Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Qupperneq 11

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Qupperneq 11
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1963 11 Prof. Haraldur Bessason: ísland og Ameríka í fyrstu órgöngum Lögbergs Eins og greint er frá annars staðar hér í blaðinu, átti sá maður sæti í fyrstu ritstjórn- arnefnd Lögbergs, sem á þeim tímum mátti telja einn af rit- færustu mönnum íslenzku þjóðarinnar, en það var Einar Hjörleifsson. Það hlaut því svo að fara að hann setti nokkurn svip á blaðið, enda reit hann jafnan drjúgan hluta ritstjórn- argreina auk ýmiss annars efnis, sem hér yrði of langt upp að telja. í fyrstu blöðum fyrsta ár- gangs má glöggt sjá, að Lög- bergi var ekki þröngur stakk- ur sniðinn varðandi efnisval, heldur má með sanni segja, að þar sé drepið á flest milli himins og jarðar. Hér hafði verið stofnað til sjálfstæðs rík- is, sem hafði á sér engan hjá- lendubrag. Það yrði löng skrá, ef geta ætti alls þess, sem tek- ið er til umræðu fyrstu árin. Það dylst þó engum, sem blaðar vandlega í þeim ár- göngum, að tvennt var það, sem einkum var efst á baugi. Hið fyrra mætti nefna ísland og Ameríku hið síðara trúmál. Enda þótt torvelt sé að greina milli þessara tveggja þátta, mun ég eingöngu hafa þann fyrr greinda í huga við samn- ingu þessarar greinar. Nútímamenn eiga vafalaust erfitt með að gera sér í hugar- lund, hvílíkur klofningur var á milli austurs og vesturs, að því er íslendinga varðaði, á síðustu áratugum nítjándu aldar, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Ef dæma á eftir blöð- um austan hafs og vestan, má jafnvel segja, að stundum hafi jaðrað við fullkomna óvild. Deilur voru harðaí og oft ó- vægilegar, og hjá því atriði verður ekki sneitt, hversu fegnir sem menn vildu. I fjórða tölublaði Lögbergs 1888 gætir fyrst togstreitunnar yfir hafið, þar sem ræðir um u m m æ 1 i Vestur-íslendings (eða manns, sem dvalizt hafði vestur liér um skeið) í íslands- blöðum. Lögbergi farast svo orð: „Þeim hefur heldur en ekki orðið matur, blöðunum á íslandi, úr þessum vesalings N.N. (nafnbr. mín), þó magur sé. Eftir að sunnlenzku blöðin hafa tekið upp ósannindi hans orð fyrir orð — eins og þau segja hann hafa sagt þau — kom nú Austri rneð þau hing- að vestur til vor með síðasta pósti. Ósannindi frá Ameríku eiga ekki þröngt inngöngu „í þau blöð, þó að ósannindin séu stórskorin og blöðin lítil.“ í næstu tölublöðum er sem frið- samlegar horfi og mjög rætt um það, hversu þeir íslending- ar, sem þegar séu komnir vest- ur, geti sem bezt búið í haginn fyrir þá, sem fýsi að sigla í kjölfarið. Nokkur þungi fylgir þó þeirri áminningu til sveita- stjórna á íslandi, „að þær (sveitastjórnirnar) gerðu rétt- ara í því að senda ekki hingað heilsulaus gamalmenni og munaðarlaust kvenfólk með ungbörn, eins og átti sér stað næstl. sumar“. 1 fjórtánda töiublaði fyrsta árgangs er sem dragi upp ó- friðarbliku á ritstjórnarsíðu Lögbergs, enda sízt að undra. Benedikt Gröndal skáld í Reykjavík hafði þá nýlega rit- að bækling, sem hann nefndi „Um V e s t u r heimsferðir“ Gröndal lagðist mjög eindreg- ið gegn vesturferðum, en í ritlingi hans gætti meir öfga en kaldrar skynsemi. Mátti og búast við slíku úr þeirri átt. Hér gefst ekki tóm til að rekja efni ritlingsins, en mér þykir þó hlýða að nefna eitt atriði, sem olli eigi alllítilli ólgu hér vestra, en það voru orsakirnar, sem Gröndal taldi liggja til þess, að Íslendingar leituðu úr landi. Að hans áliti kom þar einkum tvennt til: 1) „Með- fæddur órói og flakknáttúra, sem íslendingum hefur fylgt frá fornöld11 og 2) „Trúleysi. Þar sem þjófar og lygarar, svikarar og meinsærismenn og alls konar ódrengir, letingjar og flakkarar eru eins margir og hér á landi — þeir eru á- kaflega margir að tiltölu við hina — þar hlýtur trúarleysi að eiga sér allviðunanlegan stað. Þegar menn hafa misst sjónar á öllu góðu og fögru, á dugnaði, frelsi og sjálfstæði — þá er allt á förum“. Lögberg nefnir þessar orsakir ramm- gröndalskar“, og