Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 9

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 9
Compliments of . . . Jo - Ann áS&cuudup ShoftjftSL 705 Sargent Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone 783-6475 LÖGBERG - HeIMSKRINGLA WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1970 Compliments of . . . Jo - Ann (BsjdluJj^ ShoppSL 705 Sargení Ave. Specializing in all types of Beauty Culture Phone 783-6475 9 DR. RICHARD BECK: íslenzkir landnemar og aldarafmæli Manifobafylkis Ræða flutt á Frónsmótinu í Winnipeg 26. febrúar 1970 Eins og ykkur, tilheyrendum mínum, er kunnugt, er yfirstandandi ár mikið merkisár í sögu Manitobafylkis. Á þessu ári er aldarafmæli þess söguríka atburðar, þegar Manitobafylki gekk í fylkjasamband Canada. Verður þeirra tímamóta, eins og vera ber, minnst með margvíslegum hátíðahöldum. Oss íslendingum hér í álfu er það sérstakt fagnaðarefni, að aðalumsjón með þeim hátíðahöldum er í höndum eins hins mætasta manns í vorum hópi, séra Philips M. Péturssonar, virðulegs menningarmálaráðherra Manitoba- íylkis, er sæti átti hátt á þriðja áratug í stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins og skipaði forsetasessinn í 11 ár. Óþarft er að fjölyrða um það, hverja sæmd vér félagssystkini hans teljum oss að því, að eiga hann í þeim virðingarsessi, er hann nú skipar í fylkisstjórninni. Og þegar í minni er borið, hve víða og vel íslendingar hafa á þeirri öld, sem hér um ræðir, komið við sögu Mani- tobafylkis, þá fer fjarri því, að það séu duttlungar örlag- anna, heldur milku fremur, í ríkum mæli réttlæti í rás við- burðanna að einn af afkomendum íslenzkra frumherja hefir hlotið það veglega hlutverk að hafa með höndum yfirum- sjón með hátíðahöldunum á umræddu aldarafmæli fylkisins. Yfirstandandi ár er einnig mikið merkisár í sögu ís- lendinga í Manitoba, og jafnframt í sögu þeirra í Canada. Síðasta föstudag í sumri, 22. október 1875, stigu íslenzkir landnemar fyrst á strönd Nýja íslands. Á komandi hausti eru því 95 ár liðin síðan sá afdrifaríki atburður gerðist. En árið 1875 var hið mesta merkisár í sögu Islendinga í Vesturheimi í miklu víðtækari skilningi. Um það fer Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rithöfundur eftirfarandi orðum í hinni merkilegu ritgerð sinni „Sporin frá 1875" (Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1950): „Árið 1875 markar gleggstu, dýpstu, og fyrstu framtíðar sporin í nýlendumyndun íslendinga vestan hafs. Það ár gerðu þeir fjórar nýlendur að bækistöð sinni: Markland í Nýja Skotlandi í Canada, Minneota í Minnesotaríki í Bandaríkjunum, Winnipeg í Manitobafylki í Canada og Nýja ísland, fimmtíu enskum mílum norður af Winnipeg, og er nú í sama fylki, en var fyrrum talið Keewatinhéraðsins." Vissulega er því margs að minnast og mikið að þakka, er vér íslendingar hér vestan hafs göngum á sjónarhól og rennum augum yfir farinn veg til hins mikla landnámsárs 1875. Skal þó horfið^ aftur að landnámi íslendinga í Nýja íslandi, sem er um margt hin einstæðasta og sögurrkasta nýbyggð íslendinga í Vesturheimi. S a g a íslenzkra landnema vestan hafs er hvort tveggja í senn glæsileg og örlaga- þrungin; einnig er hún ævin- týrarík sagan sú, þótt hún sé jafnframt rituð letri