Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Síða 12
12
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963
ísland og Ameríka
Framhald af bls. 11.
að hver maður elskar sitt föð-
urland heitast og innilegast,
iþegar hann á því á bak að
sjá. „Enginn veit, hvað átt
hefur, fyrr en misst hefur“,
segir fornkveðið orð. Hver
sem hefur reynt það að vera
barn og fara úr föðurgarði,
hefur sjálfsagt orðið þess var,
að þegar hann skilur við for-
eldrana, þá finnur hann fyrst
full-ljóst til þess, hve kærir
þeir eru honum.
Og það sem merkilegast er:
Vér, sem höfum yfirgefið ís-
land, trúum ef til vill lang-
sterkast á framtíð þess.“
Skylt er að fara nokkrum
orðum um skrif hinna fyrstu
Lögbergsmanna um það,
hvaða afstöðu fslendingum
beri að taka gagnvart norður-
amerísku þjóðlífi. Það ætla ég,
að þau skrif beri yfirleitt vott
um víðsýni. Fólk er ósjaldan
hvatt til þess að leggja alúð
við enskunámið, en jafnframt
varað við því að hirða ávallt
það, sem sé hendi næst, og því
bent á vandaðar enskunáms-
bækur. Sjálft móðurmálið
verður mönnum og snemma
nokkurt áhyggjuefni. f þriðja
blaði fyrsta árgangs er grein-
in „íslenzkan má ekki deyja
út“. Þar er látið að því liggja,
að hún sé sums staðar að verða
heldur svipljót og að málleys-
ur vaði upi. í fjórða tölublaði
sama árgangs segir svo um
þessi efni: „. . . íslenzkan má
ekki deyja meðal vor eða af-
bakast og verða að hrogna-
máli. Eins og vér höfum tekið
fram, eru engin líkindi til, að
vér fáum löggjafarvaldið til
að vernda hana að neinu leyti.
Og hverjir eiga þá að vernda
hana? íslendingar eiga að
vernda hana sjálfir. Og þeir
geta það með ýmsu móti. f al-
íslenzkum byggðarlögum er
ekkert á móti því, að hún sé
kennd í skólunum. En byggð-
arlögin eiga sjálf að bera
kostnaðinn af þeirri kennslu.
Og menn geta það á margan
hátt. Menn geta það með því
að koma virðingu fyrir móður-
málinu inn hjá börnum sín-
um. Menn geta það með því
að lesa íslenzkar bækur; menn
geta það með því að hlynna
að öllum menntafyrirtækjum
vor á meðal“. f annarri grein,
sem birtist um svipað leyti,
eru íslenzkir foreldrar mjög
hvattir til þess að senda böm
sín í hérlenda skóla, því að
„það ætti ekkert íslenzkt bam
að þurfa að fara á mis við þá
fræðslu, sem óhjákvæmileg er
til þess að verða sjálfum sér
og öðrum til sóma og gagns í
þessu landi.“
Áður er stuttlega vikið
að skrifum um íslenzka
menntastofnun. Merk grein
um það efni birtist í
Lögbergi 27. maí árið 1890
undir yfirskriftinni „Akadem-
íið íslenzka". Þar er námsefni
greint niður og tillögugerð
þess efnis, að skipta beri „aka-
demíinu“ í tvær höfuðdeildir,
latnesku deild og gagnfræða-
deild. Naumast þarf að geta
þess hér, hversu langa sögu
skólamálið átti fyrir sér á
þessum árum. Varla verður
þó bent rækilegar á sameig-
inlegt hagsmuna- og velferð-
armál hins unga þjóðarbrots
en gert er í Lögbergi þann 30.
apríl árið 1890, en þar eru
spurningar og svör sem hér
segir: „Og hvert er annars,
þegar vel er að gætt, vort
sameiginlegasta mál? Vort
sameiginlegasta mál er auð-
vitað ekki trúarbrögðin, ekki
bindindisfélagsskapurinn, ekki
pólitíkin, ekki bókmenntir
hérlendar né íslenzkar — það
er að segja ekkert eitt af
þessu, tekið út af fyrir sig. En
í öllu þessu felst meira og
minna af því, sem oss er sam-
eiginlegast. Vort sameigin-
legasta mál er það að afla
kröftum vorum þroska og æf-
ingar, enda stefnir og að því
öll vor félagsskapar-viðleitni.
