Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Síða 14
14
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMT UDAGINN 24. JANÚAR 1963
Valdimar J. Lindal dómari:
Stjórnarlög Nýja-íslands
sögurík menningarskró
Hið ritaða orð er varanlegt
og túlkar hugsunarhátt og at-
hafnir þeirrar þjóðar eða þess
þjóðarbrots, sem hefir fært
það í letur. Hér getur verið
um að ræða bækur, blöð, rit-
gjörðir eða frásagnir, djúp-
hugsuð ljóð eða tækifæris-
kvæði. Hér ber að telja lög og
grundvallarreglur félaga eða
stofnana.
Valdimar J. Lindal
Úr mörgu er að velja, ef
ræða á ritmennsku Vestur-ís-
lendinga. Hér skal þó einkum
vikið að einu atriði — atriði,
sem á alveg sérstakan hátt
felur í sér alda-langa sögu
einnar þjóðar. Þetta atriði
varðar og líf og starf hinna
fyrstu íslenzku innflytjenda,
sem settust að á vesturströnd
Winnipegvatns og litu þar 1
kringum sig eyðiskóga, fen og
óbyggða grasbletti.
Hér er átt við stjórnarlög
Nýja íslands, sem öðluðust
lagagildi, er þau komu á prent
í Framfara 14. janúar, 1878.
Þar sem þessi lög og reglur
eru aðeins eitt atriði í þróun
menningarsögu Vestur-íslend-
inga, fer vel á að benda á tvö
eða þrjú önnur dæmi, sem
sýna, hversu óslitin framþró-
unin var.
Fyrsti íslenzki hópurinn,
sem kom til Winnipeg, fluttist
til Willow Point á vestur-
strönd Winnipegvatns í októ-
ber 1875. Snemma á árinu 1876
kom út skrifað blað í byggð-
inni, sem ritstjórinn sjálfur,
Jón Guðmundsson, samdi og
bar út meðal byggðarbúa.
Hann kallaði blaðið Nýja
Þjóðólf, en Þjóðólfur var
merkt vikublað, sem gefið var
út á íslandi á þessum árum.
Alls komu út fimm eintök af
Nýja Þjóðólfi, en næsta ár,
1877, tók Framfari við, en það
blað var prentað og því útbýtt
með pósti á vanalegan hátt.
Hér er um að ræða algjört
einsdæmi í landnámssögu
Ameríku, en þó var þetta
engin tilviljun. Um tveimur
áratugum síðar eða einu ári
eftir að íslendingabyggð hófst
í Tantallon í Saskatchewan
(þá North-West Territories)
kom Jón Hjaltalín, hæfileika-
maður mikill, blaði af stað,
sem hann nefndi Frumbýling.
Hann las það á samkomum og
fór oft með það fótgangandi
frá einu húsi til annars. Varla
er hægt að benda á betri sýn-
ishorn íslenzkrar menningar-
viðleitni en þau tvö skrifuðu
blöð, sem nú hefir verið
minnzt á.
Á r i ð 1 9 5 9 sameinuðust
j Heimskringla og Lögberg. Þá
var öllum orðið ljóst, að hlut-
verk vikublaðs á íslenzku var
aðallega í því fólgið að varð-
veita íslenzka tungu og ís-
lenzkar erfðir hér vestra og
stuðla að því, að íslenzkir
menningarstraumar h é r
vestra væru sýnilegir og settu
blæ á hina nýju menningu í
Vesturheimi.
Á ársfundi Þjóðræknisfé-
lagsins í febrúar 1962 var
samþykkt með næstum því
samhljóða atkvæðum, að
menningarritgerðir á enskri
tungu mætti prenta í Tíma-
ritinu.
Sjórnarlög Nýja íslands
Eins og áður getur, steig
fyrsti íslenzki hópurinn á
land á vesturströnd Winnipeg-
vatns í október árið 1875. Þann
8. sama mánaðar hafði sam-
bandsstjórnin í Ottawa veitt
íslenzkum innflytjendum viss-
an einkarétt. í stjórnartil-
skipuninni er landsvæðið ná-
kvæmlega tiltekið, útmælt
samkvæmt hérlendum venj-
um og nefnt „Icelandic Re-
serve“. Á íslenzku mætti
kalla það „einka-hérað“ eða
„einka-þing“.
Nauðsynlegt er að gera sér
fulla grein fyrir því, hvaða
merking felst í orðinu „Re-
serve“. Þegar það orð er rétt
skilið, þá er einnig unnt að
skilja sambandið milli „Ice-
landic Reserve“ og Stjórnar-
laga Nýja-íslands.
Orðið „reserve“ eða „re-
servation“ var algengt í Kan-
ada á þeim árum, sem hér um
ræðir. Það var notað um
byggðir, sem verið var að
koma á fót og landsvæði, sem
sambandsstjórnin hafði tekið
frá handa íbúum eða innflytj-
endum, sem allir voru af sama
stofni. Slíkir hópar fengu
ekki einungis eignarrétt, held-
ur og heimilisrétt, sem hver
einstaklingur hópsins gat not-
ið. Hópar þessir fengu stjórn-
arvald yfir sjálfum sér, en það
vald var langt frá því að vera
takmarkað eða tilgreint í lög-
gjöfinni. Sambandsstjórnin
hafði í huga að afhenda áður
greindum hópum bæði fast-
eignarrétt og sjálfstjórnar-
heimildir. Stjórnarvaldið var
takmarkað aðeins að því leyti,
að ekkert yrði gert, sem væri
í ósamræmi við kanadísk lög
og reglur.
