Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Síða 15

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Síða 15
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1963 15 Myndin sýnir Nýia - ísland eins og það var í fyrsiu vald var 'því hvort tveggja háð bæði sambands- og fylk- islögum. Landið, sem íslend- ingar fengu, var hluti hins mikla landflæmis í Vestur- Kanada, sem kallað er North- West Territories, og var bæði óskipulagt og laut ekki sams- konar stjórn og tíðkaðist inn- an fylkjanna. Áður en lengra er þó haldið, er nauðsynlegt að víkja frá aðalefninu um stund. S u ð u r landamæri áður nefnds „Icelandic Reserve“ voru þau sömu og norður- landamæri Manitóba eins og þau voru í október árið 1875. í apríl-mánuði næsta ár var austurparturinn af North- West Territories aðskilinn og það landsvæði nefnt District of Keewatin, eins og sjá má á landakortinu. I daglegu lífi gætti þessarar breytingar þó ekki, þar sem engu hafði ver- ið breytt nema nafninu. Árið 1881 var Manitóba fylki stækkað og landamærin færð norður að „township“ 44, sem er langt fyrir norðan Mikley (Landamærin voru færð alla leið norður að Hudson flóa árið 1912). Almenn sveitalög voru sam- in fyrir Manitóba fylkið árið 1883, en þá var íslenzka um- dæmið partur af fylkinu. Ein sveitin var kölluð Gimli og náði yfir landsvæði það í Manitóba, sem er vestan Winnipegvatns og austur af hádegisbauginum. Samkvæmt þessum lögum var öllum sveitum afhent ákveðið sveit- arvald. En þess ber að gæta, að tekið var fram í lögunum, að orðið „Municipality“ næði yfir þáverandi sveita-stofnan- ir. Þess vegna hefir sá réttur og þau völd, sem íslenzka um- dæmið hlaut í fyrstu, haldizt við, nema að svo miklu leyti sem íslendingar gerðu sjálfir breytingar með því að mynda sveitastjórn, en til þess kom ekki fyrr en árið 1887. Tíu árum síðar, þ.e. árið 1897, á- kvað sambandsstjórnin að af- nema umdæmið, sem land- nemarnir fengu 8. október, 1875. Það má því segja, að „Stjórnarlög Nýja-lslands“ hafi beinlínis eða óbeinlínis verið í gildi í 22 ár. Hvorki sambandsstjórnin (frá upp- hafi) né fylkisstjórnin (frá 1881) skiptu sér af því, hvernig landnámsmenn fóru með völd sín og réttindi. En einmitt þetta, hvernig þeir fóru með hið nýfengna vald, er einn hinn merkasti þáttur landnámssögunnar. Goðorð Vestur-íslendinga Þegar athugað er, á hvaða hátt landnemarnir notuðu frelsið og valdið, sem þeim hafði verið fengið í hendur, er rétt að gera sér einnig grein fyrir baksviðinu, láta hugann reika aftur í tímann um það bil eitt þúsund ár og rifja upp það, sem gerðist, þegar hinir fornu landnáms- menn sigldu til íslands og námu staðar í óbyggðu landi. Sagan sýnir, að höfðingjarnir mynduðu goðorð, þar sem þeir settust að, og hélt þetta áfram um allt ísland án verulegrar takmörkunar, þangað til Al- þingi var stofnað árið 930. Munurinn milli hinna tveggja landnáma var aðallega sá, að í fornöld tíðkuðust ekki nú- tímalandmælingar. Höfðingj- arnir mynduðu goðorð, og þeir voru sjálfir nefndir goðar. í goðorðunum var stjórnar- valdið að engu leyti takmark- að, fyrr en Alþingi var stofn- sett. Á líkan hátt var land- náminu vestra farið, þegar hið nýja Vesturheims-goðorð var stofnað. Islenzkir landnámsmenn í Vesturheimi lögðu, eins og aðrir þjóðflokkar, einkum alúð við það, sem þeim var kærast. Fyrst og fremst varð að sjá fyrir brýnustu nauðsynjum. Þá var að kenna ensku, hina hérlendu tungu, en um leið, eins og áður getur, var ís- lenzku blaði hleypt af stokk- unum. Eigi leið á löngu, áður en byrjað var á því, sem á sér dýpstar rætur í íslenzku eðli, en það var að semja lög og reglur, sem viðeigandi væru fyrir