Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 16

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 16
16 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964 FRÆG ÁSTARSAGA Ástin hefur hýrar brár en hendur sundurleitar; ein er mjúk, en önnur sár, en þó báðar heilar. Þannig skilgreinir Sigurður Breiðfjörð ástina í lítilli stöku af meistaralegri snilld. Þó að hugtakið sé eitt, er ástin samt sem áður einn margslungnasti eðlisþáttur mannlífsins. í innsta kjarna sínum er sönn ást allt í senn eitt og hið sama og um leið óendanlega breytileg, eins og dansandi blæbrigði í gullnum skýjum. Eins og fljótið, sem liðast um síbreytilegt landslag á leið sinni til sjávar, þannig liggur farvegur ástarinnar eins og rauður þráður gegn- um sögu mannverunnar allt frá hennar fyrstu dögum. Hún hefur framar öllu öðru örlagabræði manneskjunnar í hendi sér og slöngvar henni ýmist upp á sólroðna tinda æðstu hamingju eða steypir henni niður í neðstu undir- djúp dýpstu harma. Oft er ástarsaga mannsins í raun og veru ævisaga hans um leið, af því að ástin hefur orðið ráðandi þáttur í örlög- um hans. Hvarvetna sjáum við ástina birtast, — við sjáum hana blómstra og deyja. Og ef til vill höfum við ekki verið þar einungis áhorfendur, heldur lifað atburðina sjálf á miðju leiksviðinu. — Já, þannig er mannlífið á vorri jörð, — eins og risa- vaxin ástarsaga með milljón- ir og aftur milljónir kapítula, án þess þó að vera steyptir í sama mót. Einn segir frá hinni fórn- fúsu ást, en annar frá villtustu afbrýði. Þeir lýsa bitrustu sálarkvölum og yndislegustu munarblíðu. Enn aðrir fjalla um óslökkvandi ást allt til dauðans, um hamingju og vansælu, um hina endur- goldnu ást og einnig hina, „sem enga kann á móti“. Hlið við hlið á blöðum þessarar voldugu sögu standa gleðin og sorgin, hamingjan og þján- ingin. Það verður hverjum að list sem hann leikur. Þegar á að fara betur en vel, fer oft ver en illa. Compliments of VIKING MOTORS LTD. CHEVROLET — OLDSMOBILE CHEV. TRUCKS SALES & SERVICE Phone 76-342 Arborg, Mon. Compliments of . . . SELKIRK GARAGE LTD. SELKIRK CHEV — OLDS Cars - Trucks 482-3140 452-1085 SELKIRK WINNIPEG G. SIGURDSON, Pres. JHapptj ^Jhtcyarit FOR HEARTY GERMAN FOOD . J FOR GEMUTLICHKEIT GREETINGS! To Our lcelandic Friends on their 75th Anniversary Celebrations 715 ELLICE AVE. WINNIPEG, MAN. AMOR OG PSYKE Ein frægasta ástarsaga allra tíma er hin forna goðssögn um Amor (Eros) og Psyke, því að hún segir á fagran og hríf- andi hátt frá því valdi, sem sjálfur ástarguðinn hefur yfir sálum mannanna, en orðið psyke þýðir sál. Órakles gefur þá fyrirskip- un, að hin fagra kóngsdóttir, Psyke, skuli færð í líkklæðum upp á hátt fjall til þess að bíða dauða síns. Á brún gapandi hengiflugs- ins á fjallinu er hún skilin eftir ein og yfirgefin. En Amor hefur fellt brennandi ástarhug til Psyke, og Zefyr, hinn mildi vestanvindur, flyt- ur hana á dýrðlegan stað til glæsilegra hallarsala Amors. Ósýnilegir andar uppfylla allar hennar óskir þarna í höllinni, og sjálfur Amor veitir henni ást sína í ríkum mæli, þótt hann sé einnig ó- sýnilegur sjónum hennar. En hann varar hana stranglega við því að grennslast eftir því hver hann sé. Samkvæmt ósk hennar fær Psyke systur sínar í höllina til sín. Þær fyllast öfundsýki, þegar þær sjá, hve systir þeirra er hamingjusöm, og telja henni trú um, að elsk- hugi hennar sé í raun og veru hið ægilegasta skrímsli. Að lokum fá þær lokkað hana til að brjóta bann Am- ors. Nótt eina fer hún að hvílu hans með logandi lampa í annarri hendi en brugðinn langhníf í hinni. Þegar hún lýtur yfir hvíluna, sér hún, að þar hvílir ekki ógurlegt skrímsli, heldur sjálfur ástar- guðinn fagri. 1 sama bili fellur hvítur olíudropi frá lampanum og vekur Amor. Hann sér að Psyke hefur brotið bann hans, og í reiði sinni yfirgefur hann kóngsdótturina. Psyke ráfar nú í örvænt- ingu sinni um jörðina í leit að Amor og að lokum hrópar hún á gyðjuna Afródíte og biður hana um hjálp og náð. Gyðj- an leggur fyrir hana að leysa margar og erfiðar þrautir. Psyke tekst að ljúka þeim öllum af því að Amor, sem elskar hana stöðugt, sendir henni hjálp og ráð. Sú er síðasta eldraunin, að hún skal fara niður í undir- djúpin og sækja öskju með fegrunarlyfjum. Þessa þraut leysir hún einnig af hendi, þrátt fyrir margar og ægi- legar hættur er urðu á leið hennar. En þegar hún kemur loks aftur upp til jarðarinnar, verður hún gripin óseðjandi forvitni konunnar. Hún getur ekki staðizt þá freistingu að opna öskjuna með fegrunar- lyfjunum frá undirdjúpunum. En í sama bili stígur kæfandi reykjareimur upp úr öskjunni, og Psyke fellur meðvitundar- laus til jarðar. Amor vekur þó ástmey sína skjótt til lífsins aftur, og síð- an verður Psyke eiginkona Amors og er tekin í tölu guð- anna. Goðsögnin um Amor og Psyke hefur allt frá grárri forneskju verið sígilt yrkis- efni skáldanna, og málarar og myndhöggvarar hafa einnig verið óþreytandi að túlka þessa fornu sögn í verkum sínum t. d. Canova og Thor- valdsen. Þá má einnig finna grunn- tón hennar með margvísleg- um blæbrigðum í fjölda þjóð- sagna um víða veröld. Það er þyngst að bera raun- irnar einn. Það er galli á göfugu þingi. Compliments of . . . PRUDENS THE HOUSE OF BEAUTY Cold Waves a Specialty Phone 482-4524 373 MAIN STREET SELKIRK MAN. "The Bay" extends Best Wishes to the lcelandic People of Canada on the occasion of their 75th Anniver- sary Celebration. We sincerely believe the future holds the kind of resourceful and energetic prosperity so character- istic of your colorful past. Snít5mtíT3öii (Lmnpmttt. INCORPORATED 2?? MAY 1670.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.