Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 25

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 25
Greetings . . . Greetings . . . THE THE ELECTRICIAN T •• TJ ELECTRICIAN Jochum Ásgeirsson LOGBERG - ilEIMSKRINGLA Jochum Ásgeirsson Electrical Wiring Electrical Wiring Supplies — Repairs Supplies — Repairs 126 LODGE WINNIPEG 12 126 LODGE WINNIPEG 12 Phone VErnon 2-4654 Phone VErnon 2-4654 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964 25 UM INDÍÁNARÓT — MARGRA MEINABÓT Dr. Thorlakson: Kæri vinur — þú baðst mig að segja þér bréflega það sem ég sagði þér munnlega í gær um Indíána meðalið góða — rótina sem hér með fylgir sýnishorn af. Ég mun hafa verið á fimmta árinu þegar ég hafði fyrstu kynni af henni. Síðan eru liðin áttatíu ár. Það skal tekið fram að á þeim tíma var veruleg Indí- ánamenning viðloðandi í Norð- ur Nýja-íslandi. Þar var veru- leg Indíána paradís; skógur- inn fullur af veiðidýrum og vötn og ár full af fiski. Fyrir sína aldagömlu þekkingu á landinu og möguleikum þess, lifðu þeir miklu betra og létt- ara lífi en íslenzku landnem- arnir. Þeir tóku ekkert upp eftir íslendingum, en Islend- ingar lærðu margt af þeim og hefðu átt að læra fleira. Þetta voru svonefndir Cree-Indíánar, mesta myndar- fólk, stórvaxið, hraustlegt, þrekmikið og fjörugt. Þeir gátu t.d. hlaupið á eftir hundalestum sínum allan dag- inn án þess að þreytast. Eng- inn þeirra féll niður af hjart- veiki. Þeir lágu úti undir beru lofti við langelda í heljar- vetrar veðrum, án þess að fá lungnabólgu, eða missa svefn. Þeir voru sérlega vandaðir, stálu aldrei neinu, þó þeir sjálfir væru rændir og marg- snuðaðir af kaupmönnum. Fáir þeirra kunnu nokkuð í ensku. Mál þeirra, Cree tungan, hljómaði vel í mínum eyrum, mjúk og sæt. Lengsta orðið sem ég lærði: Dúdúsa- bisgimiddikaittadussistigndi. Orðið þýðir: Rjómaskilvinda og er nærri eins langt og lengsta orðið í íslenzku: Yfir- réttarmálaflutningsmanns- skrifstofustúlkuútidyrahurð- arlykill. — A key. Það skal tekið fram í sam- bandi við rótina að þessir Indíánar höfðu engann „Medicine Man“ eða töfra- læknir. Enginn læknir (lærð- ur) var nær en Crossing, sem Selkirk hét á þeirri tíð. Gilti það jafnt fyrir Indíána og ís- lendinga. íslendingar höfðu tvo sjálfmenntaða „Homo- pata“, en Indíánar leituðu aldrei til þeirra — urðu því að vera sínir eigin læknar, ef á þurfti að halda. Nú skal vikið að lifnaðar- háttum þeirra. Að sumarlagi átu þeir sólþurrkað dýrakjöt, hvorki reykt né saltað,. ferskt fuglakjöt, ferskan fisk, (allt kjöt sem þeir suðu var lin- soðið og sá í rautt) drukku „Indíánate" (af plöntu sem óx á mosaþembum í tamarac skógi; nú horfin), og vanalegt te, en aldrei kaffi, sjaldan eða aldrei mjólk (öll börn Gullormur J. Guttormsson voru brjóstbörn). Þeir átu ýmiskonar ber sem uxu á undirviði í skóginum. Nokkur íslenzk börn dóu af eiturberjaáti, engin Indíána- börn, svo ég vissi. Það er satt; fjöldi Indíána hrundu niður í bóluplágunni, senni- lega fleiri að tiltölu en ís- lendingar. Tólf voru dysjaðir í einni gröf á Sandy Bar. Á mörgum stöðum meðfram fljótinu voru þeir grafnir og margir grafnir á minni eigin landareign. Allmargir Islend- ingar fengu skyrbjúg og dóu, sumir lifðu af þ. á. m. stúlka sem fékk beri-beri. Indíánar átu enga garðá- vexti nema kartöflur og mjög af skornum skammti, keyptu aldrei „beztu tegund“ af hveitimjöli „Strong Baker“, heldur verstu og ódýrustu tegund „XXXX hveiti og Super Fine“. Brauð bakað úr þessu úrkasti kölluðu íslend- ingar hundamat, en neyddust stundum til að kaupa það vegna fátæktarinnar. Á