Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 14

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 14
14 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1964 Frá Löve fjölskyldunni í Montreal Af og til berast okkur skemmtileg bréf frá dr. Áskeli Löve grasafræðing, sem hann vill þó ekki leyfa okkur að birta, en hann á marga kunningja á þessum slóðum síðan hann var pró- fessor við Manitobaháskólann og viljum við því færa þeim nokkrar fréttir af honum og fjölskyldu hans. Yngri dóttir þeirra hjóna, Lóa, sem nú er 18 ára kom fram á Carnival sem haldið var í Montreal í vetur. Þar skörtuðu allmargar stúlkur þjóðbúningum ýmsra þjóða og bar Lóa íslenzka búning- inn. Saumaði móðir hennar, Doris búninginn en millurn- ar og gullstássið sendi frænd- fólk frá Islandi. Upphluturinn er snotur búningur og hátíð- legur og fallegri en flestir aðrir þjóðbúningar. Hann er vel verður þess að ungar stúlkur eigi hann til hátíða- brigða. Lóa gengur á listaskóla í Montreal og fer vel fram í að teikna, mála og gera högg- myndir, en á þó mörg ár eftir þar til hún er fullnuma. Myndin af Lóu er tekin heima og í baksýn er málverk eftir Jón Þorleifsson af Vest- mannaeyjum, „þar sem allt er nú svart af ösku úr hinni nýju stóru Surtsey, sem enn vex og er nú önnur stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklas- anum“. (Skrifað 7. marz). 30. maí. „Hér heyrist aftur minni íslenzka en áður í vor, Lóa Löve af því að Canadair vélin er farin heim og allir flugmenn- irnir með henni. Þetta er sögð forláta vél, og þeir voru allir harðánægðir með hana. Vonandi fæ ég að prófa hana í júlí, þegar ég skrepp heim á leið á alþjóðamót grasa- fræðinga í Edinborg til að skila af mér forsetatign í al- þjóðafélagi þróunarfræðinga og flytja erindi. Það verður þó varla nein för til hvíldar, af því að strax á eftir er mér boðið til Póllands af akadem- íunni þar, en ég hefi haft tvo Rockerfeller fellows þaðan hér, og þær tvær vikur, sem mér eru ætlaðar þar í seinni- hluta ágúst verða eflaust fylltar vel með flakki og er- indum og allskyns dútli öðru en svefni, eins og venjulega. En áður en úr því verður, förum við vestur að Kyrra- Hugheilar árnaðaróskir til allra íslendinga á þjóðminningardaginn. GOODBRANDSON’S TRANSFER LTD. DAILY SERVICE — CARGO INSURED SELKIRK, MANITOBA 902 King Edword, St. Jomes, Winnipeg PHONE 482-3183 Phone 783-7898 Compliments of . . . SNYDAL ★ ★ ★ ★ PLUMBING & HEATING CONTRACTOR For the utmost comfort . . . SNYDAL-I-Z-E . . . your Plumbing and Heating Phone 482-5528 Jack Snydol P.O. Box 40 446 Main St., Selkirk HAMIN G JUÓSKIR Accurate Washing Machine Repair & Sales Co. Phones: Bus. SPruce 2-2183, Res. SPruce 2-8989 788 ELLICE AVE. WINNIPEG, MAN. With the Compliments of . . . Russell Motors Ltd. Your IMPERIAL - CHRYSLER - PLYMOUTH - VALIANT SIMCA - FARGO DEALER 730 PORTAGE AVE. WINNIPEG hafi bílleiðina til að gifta Goj í Sebastopol rétt hjá Santa Rosa, en þar hefir hún búið í rúmt ár; bróðir minn sem er sem stendur við að rannsaka erfðir á schizófreníu heima í Reykjavík, býr líka í Santa Rosa, svo við höfum verið þar áður, en unnusti Goj býr í Sebastopol, sænskameríkani, sonur gamals skipstjóra í flotanum. En við verðum komin aftur hingað í byrjun júlí. Ef við getum komið því við að fara um Winnipeg til baka, gerum við það auðvitað, en mér virðist ýmislegt benda í suðlægari átt.