En eins og vér höfum tekið
fram, þá getum vér ekki fylli-
lega greint krafta vora frá
voru íslenzka þjóðerni, svo
lengi sem vér sjálfir á annað
borð erum í raun og veru ís-
lenzkir menn“ (íslendingar í
Ameríku, Lögb. 30. apríl 1890).
Torfærurnar eru margar, og
get ég ekki stillt mig um að
taka eftirfarandi kafla úr
Lögbergi 9. apríl 1890. Þar er
rætt um vandamálin á þessa
leið: „Því miður mun aðal-
örðugleikinn ótalinn, og hann
er sá, hvernig sambandi voru
við ísland er varið. Hugsum
oSs, að ættjörð vor væri í tölu
hinna fremri menningarþjóða
heimsins og að þar ættu sér
stað um þessar mundir fjör-
ugar bókmenntir og frjósamt
andans líf. Hve mikill væri þá
ekki munurinn á aðstöðu vorri
í þessu landi með vor þjóð-
ernismál? Þá hefði maður hér
fastan andlegan grundvöll á
,að standa og fyrirmynd, sem
tiltölulega auðvelt væri að
gera mönnum skiljanlega.
Andlega lífið hjá þjóð vorri
heima fyrir væri þá höfuðstóll,
sem fyrirhafnarlaust af vorri
hálfu væri lagður upp í hend-
urnar á oss, og vort hlutskipti
yrði þá að geyma hans vel og
ávaxta hann á markaði hins
unga og fjöruga þjóðlífs í
Ameríku. En nú er því ein-
mitt svo kynlega og sorglega
varið, að miklu af þeim and-
lega höfuðstól, sem vér Vest-
ur-íslendingar höfum fengið í
arf, hafna vorir vitrustu menn
sem allsendis ógjaldgengu
skrani. Vér minnumst ekki á
þetta í því skyni að ympa á því
að slík höfnun sé um skör
fram. En vér minnumst á
þetta í þessu sambandi af því
að vér hyggjum, að í þessu at-
riði sé aðal-örðugleikinn fólg-
inn.“
Einhverjum myndi finn-
ast nú sem hér hefði verið
fulldjúpt í árinni tekið og
heldur lítið gert úr ýmsum
þáttum íslenzkrar menningar-
sögu. En á því herrans ári
1890 er skiljanlegt, að leið-
andi mönnum væri hallæri
á íslandi, sem vildi kyrkja
flestar andlegar og jafnvel
líkamlegar hræringar, hug-
stæðara en liðnar gullaldir
sögu og bókmennta.