þessum fyrstu æfiárum mínum sá ég engann Indíána með lungnatæringu né kvef. Þegar taugaveiki, skarlats- veiki og barnaveiki voru vá- gestir meðal íslendinga, voru Indíánar fljótir að forða sér, renna út í skóga og hverfa. Auk berjanna, sem áður er getið, tíndu Indíánar helzt unglingar, hnotur, hezlis- hnotur, hazelnuts. Það var eftirtektarvert, að þeir fleygðu hnotunum en átu börkin utan af þeim, eldsúran. Annað var og eftirtektar- vert eða athyglisvert: Á vorin og snemma sumars fóru fjöl- skyldurnar út í skóg til að éta espibörk, þ. e. innri börkinn af ösk, „poplar“. Á þeim tíma er tréð fullt af sætum safa. Þeir fláðu ytri börkinn af, og skófu innri börkinn, bastið, með safanum niður í ílát og átu með góðri lyst. Getur þetta hafa bætt upp skort á fjör- efnum og komið í veg fyrir skyrbjúg og aðra sjúkdóma? En þessi gæði náttúrunnar er, því miður, ekki unt að nota sér nema um stutt skeið. Þegar líður á sumarið þrýtur þetta vatnsmagn sem er í innri berkinum og er mest og ríkulegast í ungum trjám. Islendingar voru „tóbaks- menn“, tugðu munntóbak og reyktu reyktóbak, hvort- tveggja hið sterkasta sem fá- anlegt var. Indíánar tugðu aldrei tóbak, en reyktu — ekki tóbak, heldur þurrkaðan innri börk af rauðviði (Dog- wood) blandaðan saman við vanaleg telauf. En börkur þessi er baneitraður og hefur sömu verkanir og tóbak. Tvö börn dóu af að éta ber af þessum við, (íslenzk börn). Indíánar höfðu engar tann- skemdir, kvörtuðu aldrei um tannpínu. íslendingar, jafnt menn og konur, kvöldust af tannpínu og börn tóku að kveljast af því sama á unga aldri. Þetta gekk af og til og allt þar til að einn landnáms- maðurinn, Bergur Jónsson að nafni, járnsmiður, smíðaði járntengur og tók að draga úr tennur. Ýmsir vildu heldur þola þau harmkvæli en tann- pínuna. Það var svo sem ekki nýtt að sjá Indíána koma norðan íslendingafljót á skrautmál- uðum byttum og barkarkæn- um og tjalda mörgum hvítum tjöldum á einhverjum fögrum grænum bala meðfram fljótinu og hengja upp á stög hinar frægu Hudson Bay ábreiður. 1 það skiftið sem hér um ræðir, völdu þeir tjaldstæðið beint á móti húsinu okkar hinu- megin við fljótið. Við sáum að þeir höfðu óvanalega mikla gózi að skipa upp úr bátunum íslendingahópurinn sem fór með fyrstu jórnbrautarlestinni til Gimli 26. nóv. 1906 Canadian Pacific járnbrauiin var lögð frá Winnipeg iil Selkirk 1882—83. — Þegar Sigiryggur Jónasson „Faðir íslenzka landnámsins í Nýja íslandi" var kosinn fyrsiur Islendinga á þing hér í álfu 1896 iók hann að vinna að því, að Manitoba stjórn veilii járnbraularfélaginu fé iil að leggja braui frá Teulon iil Gimli, en flokkur hans fór frá völdum áður en iil framkvæmda kom. Fékk hann þá vin sinn John A. MacDonell sambandsþingmann að iil að vinna að því að járnbraularfélagið legði brautina frá Selkirk til Nýja íslands og veilii sambandssijórnin 3,200 dala siyrk á hverja mílu frá Selkirk og norður þangað. Ðraulin var lögð iil Winnipeg Beach 1901—03. og svo iil Gimli 1906. Síðan var lekið að leggja hana iil Riverton 1913 og kom fyrsla járnbrauialeslin þangað 4. nóv. 1914. Vilaskuld hafa fleiri en Siglryggur unnið að þessu máli; ekki hefir i.d. alhafnamaðurinn Sveinn Thorvaldson í Riverlon látið siit efiir liggja að koma málinu í framkvæmd og heyrt höfum við um nefndir sem gengu með bænarskrár á fund stjórnarvalda og C.P.R. — í þessum hóp 1906 þekkjasi Árni Friðrikson, A. S. Bardal, Gísli Ólafsson og séra N. Steingr. Thorlakson. Ef einhver getur greint fleiri þæiti okkur væni um að okkur væri bennt á þá.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.