“ Því miður mun Löve hjón- in ekki getað komið því við að heimsækja okkur í Winni- peg, en við óskum þeim til hamingju með giftingu dóttur þeirra og árnum þeim allra heilla. Það er góðs að vænta, sem gott er fyrir. Það er annað Hólastóll eða hundaþúfa. HAMINGJUÓSKIR . . . VARIETY SHOP LOVISA BERGMAN 630 Notre Dame Ave. SPruce 4-4132 COMPLIMENTS OF . . . Macleod's Authorized Dealer Your Home — Auto ond Form Supply Stora Phone 7-6472 ARBORG MANITOBA COMPLIMENTS OF Sigurdson's Ltd. General Store • ARBORG MANITOBA Tuttugu ára afmæli íslenzka lýðveldisins minnst í Seattle Hinn 12. júní s.l. efndi Lestrarfélagið Vestri til hátíð- arsamkomu í nýjum og skemmtilegum samkomustað hér niður við höfnina í Ballard. Er þaðan fagurt út- sýni yfir Puget-flóann með Olympic fjöllin í baksýn. Stytta Leifs heppna Eiríks- sonar stendur þarna skammt frá og horfir hann hvössum augum út á „hafið kyrra“, heim á leið. Tilefni þessa mannfagnaðar var 20 ára afmæli hins ís- lenzka lýðveldis. Heiðurs- gestir samkomunnar og virðu- legir fulltrúar hins unga lýð- veldis voru þau hjónin Am- bassador Thor Thors og frú Ágústa. Flutti Ambassadorinn aðalræðu kvöldsins. Mælti hann á tungum tveim (ensku og íslenzku) og virtist jafnvíg- ur á báðar. Rakti hann í stór- um dráttum frelsisbaráttu ís- lenzku þjóðarinnar frá upp- hafi fram á vora daga. Var ræða hans þrungin hverskon- ar fróðleik, er hann svo kryddaði með léttri kýmni, sem er einkenni Thors-bræðr- anna. Enda var honum óspart klappað lof í lófa. Frú Jakobína Johnson, skáldkonan góða, flutti stutt ávarp fyrir hönd Vestra, þar sem hún með hlýjum og ástúðlegum orðum þakkaði heiðursgestunum k o m u n a hingað og hið ágæta erindi. Fjallkona kvöldsins, frú Sylvia Monson, mælti nokkur orð til samkomugesta og söng síðan Ó, Guð vórs lands. Dr. Edward Pálmason söng tvo einsöngva með undirleik systur sinnar, Mrs. Victoria Johnston. Var unun að hlýða á hans silfurskæru og fögru tenórrödd sem hann beitir af mikilli smekkvísi og tækni. Frú Kristín Smedvig lék einleik á fiðlu og tókst vel upp eins og jafnan áður, enda er hún talin með beztu fiðu- leikurum hér í borg. Undir- leik annaðist af smekkvísi og prýði frú Erika Eastwold. Islenzki karlakórinn, undir brábærri stjórn Tana Björns- sonar, söng nokkra íslenzka söngva og hefur aldrei tekist betur upp. Samkomustjórn hafði með With the Compliments of . . . SWEDISH CANADIAN SALES TOOLS • Highest Quality • Largest Selection • Lowest Prices Rupert Ave. at Princess WINNIPEG 943-0485 i Xndividualist... ( Nothing comes near the fresh clean taste of Seven-Up. It’s an individual taste. One that belongs exclusively and uniquely to Seven-Up. No wonder it hasn’t been equalled for f lavour and value. Nothing does it like Seven-Up. Remember, nothing does it like Seven-Up!

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.