tára og hjartasorga. Upp af sæði ó- teljandi svitadropa landnem- anna spratt framtíðargróður- inn. Og hvergi háðu íslenzkir frumherjar vestan hafs eins raunaþunga og harða baráttu og í Nýja íslandi, og jafnsatt er þá hitt, að hvergi hafa is>- lenzkir landnemar hér í álfu gengið hetjulegar á hólm við þá örðugleika, sem þeir áttu við að glíma á fyrstu frum- byggjaárum sínum, né held- ur unnið eins glæsilegan sig- ur að lokum. Hér verður sú hjartnæma baráttu saga eigi rakin, þótt verðugt væri, en vísað til hinna mörgu rita og ritgerða um hana á íslenzku og ensku. Á það eitt skal þó minnt, að hvergi er sú saga sögð á áhrifameiri eða eftir- minnilegri hátt en í kvæða- flokki Guttorrns J. Guttorms- sonar, Jóni Auslfirðingi, og í hinu alkunna snilldarkvæði hans „Sandy Bar", en þar fara saman, eins og ég hefi With the Compliments of . . . SWEDISH CANADIAN SALES TOOLS # Highest Quality • Largest Selection • Lowest Prices 277 Rupeit Ave. Winnipeg Nils Hammarstrand, Mgr. 943-0485 HUGHEILAR HAMINGJUÓSKIR til íslendinga á þjóðminningardaginn LEIFUR PALSSON — LICENSED AUCTIONEER — Bus. Phone: 762-5261 LUNDAR, MAN. Compliments of . . . LUNDAR MEAT MARKET LEIFUR PALSSON, Prop. Quick Freezing - Meot Processing - Custom Curing Bus. Phone: 762-5261 Res. Phone 762-5439 LUNDAR MANITOBA sagt annars staðar, mikið and- ríki, tilfinningadýpt, mynda- gnótt og leikandi rímsnilld. Ég fer hér aðeins með eitt erindi þessi andríka og mynd- auðuga kvæðis, erindið, þar sem skáldið minnir oss á skuldina m i k 1 u við f rum- byggjana á þeim slóðum: Heimanfarar fyrri tíða fluttust hingað til að líða, sigurlaust að lifa, stríða, leggja í sölur heilsufar, falla, en þrá að því að stefna þetta heit að fullu efna: Meginbraut að marki ryðja merkta út frá Sandy Bar. Braut til sigurs rakleitt, rétta ryðja út frá Sandy Bar. Sagan sýnir og sannar, að þeir efndu vel það heit sitt, landnemarnir íslenzku í Nýja íslandi, og skal nú dregin at- hygli að nokkrum megin at- burðum og afrekum í land- námssögu þeirra. Er þess þá fyrst að geta, sem einstæðast er, og ber vitni bæði rótgrónum sjálf- stæðisanda íslendinga og r í k u m skipulagshæfileikum þeirra, en það er sú staðreynd, að í Nýja Islandi settu ís- lenzkir landnemar í rauninni á stofn sitt eigið „ríki í rík- inu",. og réðu þar ríkjum und- ir eigin stjórnarlögum á ann- an áratug. Dr. Björn B. Jóns- son lýsti þessu einstæða fyrir- brigði ágætlega í eftirfarandi kafla úr mjög athyglisverðri ræðu, sem hann flutti fyrir mörgum árum (Veslan um haf 1930): „Þegar íslendingar námu vesturströnd Winnipegsvatns sunnanverða, var landið ómælt og að mestu leyti fyrir utan lög og dóm. Svo langt norður náði Manitobafylki þá ekki. Landið nefndist District of Keewatin og var háð yfir- stjórninni í Kanada einni. Þegar hinn f y r s t a vetur mældu Islendingar sjálfir landið og skiftu því í bújarð- ir eftir lögum þeim, sem um það gilda hér í álfu. Hinn næsta vetur, 1877, gerðust þau tíðindi, er ég hygg einsdæmi vera 'munu í nýbyggðum Vesturheims. Nýlendulýður Framhald á bls. 10. Jmct /S94 BARDAL funeral home 843 Sherbrook Street, Phone 774-7474 President: NJÁLL O. BARDAL, Sr. DIRECTORS: Neil O. Rardal, Jr. and David E. Frrtchard —I

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.