Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 1
THJOOMINJASAfNID• REYKJAVIK, I CELAND. Hö gberg - ileimöferingla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLl 1970 ð NÚMER 29 Fjölmennið á I ♦ Isl lendi ngal látíðina á Gimli 3. ágúst 1970 — — — — — — — — — — — — ——————— — —— — — i— — — — — Heiðursgestir hátíðarinnar HÁTÍÐIN Islendingar í Manitoba taka sinn sérstaka þátt í hundrað ára afmæiisfagnaði fylkisins með meiriháttar hátíð á Gimli, sem stendur yfir í þrjá daga, laugardaginn, sunnu- daginn og mánudaginn, fyrsta, annan og þriðja ágúst. Hátíðin hefst með tíu mílna kapphlaupi f r á Winnipeg Beach til Gimli, sem byrjar á laugardagsmorgunn kl. 9.00. Sama dag verður 10 mílna kapphlaup í sambandi við Westem Canadian champion- ship 10-mile race. Á sunnudaginn 2. ágúst fara fram allskonar íþróttir og kapphlaup á velli flugliðsins — Canadian Air Force Base — á Gimli. Þessi íþrótta sam- keppni er í samræmi við Manitoba Track and Field Assn. og fer fram samkvæmt reglum International Ama- teur Athletic Association. Byrjar kl. 12 um hádegi. Þennan dag, sunnudaginn, verða til sýnis í samkomuhús- inu í Gimli Park allskonar listmunir, sem nú gefst næg- ur t'ími til að skoða og verð ur sýningin opin frá kl. 1. e.h. og / fram eftir deginum. Þá verður líka nægur tími til að Á GIMLI hitta og spjalla við langt að komna vini og kunningja þar í garðinum án þess að missa af þeim skemmtunum sem fram munu fara um kveldið, en það er nefnt hootenanny eða samsöngur og svo hefst dans í samkomuhúsinu um miðnætti. Aðal skemmtunin 'hefst kl 2 á mánudaginn og er mjög vandað til hennar eins og sjá má á auglýsingu á blaðsíðu 8 í þessu blaði. Er sérstaklega ánægjulegt að sendiherra ís- lands til Canada og Banda- ríkjanna, Magnús Vignir Magnússon kemur alla leið frá Washington og mun flytja aðalræðu dagsins, og sá sem mælir fyrir minni Canada verður hinn vinsæli fylkisi- stjóri, Hon. R. S. Bowles. Nú munu allir geta hlýtt á a ð a 1 skemmtiskrána, því íþróttir munu ekki fara fram samtímis eins og svo oft áður, og er það vel. íslendingadags- nefndin á sérstáklega miklar þakkir skilið fyrir að undir- búa og skipuleggja þessa ár- legu hátíð íslendinga með slíkum ágætum. Hiltumst heil á íslendinga- hátíðinni á Gimli. Laura Goodman Salverson Laura Goodman Salverson, who died in Toronto last Mon- day, was Manitoba’s first na- tive born novelist of distinc- tion and the first representa- tive of a long hne of nove- lists of non-Anglo-Saxon ori- gin. Her first novel, The Vik- ing Heart, appeared in 1923 and was acclaimed by both critics and public. She con- tinued her writing career for over 30 years. Among her many honors were Governor- General awards for both fic- tion (The Dark Weaver) and non-fiction (Confessions of an Immigrant’s Daughter) and Fjallkonan, frú Valdheiður Lára Sigurdson the Ryerson Fiction Award for The Immortal Rock. Her death, coming only two days before Manitoba’s one- hundredth birthday, intro- duces a sad note into an other- wise happy occasion. But the memory of a life so rich in achievement involves much more than sadness: Her writ- ings remain a distinguished part of our literary legacy and an inspiration for others to follow her pioneering ex- ample. Winnipeg Free Press, July 17.. 1970. HIRÐMEYJAR Maureen Lenore Olafson Joan Valdina Johnson Fylkisstjóri Manitoba Hon. R. S. Bowles Flylur Minni Canada Valdimar Arnason Forseti dagsins Bréf fró Séra Robert Jack Tjöm, Vatnsnesi, V.-Hún, Iceland, 14. júlí, 1970. Nú er veðrið slæmt hér norðanlands. í óbyggðum snjóaði í fyrrinótt og mældust 16 sentimetrar snjólag á sum- um stöðum, Frost var þriggja stig á Grímstöðum á fjöllum. Um s. 1. helgi þegar Vigdís og ég vorum að aka yfir I,ax- árdalsheiði snjóaði á veginn. Það er ekki í manna minnum að vegagerðarmenn v æ r u kallaðir út til að hreinsa snjó af vegum í þessum mánuði. Maður er alltaf að lesa eða heyra eitthvað nýtt. I kveld þegar Vigdís og ég sátum í stofunni að lesa eintök nýkom- in af L.-H. lásum við að vin- ur ókkar, Haraldur prófessor Bessason hefði flutt fyrir- lestra um íslenzk málefni kl. Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.