hannes Pétursson er nú lát- inn að öðru leiti er listi hlut- hafa óbreyttur. Framkvæmdanefndin er nú þannig skipuð: Séra Philip M. Pétursson, forseti. Arni G. Eggertson, fyrv. forseti. Grettir L. Johannson, vara-forseti. S. Aleck Thorarinson, skrifari. K. W. Johannson, gjaldkeri. W. J. Lindal, dómari. Jakob Kristjansson. Þess skal getið og þakkað, að ríkisstjórn íslands hefir nú hækkað fjárframlagið til Lög- bergs-Heimskringlu í sam- ræmi við framlagið til beggja blaðanna áður en krónan féll í verði. Þá nýtur blaðið styrks frá Þjóðræknisfélaginu, Good- templurum og einstaklingum; margir útvega blaðinu nýja kaupendur og aðrir auglýsa í því. Öll þessi aðstoð er blað- inu nauðsynleg til framfæris og er þakksamlega þegin. I þeirri trú að enn eigi ís- lenzkt blað göfugu hlutverki að gegna í Vesturheimi og vin- ir þess muni ekki bregðast því horfa útgefendur og ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu bjart- sýnum augum til framtíðar- innar. NB. f fyrri hluta þessa greinar, er stuðst við grein eftir Dr. R. Beck — „Lögberg fimmtíu ára.“ Séra Philip M. Pétursson

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.