Það er ekki einungis fróð-
legt að athuga í sambandi við
þessi hérréttindi, hve mikið
frelsi eða löggjafarvald fólkið
fékk, heldur einnig hitt,
hversu það fór með það vald,
sem því hafði verið veitt. 1
því sambandi ber að athuga
það, hvaða mál það voru, sem
hver þjóðflokkur taldi brýn-
ust. Á þann hátt er hægt að
skyggnast nokkuð inn í hug-
skot einstakra þjóðarbrota.
Til þess að sjá sem bezt,
hvernig athafnir lýsa hugs-
unarhætti og séreinkennum,
er nauðsynlegt að gefa gaum
að því, hvað aðrir þjóðflokkar
hafa gert, og hafa það til hlið-
sjónar, þegar á Islendinga er
ritið. Hér skal nefna aðeins
tvö þjóðarbrot, Mennóníta og
Indíána í sléttufylkjunum.
Árið 1873 var Mennónítum
afhent landsvæði í suður-
Manitóba, sem hefir verið
kallað „The East Mennonite
Reserve“. Nokkru síðar var
þeim gefið annað landsvæði,
dálítið vestar, sem nefnt var
„The Western Mennonite Re-
serve“.
Mennónítar höfðu sérstaka
kristna trú, sem þeir fluttu
með sér frá Mið-Evrópu, og
hafa þeir að miklu leyti haldið
henni við. Þeir voru Anabap-
tistar, hinir ströngu mótmæl-
endur, sem mótmæltu ekki að-
eins stefnuskrá kaþólsku
kirkjunnar, heldur og öllum
þjóðkirkjum og trúarsam-
böndum.
Ef undan er skilin nauð-
synin á því að eignast lönd og
sjá fyrir sér og sínum, þá var
það aðeins eitt, sem Mennón-
ítar skipuðu í öndvegi, en það
var viðhald hinnar sérstöku
trúar og viðleitni að sjá svo
til, að afkomendurnir glötuðu
ekki þessari trú.
í bók, sem E. K. Francis
ritaði árið 1955 og nefnist „In
Search og Utopia“ og sem D.
W. Friesen & Sons í Altona
gáfu út, farast höfundi orð á
þessa leið:
„Mennónítar líta svo á, að
frelsi einstaklingsins í lýð-
ræðiskenningunni megi sín
lítils og létu sig það frelsi
litlu skipta, en var mjög annt
um, að hópurinn sem heild
hefði ótakmarkaðan rétt til
þess að útheimta stranga trú-
arhlýðni af hverjum einstakl-
ingi. Þeir vildu vera óháðir
öllu æðra valdi til þess að geta
því betur varðveitt það, sem
heildin áleit nauðsynlegast og
var samkvæmt þeirra trúar-
og velferðarstefnu“ (lauslega
þýtt).
Indíána Reserves hafa verið
mynduð víða í Kanada og þarf
lítið um þau að ræða. Aðal
lögin um sérréttindi Indíána
er að finna í Indíána-lögunum,
sem Kanadalþingið samdi árið
1876. „Enginn, jafnvel ekki
Indíáni, sem tilheyrir öðrum
flokki (band), má setjast að
eða veiða á einka-landsvæði
Indíána, jafnvel ekki á braut-
arsvæðum innan hins tak-
marka svæðis.“ (lauslega
þýtt).
Það, sem Indíánum var þá
og er enn einkar annt um, var
að mega veiða og halda áfram
hinum sömu lifnaðarháttum,
sem hafa viðgengizt meðal
þeirra frá alda öðli. í sléttu-
fylkjunum hafa Indíánar yf-
irleitt sýnt lítinn vilja til
sjálfstjórnar. Auðvitað áttu
þeir sér enga reynslu að baki
og lítið hafði verið ýtt undir
með þeim af stjórnarvöldun-
um, en framfarir hefðu verið
meiri meðal þeirra, hefði
hugarfar þeirra sjálfra leyft
það.
Nú skal vikið að þeirri nýju
löggjöf, sem íslenzka hópnum
var veitt 8. október árið 1875.
Hvað var þeim veitt? mætti
spyrja. Ef aðeins er litið á bók-
stafinn, þá er ekki erfitt að
svara þeirri spurningu, því að
Islendingar fengu sömu fast-
eignarréttindi og svipað lög-
gjafarvald og aðrir hópar,
sem sambandsstjórnin veitti
einkaréttindi.
Eitt verða menn að hafa í
huga. Landsvæði það, sem
Mennónítar fengu, var í Mani-
tóba fylki. Réttur þeirra og
^/r- / 'y> j l v
*--'-------------
•4+
T
/? -//--f ^----r- c * o
. jtoesnc^
/ f ° j // y ^/1 / </ / i /■»
'1 ow/ '//frPw//*/
gjá „• íL^cA^yí'V/^
fe. - '
J/c* 'i/
’yí/j, i-£ -
; . / / f-
V /(Vt-i-uA, t rcH-o-yi
JL.... ■>' <£. 'i- V S- PáU-
y./: yy
X' - 7 . ,
J/Vy
jftL.
f
rj/f-j. -—
f O-t' //t-- j/ /**-*'**+/''
J< Kí~~ l
f V- .' • -< • ■ v Vy
J<ST! o/--zk JLt-t-c-J) O-U-mk ■ /í-
JLl/Jpu, /pj/jjs
Fyrsla blaðsíðan aí siðasta uppkastinu af Stjórnarlögum Nýja-ísla