mun slíkt ekki fjarri sanni, og ennfrem- ur segir svo í blaðinu: „Hér getur Gröndal trútt um talað. Hér er hann autoritet, heið- ursmaðurinn. Hann er eins og allir vita gagnkunnugur manni, sem einu sinni á árun- um sveik út peninga með því að ljúga því, að hann væri orð- inn katólskur (og líklega vinna eið að trúarjátningu ka- tólsku kirkjunnar) til þess að geta flakkað suður um Belgíu og Rínardalinn". Fleiri örvar fær Gröndal, og eru þær allar baneitraðar. Heima á Islandi reit Jón Ólafsson gegn ritlingum Grön- dals um vesturferðir (þeir urðu tveir, að ég hygg) og það svo vendilega og kröftuglega, að verðir laganna veifuðu vendi sínum að ritdómaran- um, fundu hann sekan og gerðu honum að greiða sekt- ir. Aðstandendur Lögbergs voru þá ekki seinir á sér, held- ur söfnuðu fé til hjálpar vopnabróður sínum, Jóni Ól- afssyni. Ekki er ég viss um, að Lögberg hefði ftekið að sér að ganga að nokkru fram fyrir skjöldu í þessu máli, hefðu ritstjórar þess verið þess megnugir að sjá inn í fram- tíðina og fá þá vitneskju, að innan fárra ára myndi Jón ólafsson takast á hendur rit- stjórn Heimskringlu og verða harðvítugur andstæðingur Lögbergs, en svona geta örlög- in stundum verið. Benedikt Gröndal varð ekki einn íslendinga til 'þess. að skaprauna Lögbergsmönnum. í fyrstu árgöngunum má sjá, að Þjóðviljinn á ísafirði og ísafold í Reykjavík létu ekki sitt eftir liggja í umræðum varðandi Vesturheimsferðir. í þessu sambandi mætti ef til vill einfalda hlutina nokkuð og segja, að gegn Einari Hjör- leifssyni hafi staðið þeir Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar og aðstandendur Þjóðviljans, þeir alþingismennirnir Skúli Próf. Haraldur Bessason Thoroddsen á ísafirði og séra Sigurður Stefánsson í Vigur við Isafjarðardjúp. Nokkuð bryddir á misklíð í Lögbergi 22. ágúst 1888, en þar er grein- arkorn eftir ritstj., sem nefn- ist „Lygar lsafoldar.“ í Isa- fold hafði því þá nýlega verið haldið fram, að eftir skrifum íslenzku blaðanna í Winnipeg að dæma væru skólar í Vest- urheimi ekki upp á marga fiska og að kennsla í barna- skólum í Kanada væri svo lé- leg, að börn lærðu þar ekkert nema „óknytti og alls konar ósiði“. Um svipað leyti heldur Þjóðviljinn því fram, að danska stjórnin eigi drjúgan þátt í útflutningunum af Is- landi og sé í rauninni lang- öflugasti „útflutningaagent- inn“, en „Lögbergspiltarnir“ í Winnipeg geti ekki þolað að missa þann aðalagent. Svarið frá ritstj. Lögbergs hljóðaði svo: „Menn fara frá Islandi nú fyrst og fremst af náttúrunn- ar völdum, og margir fara þaðan jafnframt vegna þess, að þar gengur allt á tréfótum, af því að hvert einasta opin- bert mál er í ólagi, af því að leiðtogar lýðsins standa í rauninni alveg vitaráðalausir og dettur ekki í hug nokkur skapaður hlutur af viti, sem að minnsta leyti geti bætt úr vandræðunum og dregið landslýðinn upp úr feninu, sem hann er kominn ofan í“. í fertugasta tölublaði fyrsta árgangs birtist kvæðið „Til íslendinga“ eftir S. J. Jóhann- esson einn af útgefendum Lög- bergs. 1 því kvæði er það ó- tvírætt gefið í skyn, að Island sé gjörsamlega heillum horfið, en að „frækorn“ íslenzkrar menningar muni aðeins „þró- ast“ á frjóvgari stað, ef forsjá og manndómur hlynna því að“. 1 öðrum árgangi Lögbergs er mjög rætt um nýfluttan fyrirlestur séra Jóns Bjarna- sonar „Island að blása upp“ (í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu). Enda þótt sá fyrirlestur væri um margt skynsamlega saminn, urðu margir til að andmæla honum á íslandi, m. a. hinn frægi landfræðingur Þorvaldur Thoroddsen og Sæmundur Eyjólfsson. Víst er um það, að mikill hefir upp- blásturinn verið á íslandi á þeim árum, sem hér um ræð- ir, en þó varla eins stórkost- legur og gefið var í skyn í Seattle-blaðinu „Evening Press“ þann 5. ágúst 1889, en þar gat að líta eftirfarandi fréttagrein: „Einmitt um þetta leyti er verið að ræða þá fyr- irætlun að flytja alla íbúa Is- lands, sjö þúsund og fimm hundruð sálir, og koma þeim fyrir í byggilegustu pörtum í Alaska. Sagt er, að