hið nýja goðorð eða um- dæmi. Þegar í upphafi kom í ljós, að það var lýðræðishug- takið, sem efst var á blaði. Fyrsti hópurinn kom til Nýja íslands árið 1875, stærri hóp- urinn fluttist norður árið 1876, en rúmlega ári síðar var búið að semja og koma á prent „Stjórnarlögum Nýja-íslands“. Það er athyglisvert, að hafizt var handa um samningu þeirra, jafnvel áður en byggð- arlagið var búið að ná sér eftir bólusýkina. Hér er ekki hægt, né heldur nauðsynlegt, að ræða áður greind lög til nokkurrar hlítar. En þrír þættir, sem að vísu eru mjög samtvinnaðir, eru auðsæilegir: Fólkið hafði flutt með sér sinn andlega auð; það horfðist í augu við raunveru- leikann í kringum sig; það eygði bláma framtíðarinnar. i Það eru einmitt þessi atriði, sem gera „Stjórnarlög Nýja- íslands“ svo afar merkileg og lærdómsrík. Lýðræðið er hinn sterki þráður, sem liggur í gegnum öll lögin. Samið er um kosn- ingarétt, kjörgengi, byggða- nefndir og þingráð. Mörg at- riði sýna það glöggt, að þeir, sem að lagasamningunni stóðu, voru mjög vel að sér í íslenzkum lögum. Landnámsmenn litu í kring- um sig líkt og goðarnir fornu. Næstum ótrúlega margt var skipulagt í hinni nýju byggð, en það var einmitt Skipulagið, sem gerði að lifandi krafti það vald, sem landnámsmönnum hafði verið lagt upp í hendur. En það var einnig litið til framtíðarinnar. Jafnvel þótt landið, sem blasti við fólkinu, væri óskipulagt, var það á allra vitund, að verið væri að byggja í nýju landi og að hér væri að skapast ný þjóð og að austur í Ottawa væri yfirvald- ið og landstjórnin. Fyrsta blaðsíðan í síðasta uppkasti stjórnarlaganna, sem hér fylg- ir, ber því ótvírætt vitni, hvað hefir verið aðalumræðuefnið og ef til vill aðalþrætuefnið, þegar lögin voru samþykkt. (sjá mynd). Tekið hefir verið til greina, hvað nauðsynlegt væri og hvað forðast bæri, ef hin nýja lagaskrá ætti að koma að tilætluðum notum í nýju landi meðal nýrrar þjóð- ar. Allt, sem gert yrði, hlaut að verða í samræmi við yfir- stjórn landsins í Ottawa. I fyrstu var skráin kölluð „stjórnarfyrirkomulag“. En einhver hefir bent á, að á enskri tungu þýddi það orð „a form of government" og það kynni að verða misskilið, sumir kynnu að líta svo á, að innflytjendurnir væru að reyna að mynda sjálfstætt ríki. Fyrirsögninni var því breytt og orðið „stjórnarlög11 samþykkt, en í íslenzku hefir það orð mjög víðtæka merk- ingu, það er t.d. bæði notað um félagslög og formreglur. Fyrst var hið nýja goðorð nefnt „Nýja ísland“. En að síðustu, þegar lögin komu á prent, hefir nafninu verið breytt í „Nýja-Island“. Bandið í síðar greindu nafni er þýð- ingarmikið. Það sýnir, að landnámsmennirnir h ö f ð u ekki í hyggju að mynda nýtt ísland, heldur þing (Vatns- þing) eða eins konar goðorð, sem þeim fannst sjálfsagt að kalla „Nýja-ísland“. Fyrstu þrjár línurnar í Stjórnarlögum Nýja-Islands eru á þessa leið: „Stjórnarlög Nýja-íslands 1. Kafli. Skifting Nýja-íslands, Landnám Islendinga í Nýja- íslandi nefnist Vatnsþing." Þó að síðar væri bandinu sleppt í ritmáli og ritað Nýja Island, breytir það engu um það, sem landnemarnir höfðu í huga. Sambandið milli stjórnar- innar í Ottawa og lýðræðis- fyrirkomulagsins í Nýja-Is- landi var ljóst þeim, sem stjómarlögin sömdu, engu síð- ur en hinum fornu goðum var augljóst sambandið milli goð- orðanna og Alþingis. Ein af athyglisverðustu greinunum í stjórnarlögunum er 5. gr. í kafla no. XIV: „5. gr. Flutningur mála við yfirsí jórnina. Hann (þingráðsstjórinn) skal flytja öll þau mál, er þingið varða og ganga þurfi til yfir- stjórnarinnar, og tilkynna byggðastjórum allar fyrirskip- anir hennar, að því er þingið snertir.