Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Side 18

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Side 18
18 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 Ástand nýlendanna Framhald af bls. 17. innflytiendunum s u m a r i ð 1887. Það má líklega fullyrða það að viðreisn Nýja - íslands byrjaði þetta sumar. Sveitar- stjóm var loksins stofnuð það ár, og því eins var hægt að koma upp löglegum skólum með stjómarstyrk. Þess var nauðsyn því að mörgum fannst, eins og Guðni Þor- þessum árum höfðu þeir lært tungumál þessa lands, kynnt sér atvinnuvegi og akuryrkju- aðferðir, og nú, um það bil er Lögberg var stofnað, voru þeir farnir að sjá framtíðina glögglega. Þeir sem stofnuðu nýlendurnar í Saskatchewan og Alberta voru í engum vafa um hvað þeir ættu að gera. En margt hafði breytzt á þess- um árum. íslenzka lýðveldið í Nýja-íslandi var liðið undir þessa lands, og setja sig inn í þjóðlífið; sérskildir alþýðu- skólar mundu gera íslending- um sjálfum stórkostlegan ó- rétt. Margt sem hefir einkennt þjóðlíf Vestur-Islendinga átti uppruna sinn á því tímabili er Lögberg var stofnað. Trúar- bragðadeilurnar, sem hófust um þetta bil, urðu eitt af þess- um einkennum; og svo varð úr að Lögberg varð málsvari Frá vinsíri iil hægri: Sigiryggur Jónasson, Jóhann Briem og Mrs. Briem, Jón Guðmunds- son, Steinunn Slefánsson, Flóveni Jónsson (frá Skriðlandi) Guðrún Jóhannesdóttir. — Bjálkakofi á Gimli. — Myndin iekin á 50 ára byggðarafmæli Nýja íslands 22. ágúst 1925. Það er hraustum heilsubrestur: Hugboð um að verði gestur Kallið handan, höndum frestur Hlotnist ei, að smíða far, Þá til ferðar yfir álinn Ei er reiðubúin sálin,— Og á nálaroddum voru Iljar manna’ á Sandy Bar, Voru á nálum óljóss’ ótta Allir menn á Sandy Bar. Að mér sóttu þeirra þrautir, Þar um espihól og lautir, Fann eg enda brendar brautir, Biðið hafði dauðinn þar. Þegar elding loftið lýsti Leiði margt eg sá, er hýsti Landnámsmanns og landnámskonu Lík — í jörð á Sandy Bar, Menn, sem lífið launað engu Létu fyrr á Sandy Bar. Heimanfarar fyrri tíða Fluttust hingað til að líða, Sigurlaust að lifa, stríða Leggja í sölur heilsufar, Falla, en þrá að því að stefna Þetta heit að fullu efna: Meginbraut að marki ryðja Merkta út frá Sandy Bar, Braut til sigurs rakleitt, rétta Ryðja út frá Sandy Bar. Eg varð eins og álft í sárum, Og mér þótti verða’ að tárum Regn af algeims augnahárum— Ofan þaðan grátið var, Reiðarslögin lundinn lustu, Lauftrén öll hin hæstu brustu, Sem þar væru vonir dauðra Veg að ryðja’ á Sandy Bar, Ryðja leiðir lífi og heiðri Landnemanna á Sandy Bar. steinsson segir í bréfi til Hkr., að mennta- og menningar á- stand uppvaxandi kynslóðar væri á lækkandi stigi. Á erf- iðu órunum þar á undan höfðu kvenfélögin, fimm að tölu, verið ein helzta menningar- stoð nýlendunnar. Allar íslenzku nýlendurnar styrktust af innflutningunum miklu á árunum 1887—88. Eftir Hkr. að dæma, var skipting innflytjenda úr tveimur af stóru hópunum sem komu árið 1888 eins og hér fylgir: Til Dakota 90; til Nýja-íslands 85; til Þingvalla- nýlendu 60; til Argyle 48; til Álftavatnsnýlendu 30; til Brandon 48. En innflytjendur í nýju byggðimar komu ekki aðeins frá íslandi. Nýja byggð- in í Alberta, sem lengi var kennd við pósthúsnafnið Tindastóll, var stofnuð af fólki frá Dakota nýlendunum. Árið 1888 fluttu 60 manns, í einum hópi, þangað frá Dakota. Að þeirra var saknað er auðséð af bréfi frá Dakota, sem ritað var til Hkr. það ár, þar sem er sagt: „Allt í góðu standi, en gleðin er blönduð með svíð- andi sorg, því nú um þessar mundir eru piltarnir og stúlk- urnar að búa sig til burtferða til að vinna sér xe og frama.