Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 31
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964
31
Verri en þrumuveður
Einu sinni þegar Hinrik
III. var að sigla upp eftir
Themsfljóti, gerði skyndilega
ofsalegt þrumuveður, svo að
kóngur varð að leita lands og
flýja undir þak hjá biskupi
einum, sem bjó á fljótsbakk-
anum. Þar var honum að sjálf-
sögðu tekið með sæmd og
virðuleik. En þarna í sölum
biskups var staddur hinn
voldugi Símon af Montfort,
leiðtogi þeirra afla í Englandi,
sem í þá daga börðust harðri
baráttu fyrir auknu lýðræði.
Síman heilsaði kóngi virðu-
lega og lét um leið þau orð
falla, að hans hátign skyldi
hvergi vera smeykur, því að
þrumuveðrið mundi brátt
ganga yfir. „Ég er smeykari
við þig en allt þrumuveður
heimsins“, svaraði kóngur.
Hann hafði líka ástæðu til
þess, því að nokkrum árum
síðar stjórnaði Símon upp-
reisn, sem lauk með því, að
fulltrúar borgaranna fengu
sæti í enska þinginu.
Aum brúðkaupsveizla
Flóvent sterki var uppi á
átjándu öld og bjó í Eyja-
firði. Hann var mikill skap-
maður og drykkjumaður og
lét sér fátt fyrir brjósti
brenna — reið genjandi um
sveitir með aðra ístaðsólina
lausa, svo að hann væri við-
búinn, ef í svarra slægi, og
lét þræða snæri í barma og
hálsmál á fötum sínum til
þess að þau yrðu síður slitin
af honum.
Þegar Flóvent var gamall
orðinn og kominn í kör, spurði
hann eitt sinn tíðinda úr
brúðkaupsveizlu:
„Var veizlan góð?“
„Já, hún þótti það“, var
svarið.
„Var étið?“
„Já“.
„Og drukkið?”
„Já nokkuð“.
„Var flogizt á?“
„Ó-nei — ekki var það“.
„O svei henni þá“, sagði
Flóvent og spurði einskis
frekar.
Verði Guðs vilji
Þegar Filippus 11. Spánar-
konungur sendi Flotann ó-
sigrandi á hendur Englend-
ingum, tókst þeim auðveld-
' ega að reyta af honum feg-
urstu fjaðrirnar með sínum
léttu og lipru smáskipum, en
síðan tók stormur og stórsjór
við og fullkomnuðu eyðilegg-
ingu þessa „ósigrandi" flota
Spánverjanna.
Það hafa því verið þung
spor fyrir spánska aðmírálinn,
hertogann af Medína, að
ganga á fund konungs og
flytja honum þessi stórkost-
legu og döpru tíðindi.
Þegar hertoginn kom inn í
höllina, sat Filippus og skrif-
aði bréf. Hann flutti honum
tíðindin, en konungur hlust-
aði hljóður. „Hertogi“, sagði
hann síðan, „ég sendi yður til
þess að berjast við fjand-
mennina, en ekki við höfuð-
skepnurnar. — Verði guðs
vilji“. Að svo mæltu hélt hann
áfram að skrifa bréfið.
„Siígðu ekki í skeggið"
Sigríður Guðmundsdóttir
var á sveit í Biskupstungum.
Hún var ekki heil heilsu og
var heilsubresti hennar þann-
ig farið, að annað veifið setti
að henni rugl og óráð, en þess
á milli bráði af henni, svo að
ekki gætti annars en hún væri
heilbrigð.
Séra Magnús Helgason var
prestur á Torfastöðum, elsk-
aður og virtur af sóknarbörn-
um sínum. En það þótti sum-
um sviplítið að hann lét sér
ekki vaxa skegg eins og gömlu
prestarnir höfðu gert.
