Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Side 20

Lögberg-Heimskringla - 31.01.1963, Side 20
20 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA. FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1963 John A. Macdonald Framhald af bls. 19. brezkum — brautin átti að vera albrezk. Hættan var sú að Bandaríkja auðmenn næðu stjórn á brautinni og notuðu hana aðeins sér í hag, og að Kanada myndi svo, meðal annars tapa vestur landinu (frá Ontario vestur að fjöll- um). Macdonald treysti ekki Allan algerlega — var hrædd- um um að Allan myndi 'þyggja fé frá Bandaríkjunum. Samt sem áður, var samningurinn gerður. Nú voru kosningar í vændum og bað stjórnin um peningastyrk frá Allan. Cartier ritaði bréfið til sir Hugh og bað um: 50,000 dali fyrir sig, 35,000 dali fyrir Macdonald, og 25,000 dali fyrir sir Hector Langevin. Allan sendi peningana. Macdonald sagði síðar að sér hefði aldrei dottið í hug að Cartier myndi biðja um svona mikið. — En seinna bað sir John sjálfur um 10.000 dali í viðbót. Stjórnin var endurkosin. En svo komst þetta upp og stjórn- in var felld rétt eftir að þing var kallað saman. Mútur höfðu verið notaðar í öllum kosningum, og voru lengur notaðar þó ekki í svona stór- um stíl. Fólk vissi vel að sir John hafði ekki tekið neitt af þessum peningum til að auðga sjálfan sig. Við næstu kosningar, liðug- um fjórum árum síðar, komst sir John, og flokkur hans, aftur að völdum með miklu meira atkvæðamagni en áður. Fólkið gat ekki hugsað sér annan stjómarformann. — Meðan frjálslyndi flokkurinn var við völdin var Brown skipaður senator. Dufferin lávarður hafði miklar mætur á sir John og taldi hann mikinn stjóm- málaspeking. Einu sinni hélt McGill háskólinn hóf mikið lávarðinum til heiðurs. Rektor háskólans ávarpaði Dufferin á forn grísku. Dufferin svaraði með ræðu á sama máli. Daginn eftir kom sir Hector Langevin til sir John og spurði: „hver ætli að hafi sagt fréttariturunum að Dufferin hafi talað á lýtalausri fom grísku?“ „Það gerði ég“, svaraði sir John. „En þú hefir ekkert vit á forn grísku“, sagði sir Hector. „Alveg rétt“, sagði þá sir John, „en ég hefi dálítið vit á stjórnmálum.” Hann virtist oftast vita hvað kom sér bezt við hvern sem hann átti. Langevin var vel að sér í fornmálunum. Framh. Off. SP 1-9509 — SP 2-9500 R«. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRC DAME Wedding Bouquets - Cut Flowors Funeral Desiqns - Corsoges Bedding Plonts S. L. Stefanson — JU 6-7220 Mrs Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN CANADA ENSKU EÐA FRÖNSKU Það er ekkert meira áríðandi fyrir yður en að læra eins skjótt og vel og kostur er á málið í umhverfinu, sem þú hefir kosið að búa í — ensku eða frönsku. Það er ekkert mikilsverðara en þetta til að komast vel af í Kanada. Hér eru nokkrar af aðal ástæðunum— • Með því að læra ensku eða frönsku verður auðveldara fyrir yður að eignast vini, að eiga viðskipti í búðum, eða á skrifstofum og að taka þátt í hverju starfi sem gefst. • Ef þér kunnið ensku eða frönsku, getið þér leyst af hendi betra verk fyrir vinnuveitanda. • Við ýmis störf er auðveldara að ná framförum ef þér kunnið vel að lesa, tala og skrifa ensku eða frönsku. • Ef þér kunnið vel ensku eða frönsku, er miklu auðveldara fyrir yður að takast á hendur vandasöm verk, er á verkhæfni yðar auka. • Þú verður að kunna ensku eða frönsku til þess að gerast kana- dískur borgari. Kvöldkennsla í ensku eða frönsku er í flestum byggðum fáanleg. Finnið formann skólamála, innflytjendastjóra eða prest sóknarinnar eða þetta blað, að máli um þetta. Því ekki að registera í dag? R. A. Bell Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.