“ Sagan getur þess ekki, að þingráðsstjórinn hafi fengið margar fyrirskipanir frá yfir- stjórninni. Traust og tiltrú yfirvaldanna voru þau beztu meðmæli, sem íslendingar gátu fengið, enda kom það brátt í ljós, að óhætt var að afhenda þeim lýðræðisvald, því að því yrði skynsamlega beitt, en ekki misbrúkað. Fagrar hugsjónir verða aldrei örvasa né afeðla hvern- ig sem skipast kann til á leik- borði lífsins. Fyrir nálega 30 árum orti Bjarni heitinn Lyngholt kvæði það sem hér fer á eftir, og er það að mínu áliti svo voldugt og vel gert að óhugsandi er að láta það gleymast. Þó framvindan síð- an, og að nokkru leyti fyrr, hafi svikið lit við hugsjónina er það ekki skáldsins sök, og það rýrir að engu leyti gildi kvæðisins. Heilar og sterkar hugsjónir eru þá hvað mest nauðsynlegar þegar ástandið er sem öfugast og verst. Og hérna er þá kvæðið: — I ! ' I Vínland hið góða — Bjarni Lyngholt Meðan ungfrú Ameríka Enn í föðurgarði sat, Reis í lofti regin-blika; Ratað enginn höfin gat. Illur þurs, er elfdi seiðinn, Yngismeynni hugðist ná. Heiminum var lokuð leiðin. Land í vestri enginn sá. Viltur einn á vegum unnar Varð til þess að opna braut; Leiddur taumum tilverunnar Tánni drap við meyjar skaut. Ofurhuginn ítur , slingur, Yngismeyjar tók í hönd. , Þessi ungi íslendingur Eignaðist þannig ríki og lönd. Hundrað-alda heimasæta Hýru auga gestinn sá. Var þó feimin manni að mæta — Morgunroði fór um brá; Hæversklega á land hann leiddi — Leiðin björt var þrúgum stráð —. Æskufaðminn út hún breiddi; Óskastund var loksins náð. Þeir eru margir bautastein- arnir meðfram velferðarbraut hins vestur-íslenzka þjóðar- brots: Nýi Þjóðólfur, Stjórn- arlög Nýja-Islands, Framfari, Leifur, Heimskringla, Lög- berg, Þótt þú langförull legðir, Sandy Bar, Tímarit Þjóðrækn- isfélagsins, The Icelandic Can- adian, Lögberg-Heimskringla, menningargreinar á báðum tungum í Tímaritinu. Sagan heldur áfram. Litið er til baka og það yfir hafið; raunveruleikinn er allt um- hverfis, auðsær og viður- kenndur; blámi framtíðarinn- ar gleggri en áður var og sumt auðséð. Velmegunar- braut Vestur-Islendinga held- ur áfram óslitin, aðeins lit- brigði hér og þar — nýir bautasteinar. Stjórnarlög Nýja-lslands eru einn glæstasti bauta- steinninn, því að á hann er letrað eitt af höfuðsérkennum hinnar íslenzku þjóðar. Stjórnarlög Nýja-íslands eru vafurlogar, sem lýsa andlegri auðlegð á mjög sérstæðan og eftirtektarverðan hátt. Fyrsta ást er heitust, hreinust; Hét því mærin æskurjóð Að leið til frægðar lægi beinust Leifur þar sem sporin tróð. Arnarlíki á skjöld hans skorið, Skeið er stýrði fyrst til lands, Enn á meyjar brjósti er borið. Blessar hún þannig minning hans. Reis á himni hýrleg stjarna, Helsið þá hún af sér braut. Leiðarvísir landsins barna Lýsir þeim í gæfu og þraut. „Frjáls skal þjóð í frjálsu landi“, Fá en sterk voru hennar orð, Sem með hjarta og handabandi Helgaði Drotni þessa storð. Nú er hún orðin margra móðir Meyjan, sem af Leif var kyst; Og er nú tengd við allar þjóðir, En ávalt kýs ’ún hann þó fyrst. Á öllum skólum, öllum þingum, I öllu sem er vandamest, Alstaðar er íslendingum Ætlað það, að duga best. Sjá má enn að sona-trygðin Seilist langt í föðurarf. Vegna þeirra blessast bygðin; Búsæld eykst við þeirra starf. Hollar vættir hvarfla kringum Heillasporin landnemans; Því er ávalt Islendingum Opinn faðmur þessa lands. Frelsislandið fagra, ríka, Fósturlandið útlagans, Undralandið Ameríka, Óskalandið skaparans, Fylgir þér um framtíð alla Friðargyðjan auðnu-há. Hvað sem tímans kröfur kalla, Komi ei blettur skjöld þinn á. —P.B. Litéð um öxl

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.