Nú bar svo við, að Sigga
kom til kirkju einn messu-
dag og var ókyrr nokkuð og
ringluð, svo að prestur kveið
því, að hún ylli messuspjöll-
um. Tók hann þann kost að
tala um fyrir henni og biðja
hana að stilla sig við guðs-
þjónustuna. Sigga hlustaði
þegjandi á umtölur hans, unz
hún sagði:
„Stígðu ekki í skeggið, séra
Magnús.“
Árrisull brúðgumi
Tómas hét formaður í Rifi
á Snæfellsnesi og bjó með
konu þeirri, er Kristbjörg hét.
Hún hafði lengi sótt fast, að
hann ætti sig, en hann fór
undan í flæmingi. Loks kom
þar, að Kristbjörgu leiddist
þófið, og setti hún Tómasi tvo
kosti — að þau yrðu saman
gefin eða hún færi brott.
Tómas svaraði þessu engu.
En næsta sunnudagsmorgun
kom hann árla inn í sjóbúð-
ina, þar sem þau höfðust við,
og kallaði upp á loftskörina:
„Farðu í skárri garmana
þína, Kristbjörg, og komdu
upp að Hóli í dag. Maður
verður að gera fleira en gott
þykir“.
Það skal vel vanda, sem
lengi á að standa.
Það ætlar enginn öðrum,
sem hann hefir ekki sjálfur.
Þér er ekki svo leitt sem
þú lætur.
ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR
til allra Islendinga í tilefni af
Islendingadeginum á Gimli
(&. Sc ?E. (Haalr ^ínrr
GENERAL MERCHANTS
Lun<1‘>' Man.
Compliments of . . .
JOHNSON S RADIO & TV
Radio. T.V. Appliances — Sales & Service
Phone 378-2202 Riverton, Man.
With Compliments of . . .
RIVERTON BOAT WORKS LTD.
Cusfrom Builfr Boafrs a Specialfry
Sfreel Tug and Ferries — Boafr Hauling
PHONE 378-2344 RIVERTON, MAN.
Greetings to our many lcelondic Friends on this the 75th
National Holiday at Gimli, August 3rd, 1964
CANADIAN IMPERIAL BANK
OF COMMERCE
Phone 378-2271
J. H. “JACK" HOOPER, Manager
RIVERTON MANITOBA
COMPLIMENTS OF . . .
RIVERTON CO-OP CREAMERY
ASS'N LTD.
CREAMERY GENERAL STORE EGG GRADING
Riverton Brand First-Grode Butter — Groded Eggs
Groceries, Dry Goods, Hardware, Feed, Fertilizer, Oil, Grease
PHONE 378-2251 RIVERTON, MAN.
COMPLIMENTS OF . . .
ABE'S SUPERETTE
Prop., ABE THIESSEN
Phone 762-5714 Lundar, Mon.
COMPLIMENTS
OF
LUNDAR
GARAGE
FORD FALCON
GENUINE PARTS &
ACCESSORIES
REPAIRS TO ALL CARS
GAS - OIL - TIRES
BATTERIES
FARM EQUIPMENT
P. O. CHUMY SIGURDSON
Compliments of:
JOHANN’S
BEAUTY SALONS
CHATEAU BEAUTY SALON
Modern Air Conditioned Solon
2539 PORTAGE AVE. WINNIPEG
Phone VE 2-0759
Bus. Phone 762-5321
Res. 762-5483
JOHANN'S BEAUTY SALON
LUNDAR
MANITOBA
3rd Ave.
Phone 642-5077
Gimli, Man.
HEILL SÉ ÞEIM, ER SÆKJA
ISLENDlNGADAGINN Á GIMLI
/yHér kom íslenzkt afl, sem hóf
upp úr jörðu steininn."
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance Specialists
Rcprescnting Strong Board Companies
MORTGAGES - REAL ESTATE - FARM LANDS
J. WILFRID SWANSON,
General Manager.
MISS I. COOPER, BALDUR H. SIGURDSON,
Office Manager. Insurance Manager.
PHONE WH 2-6561
506 Power Bldg. Winnipeg 1, Mon.
478 Portage Ave.