margir þeirra séu fúsir á að flytjast þangað, sem loftslag er þægi- legra eða jarðvegur að minnsta kosti frjósamari. Þeir hugsa sér ekki að flytja til Oregon, þar sem allt yrði svo ólíkt því, sem þeir hafa áður vanizt“. Ekki var getið um heimildarmann að þessari fréttagrein. Enn er að geta atriðis, sem ekki er óskylt því, sem nú hefir verið rætt um stund, og dró ekki ómerkilegan dilk á eftir sér. Þann 18. júlí 1888 birtist á ritstjórnarsíðu Lög- bergs „Kvæði frá íslandi“. Ekki vill ritstjórn blaðsins birta nafn höfundar, en lætur þess þó getið, að hann sé einn af ágætustu gáfumönnum á íslandi. Kvæðið, sem fjallar um ísland, er alls ellefu vísur, og hljóða þrjár hinar fyrstu þannig: Volaða land, horsælu hérvistarslóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land. Tröllriðna land, spjallað og sprungið af eldi, spéskorið Ránar af veldi, tröllriðna land. Hraunelda land, hrákasmíð hrynjandi skánar, hordregið örverpi Ránar, hraunelda land. Að minnsta kosti eitt blað heima á Islandi bar það á rit- stjórnarmenn Lögbergs, að þeir hefðu sjálfir soðið kvæðið saman vestur í Winnipeg. Önnur blöð sýndust leggja fullan trúnað á íslenzk heim- kynni, og er dómur Isafoldar allt annað en vægur um þess- ar einstæðu ti'ltektir. Þar er meðal annars eftirfarandi klausa: „Eigi þessi for- smán að vera gaman, þá er það æði grátt gaman, og það fengið í hendur „málgagni", sem hefir það að ætlunarverki að reyna að gera hér landauðn, ef auðið væri. En sé það alvara, þá lýsir það frámunalegri vesalmennsku — vægari orðum er eigi hægt um það að fara. Hugsi höf. að búa sér í haginn með því fyrir vestan haf, ef hann kynni að vilja „fljúga þangað til fylla“, þegar „étið er hvað ætt er“ (síðari tilvitnun er í sjálft kvæðið) hér, þá má hann eiga það víst, að það verður skammgóður vermir, því „leið- ir verða langþurfamenn“, og mannskepnur með þeim hugs- unarhætti, er lýsir sér í níði þessu, þrífast hvergi“. Máli þessu lauk svo, að í Lögbergi birtist yfirlýsing frá söku- dólginum sjálfum, höfundi kvæðisins, sem reyndist vera enginn annar en þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson. Upplýsti séra Matthías, að kvæðið væri úr leikþætti ein- um, sem hann hefði samið og að ritstjórn Lögbers hefði ekki haft heimild til að birta það. Birting var þó ekki bönnuð, að sögn ritstjómar. Ég hefi nú gerzt alllangorð- ur um deilur við heimaþjóð- ina. Fróðlegt væri að vita, hversu sanna mynd þær gefa um almenna afstöðu Vestur- og Austur-íslendinga, hvorra til annarra, í öndverðu. Lík- lega er erfitt að afla slíkrar vitneskju, en þó hlýtur sá grunur að vakna, að blöðin gefi mjög ýkta mynd um fyrr greinda afstöðu, og að ritdeil- unum stóðu aðeins fáir menn — menn, sem voru þekktir af því að hafa dálítið gaman af vopnaburði. Líklega hefir á- standið að einhverju leyti ver- ið líkt og á Sturlungaöld, þeg- ar alþýða manna þráði meir friðinn en höfðingjamir. Síður Lögbergs bera því og sums staðar vitni. Víða er að finna fróðlegar og friðsamlegar greinar og greindarleg bréf leikmanna. Því skyldi og ekki gleymt, að Vestur-íslendingar áttu sér marga ótrauða tals- menn heima á íslandi, m. a. séra Matthías. Það væri og mikil goðgá að halda því fram, að Lögberg væri á móti ís- landi. Það barðist fyrir því, að bágstöddum löndum yrði hjálpað heima og á síðum þess er rætt um fjölda mörg mál, sem íslandi mæltu að gagni koma. Aðstandendur blaðsins höfðu ekki misst sjónar á menningarerfðum sínum, því að þar er mjög rætt um ís- lenzkukennslu vestra stofnun íslenzks æðri skóla hér í landi, ritun sögu Vestur-íslendinga og margt fleira. Þó að stund- um andaði köldu af yfirborð- inu, var hjartahlýjan hið inn- ra. Þetta kemur berlega í ljós í Islandsminni, sem Jón Ólafs- son flutti á fyrsta íslendinga- deginum í Winnipeg 2. ágúst, árið 1890, en þar fórust hon- um meðal annars svo orð: „Skilnaðurinn hefur elft en ekki rýrt ástina til ættjarðar- innar. Og sú er reynsla mín, Framhald á bls. 12.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.