Fyrstu árgangar Lögbergs
bera því ljósan vott, að
framsýnustu menn hefir
aldrei greint á um það
hversu framtíð Islendinga
í Vesturheimi hljóti að
verða bezt borgið. í fyrir-
lestri Einars Hjörleifssonar
„Hverfum vér í sjóinn“?, sem
hann flutti hér í Winnipeg
öndverðan vetur 1889 og síðar
birtíst í Lögbergi er margt
það að finna, sem skynsamir
innflytjendur í hvaða landi
sem er hljóta að hugleiða, en
lokaorðin í lestri Einars voru
þessi:
„En ef vér höfum þrek
og þol til að veita viðnám,
þangað til frelsið og öll hin
dýrðlegu gæði þessa lands
hafa gert oss að nýjum og
betri mönnum án þess að
svipta oss neinu því, sem ekki
mátti úr okkur týnast og oss
var eiginlegast — þá fer líka
svo, að þar sem Englendingur-
inn og íslendingurinn mætast
í þjóðlífi þessa lands, þar
mætast tveir jafn-dugandi
drengir. Það hneigir sig þá
ekki annar fyrir hinum, held-
ur hneigja þeir sig hvor fyrir
öðrum. Það verður þá ekki
annar, sem tekur hinn og
stingur honum í deigluna og
bræðir hann upp, heldur
verka þar tveir jafnfrjálsborn-
ir menn hvor á annan. Við
hverfum þá ekki inn í hér-
lent þjóðlíf að neinu leyti
fremur en hérlendir menn inn
í okkar þjóðlíf — öðru en því,
að þeir verða flei'ri. Og fari svo
að við hverfum inn í hérlent
þjóðlíf — ef menn nú endilega
vilja kalla það svo — á þann
hátt, að við leggjum til þess
það bezta, sem er og verður
í okkur sjálfum, og fáum aftur
í staðinn það bezta, sem er og
verður í hérlendum mönnum,
þá höfum við heldur ekki
horfið eins og dropi í sjóinn,
nema ef eitthvað er skilið við
það allt annað en það sem ég
skil við það.“
í fyrstu árgöngum Lögbergs
var töluverðu rúmi varið í
deilur. Deilurnar voru málefni
líðandi stundar, eins og deilur
jafnan hljóta að vera. Þær
kunna að hafa haft nokkurt
gildi, og vissulega eru þær
forvitnilegar eftirkomendun-
um, hvers konar lærdóma sem
þeir annars kunna að draga af
þeim. Fjarri fer því samt, að
téðir árgangar verði bezt auð-
kenndir með því að nefna þá
deilurit. Lögberg varð í önd-
verðu leiðarvísir fyrir íslend-
inga í menningarlegum efnum
báðum megin hafs. Það lagði
undir sig bæði ísland og Ame-
ríku. Rödd þess varð slík í
upphafi. að hún stjakaði við
fólki í tveimur heimsálfum.
Þessi rödd hefir nú hljómað í
Framhald á bls. 13.
DR. RICHARD BECK:
Ætfjarðarljóð Einars Póls Jónssonar
Blöð þau og tímarit, sem út hafa komið á íslenzku vestan
hafs, eiga, meðal annars, bókmenntalegt og bókmenntasögu-
legt gildi. Verður það sérstaklega sagt um ýmis tímarit vor,
eins og Tímarii Þjóðræknisfélagsins, og um vikublöð vor
Heimskringlu og Lögberg, er langlífust hafa orðið vestur-
íslenzkra blaða og átt hafa yfir mestu rúmi að ráða; þar
hafa einnig haslað sér völl þau íslenzk ljóðskáld og rithöf-
undar í óbundnu máli hér í álfu, sem drýgstan og varanleg-
astan skerf hafa lagt til íslenzkra bókmennta, að öðrum
ógleymdum, sem birt hafa kvæði sín, sögur eða ritgerðir í
þessum blöðum vorum.
Hvað Lögberg snertir, vék ég nokkuru frekar að þessari
hlið málsins í yfirlitsgrein minni um sögu blaðsins í fimmtíu
ára minningarblaði þess (22. des. 1937). Þótt verðugt væri,
verður sá þáttur í sögu þess eigi ræddur hér, enda brestur
mig til þess handbær gögn, og eigi heldur rúm fyrir hendi,
ef gera ætti því efni æskileg skil. Hefi ég því tekið þann
kostinn, og sýnist fara mjög vel á því á þessum merkistíma-
mótum í löngum ferli Lögbergs, að draga athygli lesenda
nokkuru ítarlegar en áður hefir verið gert að meginþætti í
skáldskap Einars Páls Jónssonar, ættjarðarljóðum hans, en
hann skipaði, eins og alkunnugt er, ritstjórnarsess Lögbergs
lengur en nokkur annar maður, um meir en 40 ára skeið,
lengstum sem aðal-eða eini ritstjórinn. Setti hann því öllum
öðrum fremur svip sinn á blaðið, bæði um efni þess og þann
anda, sem þar sveif yfir vötnum á hinni löngu og farsælu
ritstjórnartíð hans.