“ Árin 1873—87 voru fyrir ís- lendinga hér í landi að mörgu leyti rannsóknar- og land- könnunar tímabil, og framtíð- in var mörgum óljós. En á lok, og þessi nýlenda var nú orðin partur af Manitoba fylkinu. Vonin, sem svo marg- ir höfðu haft á fyrri árum, að íslenzkt þjóðerni gæti haldizt hér uppi, var farin að dvína. Þegar Stefán B. Stefánsson skrifaði langt bréf til Hkr., árið 1889, um nauðsyn að hafna löglegum skólum og stofna í þeirra stað skóla er kenndu íslenzku jafnframt ensku, tók ritstjóri Hkr. í taumana og sagði afdráttar- laust að íslendingar yrðu að læra þjóðmálið, þekkja sögu eins flokks og Heimskringla hins. Á sama hátt varð Lög- berg málsvari frjálslynda pólitíska flokksins og Heims- kringla málsvari íhaldsflokks- ins eða, eins og Lögberg oft kallaði hann, afturhalds- flokksins. Þó að margir nú á dögum harmi deilur blaðanna, þá er engin vafi á að þær höfðu mörg góð áhrif. Þær sýndu Islendingum báðar hlið- ar á mörgum málum og ekki má gleyma, að þær voru með helztu skemmtunum Vestur- íslendinga um marga tugi ára. Sandy Bar Það var seint á sumarkveldi, Sundrað loft af gný og eldi, Regn í steypistraumum feldi, Stöðuvatn varð hvert mitt far. Gekk eg hægt í hlé við jaðar Hvítrar espitrjáaraðar, Kom eg loks að lágum tjaldstað Landnemanna’ á Sandy Bar, Tjaldstað hinna löngu liðnu Landnámsmanna á Sandy Bar. Þögnin felur þeirra heiti. Þeir voru lagðir hér í bleyti. Flæddi þá um laut og leiti Lands, við norðan skýjafar. Andi dauðans yfir straumi Elfar, sveif í hverjum draumi, Var þá sem hans vængjaskuggi Vofði yfir Sandy Bar, Skuggabik hans fálkafjaðra Félli yfir Sandy Bar. Vonir dána mikilmagnans Mega færa áfram vagn hans, Verða’ að liði, vera gagn hans, Vísa mörgum í hans far. Rætast þær í heilum huga Hvers eins manns, er vildi duga, Og nú kendur er við landnám Alt í kring um Sandy Bar, Hefir lagt sér leið að marki Landnemanna á Sandy Bar. Hafin verk og hálfnuð talin Helgast þeim, sem féllu’ í valinn. —Grasnál upp með oddinn kalinn óx, ef henni leyft það var, En þess merki í broddi bar hún Bitru frosti stýfð að var hún. Mér fanst græna grasið kalið Gróa kring um Sandy Bar, Grasið kalið ilma, anga Alt í kring um Sandy Bar. Eg fann yl í öllum taugum Og mér birti fyrir augum; Vafurloga lagði af haugum Landnámsmanna nærri þar. Gullið var, sem grófst þar með þeim, Gildir vöðvar — afl var léð þeim — Þeirra alt, sem aldrei getur Orku neytt á Sandy Bar, Það, sem ekki áfram heldur, Er í gröf á Sandy Bar. Stytti upp, og himinn heiður Hvelfdist stirndur, meginbreiður Eins og vegur valinn, greiður, Var í lofti sunnanfar. Rofinn eldibrandi bakki Beint í norður var á flakki Stjörnubjartur, heiður himinn Hvelfdist yfir Sandy Bar, Himinn, landnám landnemanna, Ljómaði yfir Sandy Bar. — G.J.G.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.