Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 30

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1964, Blaðsíða 30
30 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1964 Sláið konunni gullhamra Vissulega þótti mér, sem frú Jensína hefði nokkuð til síns máls, þegar hún sagði að við karlmennirnir værum alltof sparir á það að slá kon- unum gullhamra. Ég hugsaði mér að bæta úr þessu þegar í stað gagnvart minni konu, og ég byrjaði strax við hádegisverðarborð- ið daginn eftir. „En hvað þú ert hrein og strokin núna heillin; þú lítur svo hressilega og vel út“. „Og þetta kemur þú auga á núna fyrst“. „Nei, það sem ég átti raun- ar við er, að þú hefur eigin- lega yngst með hverju árinu sem líður. Já, það er alveg satt. Það er næstum því ótrú- legt, að þú skulir bráðum vera . . . bráðum vera orðin fertug“. „Þakka þér fyrir nærgætn- ina, að minna mig á það!“ Tveggja mínútna þögn. „Heyrðu nú, góða mín; mér finnst einmitt konur um fertugsaldur alveg ómótstæði- legar. Þær bera með sér þenn- an einstæða þokka, sem er svo dulmagnaður og hrífandi“. „Þakka — ég hef einmitt veitt því eftirtekt, að konur á því reki heilla þig. — Meira kaffi?“ „Hef ég nokkurn tíma haft orð á því, hve nýi morgun- kjóllinn þinn klæðir þig dá- samlega vel?“ „Sagðir þú nýi? Að því er ég veit bezt, fékk ég þennan kjól árið 1947“. „Hugsa sér hvað tíminn er fljótur að líða — eru raun- verulega 5—-6 ár frá því þú fékkst þennan kjól?“ „Þú ert ekki sérlega sterk- ur í stærðfræðinni. Mér reikn- ast svo til, að það séu tólf ár frá 1947 til 1959“. „Tólf ár — það er furðulegt, hvað tíminn hleypur fram. Ég verð að segja það eins og ég meina að þú ert ein af þeim konum, sem eru alltaf jafn- fagrar, hversu gömlum fötum, ALÚÐAR ÁRNAÐARÓSKIR til allra Islendinga í tilefni af þjóðminningardeginum á Gimli SILVER FLASH FUR FARM "FOR DEPENDABLE BREEDING STOCK LOOK TO A QUALITY MINK RANCH" J. S. SIGURDSON, Owner PHONE 762-5312 LUNDAR, MAN. Compliments of . . . ARNOLD'S RADIO & T.V. SERVICE A. NELSON (Prop.) TELEVISION SALES — SERVICE AND INSTALLATIONS Phone Business 762-5689 Phone Res. 762-5380 LUNDAR MANITOBA COMPLIMENTS OF ACME AUTO SERVICE NELSON BROS., Props. G. M. Parts and Seryice 8-A Oil Products PHONE 762-5451 LUNDAR, MAN. COMPLIMENTS OF LUNDAR TRANSFER Leo Danielson, Prop. Phone 762-5271 LUNDAR MANITOBA sem þær klæðast, en það er eiginleiki, sem við karlmenn- irnir metum“. „Þessu trúi ég vel“. Þögn. „Það er langt síðan kaffið hefur bragðast jafnvel hjá þér og núna“. „Það er þó búið til nákvæm- lega eins og alla aðra daga“. „Fyrirgefðu . . . Já, kaffið hefur alltaf verið gott hjá þér. . . . Hvað ég vildi mér sagt hafa: Hefurðu tekið eftir frú Andreu síðustu dagana!“ „Nei, hvað er með hana?“ „Hún er að byrja að láta ásjá“. „Og þó hegðar hún sér enn- þá eins og hún væri aðeins sautján ára stelpa. Hvernig lýst þér á hattinn hennar, sem hún gengur stöðugt með?“ „Ég álít að hún sé búin að glata allri smekkvísi“. „Hún hefur aldrei smekk- manneskja verið — það hef- irðu löngu átt að vera búin að sjá“. „Já, það er víst alveg satt, ég sé það núna, þegar þú seg- ir það — hún hefur aldrei verið smekkleg í sér. — En nú verð ég víst að fara; klukk- an er orðin svo margt. Komdu með fallega munninn þinn; þær eru ekki margar, sem kyssa jafnvel og þú“. „Hvað sagðurðu?“ „Ekki nokkurn skapaðan hlut. — Bless, heillin!“ HÚSRÁÐ Það er ákaflega varhuga- vert að geyma matvæli, sem soðin eru niður í málmílát, í ílátunum, eftir að þau hafa einu sinni verið opnuð. Oft vill komast skemmd í þau, sem þá veldur veikindum, þegar matvælanna er neytt. Oftast má sjá á því, að lög- urinn sem á þeim er verður gruggugur, þegar um skemmd eða eitrun er að ræða. Setjið því alltaf slík mat- væli í glerílát eftir að þér hafið opnað dósina. Why nol visit ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Ltd.. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniloba with their travel arrangements than any other travel agent. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Slreet. Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 CONGRATULATIONS . . . to the lcelandic People on the Occasion of the 75th Anniversory of their Annual Celebration Doy at Gimli, August 3, 1964. • JOHN LECKIE LTD. COMMERCIAL FISHING SUPPLIES 640 KING EDWARD ST. Phone SPruce 5-8404 ST. JAMES, MAN. . . . símið STATION-TO-STATION eftir gististað fyrir fndaganna! Þú getur sparað meira — og skemmt þér betur í fríinu — þegar þú notfærir þér hin ódýru STATON TO STATON SIMTÖL INNAN FYLKISINS. Símið fyrirfram eftir nota- legum gististað í uppáhalds sumarbúðastað þínum í Manitoba! ÞITT EIGIÐ MANITOBA TELEPHONE SYSTEM ÞIN EIGIN SIMALÍNA UM ALLT MANITOBA . . . leikvöll sléttunnar TlSfl- ■**

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.