Vitanlega átti skáldharpa Einars Páls Jónssonar fleiri
strengi en ættjarðarstrenginn, eins og ég hefi leitast við að
gera nokkur skil í greinum mínum um hann og skáldskap
hans í blöðum og tímaritum vestan hafs og austan, svo sem í
Eimreiðinni (júlí-september 1942), og aðrir hafa einnig gert.
Hitt er engum vafa bundið, að fögur og snjöll ættjarðarljóð
hans áttu sér djúpar rætur í innsta eðli hans, svo nánum og
sterkum böndum var hann tengdur móðurmoldinni, og sam-
bærileg var eldheit og einlæg ást hans á íslandi, íslenzkri
tungu, sögu vorri og íslenzkum bókmenntum, í fáum orðum
sagt, á öllu því, sem fegurst er, göfugast og lífrænast, í vorum
íslenzka menningararfi.
Það fer því fjarri að vera nokkur tilviljun, að upphafs-
kvæðið í fyrri ljóðabók Einars, öræfaljóðum (Winnipeg,
1915), er Islandsminni, sonarlegur og ómþýður óður til móður-
jarðarinnar; má svipað segja um lokakvæðið í bókinni, sem
einnig er drengilegt íslandsminni. Mjög í sama anda er einnig
næst fyrsta kvæði bókarinnar „Ættjarðarvinurinn“, er lof-
syngur þann son lands síns, sem fórnar öllu fyrir hag þess
og heill; og þá sætir það engri furðu, að skáldið hellir úr
skál fyrirlitningar sinnar yfir föðurlandssvikarann í sam-
nefndri vísu.
Miklu víðar er, beint og óbeint, slegið á streng ættjarðar-
ástarinnar í þessari bók Einars, en þó að margt sé vel um
þau kvæði hans og önnur, bæði um málfar, efni og meðferð
þess, átti hann, er árin liðu, drjúgum eftir að sækja í sig
veðrið í skáldskapnum, um meitlað og hreimmikið mál, þrótt-
mikla hugsun og myndagnótt. Þetta duldist engum, sem fylgd-
ist með skáldskaparferli Einars, og kom það ljósast á daginn,
þegar út kom á vegum Isafoldarprentsmiðju í Reykjavík
(1944) nýtt safn kvæða hans, Sólheimar, og jafnframt að
miklu leyti heildarsafn þeirra fram að þeim tíma. „Er þetta
myndarlegur skerfur, sem Einar Páll hefir lagt hér til ís-
lenzkrar ljóðagerðar,“ sagði séra Benjamín Kristjánsson
réttilega í prýðilegri grein um Einar í tímaritinu Eddu (Akur-
eyri, 15. apríl 1946).
í þessu kvæðasafni Einars skipa Islandskvæði hans að
verðugu mikið rúm, því að þau eru hvert öðru fegurra og
snjallara, og er það þeim mun eftirtektarverðara og fágætara,
þar sem hér er um tækifæriskvæði að ræða; en öll eru þessi
kvæði óvenjulega vönduð að máli, hugsun hlaðin, og þrungin
heitri og innilegri tilfinningu, sem bera því vitni, að þessi
ættjarðarljóð eru ort af innri þörf og eiga sér djúpar rætur
í hjarta og hugarheimi skáldsins.
í þessum kvæðum sínum bregður Einar, að vonum, upp
faguryrtum og glöggum myndum af íslandi, landinu sjálfu
í svipmikilli náttúrufegurð þess og trgn:
Prýðir norðrið máttug móðir,
mikilúðug, tindaglæst;
hafa þar við hraun og glóðir
hjartans stærstu vonir rætzt.
Þar á sál vor sínar rætur,
sína draumlífs messugjörð, —
þar sem himinn heiðrar nætur
hvolfist yfir nýrri jörð.